Heima er bezt - 01.03.1970, Blaðsíða 20

Heima er bezt - 01.03.1970, Blaðsíða 20
PETRA RÖGNVALDSDÓTTIR: Hesturinn a f þvi ég hef dálítil kynni af skepnum, þá langar /\ mig til að senda ykkur nokkur orð í ritgerða- t A samkeppnina um íslenzka hestinn. Það hygg ég, ^að hversu mikið sem við skrifum um hestinn og hvað sem við reynum vel að segja frá hans afrekum, þá verði það aldrei til fullnustu gert, því hans átök eru mörg ókunn og verða því ekki fram í dagsljósið dregin. Á íslandi, eins og hjá öðrum þjóðum, hefur þurft þjóna og býst ég við að þeir hafi margir unnið verk sín af dáð og trúmennsku, en ein þjónategund er það samt, sem hefur fengið sérstakt auknefni fyrir sín störf, og er það hesturinn okkar, þar sem hann hefur verið kallaður þarfasti þjónninn. En hvað felst í nafninu þarfasti? Það er orð sem fáir eignast og ekki fellur á. Hesturinn hefur verið húsdýr okkar síðan landið byggðist og saga þess hefst, og hefur hann verið notaður til reiðar, áburðar og aksturs. Sólin er jarðarinnar líf, er þá of mikið að segja að hesturinn hafi verið mannanna líf? Eða var hann ekki lífsnauðsyn- legur og tók hann ekki virkan þátt í þeirri hörðu lífs'- baráttu, sem fólk átti við að stríða fyrr á tímum. Var hann ekki sú stoð, sem fólk treysti á, þegar erfiðleikar báru að? Það þekktust ekki önnur farartæki; þá voru ekki til hin fljúgandi mannvirki, engir bílar og ekki aðrir vegir en óruddir götutroðningar eftir hestafætur. Það voru þeir, sem yfir fjöllin, fen og leir fyrstir lögðu veginn, eins og sagt var í vísubroti, sem „Heima er bezt“ birti hér fyrir nokkru og fannst mér það mjög vel sagt. Hesturinn var fyrr á tímum tengiliður milli byggða, yfir fjöll og óbyggðir. Hann var brúin yfir hin brúar- lausu fljót og mörgu mannslífi skilaði hann af baki sér á bakkanum hinum megin og oft var það að fleiri líf en það, sem hesturinn bar á bakinu, voru undir þreki hans komin. Þegar læknir var sóttur og ljósmóður vitj- að, þá var hesturinn gripinn, væri því við komið, og þeyst af stað. Margt lífið lá þá við, og hjálpin þurfti að berast fljótt, var þá oft eins og skepnan skildi hina brýnu þörf og lagði sig fram eftir mætti, enda hafðir í þær ferðir sérstakir þrekhestar. Það heyrum við af hendingunni í kvæðinu: Skal þá, læknir, ljá þér Kóp, láttu hann alveg ráða. Honum treysti eigandinn bezt til að standa af sér jökul- burðinn í Jökulsá, undir þeim aðkallandi atvikum, sem þá kröfðust hjálpar. Og þá var líf þriggja undir orku Kóps komið, sem hann og bjargaði öllum. Sörli virtist sldlja Skúla á örlagastund og svo munu fleiri hestar hafa verið. Þegar ég var ung þá heyrði ég oft eldri menn segja ýmsar sögur af erfiðum ferðalög- um og oftast enduðu þær með þessum orðum: „Já, ég veit að ég hefði ekki komizt lifandi heim, hefði hestur- inn ekki ratað, ég gerði ekki betur en fylgja honum eftir og lét hann alveg ráða ferðinni.“ Móðir mín sagði mér frá því, að eitt sinn að hausti til fór hún í kaupstað ásamt fieira fólki, ætlaði hún að verða því samferða heim aftur. En þegar það var að leggja af stað, þá fékk hún boð frá konu sem hún þekkti og bað hún hana um að finna sig. Sagðist hún hafa sagt hinum að halda bara heim á leið og varð hún því eftir. Komið var kvöld og haustmyrkur þegar hún lagði af stað heim og sat hún á rauðri hryssu, sem hún átti sjálf, skynugri og hæggerðri skepnu. Sagðist hún hafa verið þreytt og því sótti á hana svefn er hún settist í söðulinn. Var hún því að smádotta og lét Rauðku ráða ferðinni og svo mun hún alveg hafa sofnað. Skyndilega hröldt hún upp við það að hestur hneggjaði, varð henni hverft við, reisti sig upp í söðlinum og tók í tauminn. Er hún áttaði sig betur sá hún að Rauðka stóð á ár- bakka, var það dálítið vatnsfall, sem hún þurfti að fara yfir. Sagðist hún eitthvað hafa talað til hryssunnar. Lagði hún þá strax út í ána og gekk ferðin vel heim. En af hverju stoppaði skepnan og hneggjaði á ár- bakkanum? Vissi hún að konan svaf á baki hennar og var hún að reyna að vekja hana áður en hún færi út í vatnið? Það gætum við næstum hugsað, en um það fékkst aldrei vissa. Oft hef ég hugsað um það að líklega gætum við kom- izt í meiri snertingu við skepnurnar og skilið þær betur, ef við legðum okkur meira fram til þess. Þeir, sem kynntust hestum fyrr á tímum, þekktu líka lífskjör þeirra. Þau voru misjöfn eins og kjör mannanna. En hinar miklu og góðu framkvæmdir, svo sem vegirnir, bílarnir og margs konar farartæki, hafa bætt afkomu hestsins eins og mannsins. Nú þekkist ekki að við, konurnar, þurfum að blása eld í blautan svörð og brasa í öskuhlóðum. Og núorðið þekkja hestarnir ekki hinar vondu vegleysur, póst- og fjallaferðir, erfiðu ækin og þungu klvfjarnar, sem betur fer. ÍSLENZKI HESTURINN 96 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.