Heima er bezt - 01.03.1970, Blaðsíða 32

Heima er bezt - 01.03.1970, Blaðsíða 32
i ngibjö rg Sigu röardóI f ir 4. HLUTI Sóley er að störfum í eldhúsinu og býr kvöldkaffið á stóra hitakönnu, og senn hlýtur skipstjórinn að koma fram í kvöldkaffið, en nú er hann hér einn til að drekka það á réttum tíma. En meðan Sóley framreiðir kaffið, hlustar hún stöðugt á ömurlegan veðurgnvinn úti fyrir, og hún er nú orðin vonlítil um, að Asgerður komi til hennar í slíkum veðurofsa, svo síðla kvölds, enda gæti slíkt ferðalag verið hættulegt fyrir Ásgerði, hugsar Sól- ey, og það vildi hún sízt af öllu, að vinstúlka hennar skvldi lenda í einhverjum vandræðum hennar vegna. — Og Sóley reynir því að sætta sig við vonbrigðin. En skyndilega heyrir hún, að útidyrnar eru opnaðar, og síðan gengið léttilega inn ganginn. Sóley hraðar sér ósjálfrátt fram að eldhússdyrunum og opnar þær, en um leið og hún h'tur fram fyrir, hrópar hún gleðiundr- andi upp yfir sig: — Ásgerður, ertu komin! — Já, loksins, Sóley mín, svarar Ásgerður glaðlega og heilsar henni með systurlegum kossi. En Sóley vefur handleggjunum urn hálsinn á vinstúlku sinni og býður hana hjartanlega velkomna. Síðan leiðir hún Ásgerði inn í eldhúsið og vísar henni til sætis við langborðið. Ásgerður réttir nú Sóleyju stóran fataböggul og seg- ir þýðum rómi: — Ég vona að þú getir notað þetta, Sóley mín, gerðu svo vel! — Elvort ég get notað fötin frá þér! Þau eru svo fín og falleg, að ég tími naumast að fara í þau, svarar Sóley barnslega glöð og þakkar Ásgerði innilega fyrir þessa fatagjöf, en þær eru nú orðnar nokkuð margar, allar gjafirnar frá henni Ásgerði, og Sóleyju ómetan- legar. Ásgerður tekur sér nú sæti, en segir um leið: — Ég má víst ekki tefja lengi hjá þér að þessu sinni, Sóley mín. Það er orðið svo áliðið kvöldsins, og veðrið svo rosalegt. — Ég var nú bara orðið vonlídl um að þú kæmir í þessum veðurofsa. Áttirðu ekki erfitt með að komast hingað? Ásgerður brosir: — Það tókst nú einhvern veginn. — En nú þori ég ekki að sleppa þér einni heim aftur. — Góða Sóley mín, það er alveg óhætt. — Jæja, við sjáum nú hvað setur, en þú drekkur hjá mér kaffi, það er tilbúið á könnunni. Og Sóley fer að leggja á borð fyrir þrjá. Ásgerði þykir ágætt að hressa sig á kaffisopa, áður en hún leggur af stað á nýjan leik, og þakkar vinstúlku sinni fyrir boðið, sem hún ætlar að þiggja. En Ásgerði er þegar ljóst, að Sóley ætlar þremur að drekka við borðið, og þar sem hún hvorki sér né heyrir nein merki þess, að fleiri en þær tvær séu í verbúðinni, spyr hún blátt áfram: — Ertu ekki ein heima, Sóley mín? — Nei, Tryggvi skipstjóri er hér líka, en hinir allir fóru út að skemmta sér, svarar Sóley og brosir glaðlega. Ásgerður finnur hve blóðið þýtur fram í kinnarnar við þessar fréttir og heit gleðibylgja fer um hana alla, en þess hefir hún aldrei orðið vör áður. Elvað gengur eiginlega að henni. Tryggvi hefir nú lokið við bréfið til móður sinnar og leggur það í umslag, en í póstinn getur hann ekki komið því fyrr en á mánudagsmorgun. — Þótt Tryggvi hafi eingöngu haft hugann við bréfaskriftirnar að und- anförnu, hefir gestkoman í eldhúsinu ekki farið fram hjá honum, og honum er vel ljóst, hver komin er: — Þær eru þá svona miklar og góðar kunningjastúlkur, Sóley og Ásgerður, hugsar Tryggvi. Og kaupmanns- dóttirin leggur það á sig að fara út í þetta óveður, sem nú geisar, til þess að færa Sóleyju gjafir. Framkoma hennar lýsir því hugarfari, sem hann dáir. Þetta gleður hann svo heitt og innilega, að hann skilur ekki hvað veldur, en svona er það samt. Tryggvi hefir nú gengið frá skriffærunum og lítur á úrið sitt. Hann sér að kominn er kaffitími kvöldsins, og stundvís vill hann vera. Hann greiðir í flýti yfir hárið og gengur síðan fram í eldhúsið, býður gott 108 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.