Heima er bezt - 01.03.1970, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.03.1970, Blaðsíða 22
uðust þau 3 elskuleg börn. Þá kom þar í sveitinni fyrir mjög leiðinlegur atburður, er ekki verður sagt frá hér, en varð þess valdandi að þau hjón ákváðu að hætta bú- skap og flytja sem lengst í burtu frá átthögunum. Hvort þessi ákvörðun hefur verið tekin að lítt athuguðu máli skal ósagt látið, eða voru örlögin að verki, — ef til vill voru þau að spinna þáttinn. A vordögum kvöddu þau sveitina sína og fluttu í lítið sjávarþorp á öðru landshorni. Þar þekktu þau enga sál, húsbóndinn fékk atvinnu og vann sér strax álit í starfi og viðkynningu. En breytingin varð meiri en þau hjón höfðu nokkru sinni látið sér til hugar koma, bæði liðu af óyndi. Það herti svo að Guðrúnu að henni lá við örvilnan. Húsið, er þau fengu til íbúðar, stóð á sjávarkambi, brimhljóðið heyrðist inn um gluggana. Niðri var fiskhús, á efri hæð tvær íbúðir, gangur var eftir húsinu og annars vegar við hann var stofa og svefnherbergi, en eldhús og bað sjávarmegin. Dag einn seint í ágúst var Guðrún venju fremur lasin og leið illa. Hún gekk þá með fjórða barnið sitt. Heim- ilisstörfin drógust á langinn, og þegar maður hennar kom heim frá vinnu, fór hún að þvo þvott í eldhúsinu, og við það var hún fram eftir kvöldi. Allt var kyrrt og hljótt, börnin voru sofnuð, faðir þeirra var inni hjá þeim. Grípur þá Guðrúnu sá geigur er varla verður með orðum lýst. Hún hafði aldrei myrkhrædd verið eða brostið kjark; hugsaði hún með sér að þetta stafaði af lasleikanum. Allt í einu heyrir hún kallað: „Barnið mitt! Barnið mitt!“ í þessu kalli, er henni fannst koma frá sjónum, var svo mikil angist, að hræðsla hennar hvarf með öllu, hún var alveg viss um, að þetta væri neyðarkall. Hún flýtti sér yfir ljóslausan ganginn og inn til mannsins síns og sagði honum hvað hún hefði heyrt, en hann hafði einskis orðið var. Sama var með mótbýlisfólk þeirra. Þau fóru út, engan mann var nokkurs staðar að sjá, enda orðið áliðið og fólk var gengið til náða. Þau hjón háttuðu án þess að fá nokkra skýringu á því, er Guðrún hafði heyrt, en viss var hún um að kallið kom frá sjónum. Seint var sofnað þessa nótt. Þegar Guðrún loks gat fest blund, dreymir hana að hurðin á herberginu er opnuð ofur hægt, og inn kemur kona. Hiin heldur höndum fyrir andlitið. Aðkomukonan beygir sig yfir Guðrúnu og segir: „Þú átt að sjá um barnið mitt.“ Guðrún glaðvaknar og finnst hún sjá á eftir konu út úr herberginu. Vekur hún þá mann sinn og segir honum drauminn. Féll þeim draumurinn illa og héldu hann fyr- irboða — jafnvel feigðarboða. Nú vöknuðu börnin og önn hins daglega lífs kallaði: húsbóndinn fór til vinnu sinnar; Guðrún að sinna börn- unum. Glaðværð þeirra og léttir hlátrar dreifðu skugg- um næturinnar, og dagur leið til hádegis. Maðurinn kom heim að borða og með honum eldri börnin. Guðrún sá strax á honum að honum bjó mikið í hug. Hann bað hana að endurtaka allt, er hún varð áskynja kvöldinu áður, einnig drauminn og útlit konunnar. Atburðirnir stóðu Guðrúnu fyrir hugskotssjónum, svo það var ofur auðvelt, því þó hún sæi ekki andlit konunnar í draumn- um, þá sá hún vaxtarlag hennar og einnig að hún var ung. Maður hennar sagði þá að ung stúlka hefði drekkt sér skammt út með firðinum kvöldinu áður, sennilega um svipað leyti og Guðrún heyrði köllin. Lítil stúlka hefði orðið móðurlaus, — ætti nú engan að, — því alger dul væri um faðerni hennar. Þennan dag ákváðu þessi góðu hjón að taka litlu stúlkuna að sér, sem sitt eigið barn. „Við áttum að gera það,“ bætti Guðrún við. „Sama haustið og við tókum hana Gunnu, fluttum við til Reykjavíkur. Síðan hefur allt gengið vel, hver dagur fært okkur nýja blessun. Við létum skíra litlu stúlkumar okkar í einu, þær eru nokkrar vikur á sama árinu. Systkinin eru mjög samrýnd, líklega þykir okkur öllum vænzt um hana Gunnu, hún er svo fórnfús og góð.u Nokkra stund þagnaði Guðrún, en svo bætti hún við: „Við hjónin höfum stundum talað um það, hvort við ættum ekki eftir að hitta móður hennar Gunnu okkar, þegar við flytjum héðan.“ Morguninn eftir kvaddi ég þessa góðu konu. Þó nokk- uð sé um liðið er minning hennar skýr í vitund minni og verður mér alltaf kær. Sögu hennar læt ég nú frá mér fara ef ske kynni að hún yrði hvatning til kærleiksþjónustu við einhvern smælingjann. BRÉFASKIPTI Jónina Guðný Bjarnadóttir, Þrastalundi, Norðfirði, Suður-Múla- sýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 16— 19 ára. Helga Magnea Magnúsdóttir, Syðri-Ey, Austur-Húnavatnssýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 16—18 ára. Ingibjörg Magnúsdóttir, Syðri-Ey, Austur-Húnavatnssýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 14—15 ára. Katrín Þórarinsdóttir, Þrúðvangi 26, Hellu, Rangárvallasýslu, óskar eftir bréfaskiptum við telpur og drengi á aldrinum 13—14 ára. Elin Ágústsdóttir, Þrúðvangi 9, Hellu, Rangárvallasýslu, óskar eftir bréfaskiptum við telpur og drengi á aldrinum 12—14 ára. Birna Borg Sigurðardóttir, Útskálum 7, Hellu, Rangárvallasýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 13—14 ára. Sigriður Aðalbergsdóttir, Fossgötu 5, Seyðisfirði, og Maria Ólafs- dóttir, Brekkugötu 7, Seyðisfirði, óska eftir bréfaskiptum við stúlk- ur og pilta á aldrinum 14—16 ára. Sigurður Benediktsson, Króki, Borgarhöfn, Suðursveit, Horna- firði, Austur-Skaftafellssýslu, óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 12—16 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Sigríður Hrólfsdóttir, Skógargötu 13, Sauðárkróki, óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 15—18 ára. Helzt í sveit. Mynd fylgi fyrsta bréfi. 98 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.