Heima er bezt - 01.03.1970, Blaðsíða 23

Heima er bezt - 01.03.1970, Blaðsíða 23
SCOTLAND YARD — Já, ég veit að ég ætti að óska þess að honum yrði refsað — og þó — hin hræðilegu réttarhöld — kaldur fangaklefinn — og að síðuistu aftakan. — Ég er hrædd um að ég sé alltaf á máli hinna seku. Auðvitað finnst yður það hræðileg skoðun. — Mér finnst hún bera betra vitni um gott hjarta en heila, svaraði hann brosandi. — Brezk réttvísi er köld og miskunnarlaus. Þegar ég heyri talað um menn sem berjast fyrir því að réttvísinni sé fullnægt, eins og það er orðað, þá kemur mér ætíð í hug að þeir geri það annaðhvort af fordild eða í launa- skyni. Hann h'ló: — Það er gott að allir hafa ekki sama hugs- unarhátt og þér. — Þegar ég var barn, var mér kennt að hefndin væri Drottins en ekki mannanna, og ég hefi þá trú að það sé hiarðari refsing að láta afbrotamanninn ganga með sam- vizkubit sitt, heldur en að hegna honum. —1 Þér segið þetta af því að þér hafið aldrei þekkt neinn verulegan glæpamann, svaraði hann, slíkir menn hafa enga samvizku. — Ég trúi því ekki. Ég ei- viss um að ég mundi alltaf frekar skjóta skjólshúsi yfir afbrotamann, heldur en að framselja hann. — Það væru svik við réttvísina, svaraði hann, en ég dáist að mildi yðar. — En eruð þér henni ekki saimþykkur? — Það verður hver og einn að sigla eftir sínu leiðar- ljósi, svaraði hann, alvarlegar en hann hafði ætlað. Hún rétti honum hönd sína: — Ef yður er sama, ætla ég að kveðja yður nú. Bíllinn er ferðbúinn handa yður og ég vona að Við sjáumst aftur undir gleðilegri ástæðum, sagði hún og brosti raunalega. Hiann stóð í sömu sporum unz hún var horfin sýnum. — Hvflíkur asni get ég verið að ræða svona málefni við hana eins og á stendur, sagði hann við sjálfan sig. — Jæja, nú atf stað til Lundúna. Þú hefir engan tíma til að vera viðkvæmur karl rninn. 4. kafli Framhaldssaga eftir J. W. BROWN 7. HLUTI segi ég yður aðeins hið bráðnauðsynlegasta. Ég á yfir höfði mér, einn iaf slóttugustu þorpurum, sem þessi kynslóð hefir alið. Líf mitt er í bráðri hættu, sé ekki þegar vonlaust um það. — Ég hefi engan tíma til skýringar. Farið nákvæmlega eftir þessum fyrirmælum mínum: Finnið son minn, sem hvarf fyrir nokkrum ár- um. Seinaist fréttist til hans í Monte Video. Segið honum að leita í staðnum, þar sem ég faldi erfða- skrá mína í viðurvist hans, því þar muni hann finna öll nauðsynleg sönnunargögn til þess að mikill glæpamaður hljóti réttláta refsingu. — Ég get ekki skýrt þetta ýtarlegar. Ég skrifa yður, því ég veit að þér hafið staðið vel í stöðu yðar og eruð samvizkusamur. — Boyce er auli og Sylvester Collins með skoðanakerfi sín er gagnslaus í þessu máli. Leitið ekki hans ráða. — Verði ég dauður, þegar þetta berst yður í hendur, þá farið eftir fyrirmælum mínum. Ef ekkert skeður, treysti ég drengskap yðar til þess að eyðileggja þetta bréf. Ég mun þá kalla yður á fund minn. Ég er mjög þreyttur. — Yðar einl. James Watson. BRÉFIÐ SEM VANTAÐI Sinclair sat við skrifborð sitt með hnyklaðar augnabrúnir. Á borðinu fyrir framan hann lá bréf. Hann las það yfiir í þriðja sinn og bölvaði í hljóði. Síðan tók hann urnslag bréfsins og athugaði það vandlega. — Þetta var morgun- inn eftir morðdaginn. Bréfið vtar svohljóðandi: 89 Leveson Square, London W. Kæri herra Sinolair. — Meðan ég er að skrifa þessar línur, efast ég alvarlega um að bréf þetta berist yður nokkurntíma í hendur. Þess vegna Sinclair sat lengi hugsandi yfir þessu bréfi. Það rótaði upp allskonar getgátum. — Hann var hreinskilinn mað'ur. Hvers vegna gat Sir James ekki skrifað blátt áfram og nefnt nafn þorparans til þess að fyrirbyggja fre'kari hættu? Hvað átti þessi launung að þýða? Hvað hafði Skeð í hinni skuggalegu lesstofu síðari hluta gærdagsins? — Fjandinn hafi allair þessar getgátur. Bara þetta hefði verið almennilegt morð með nógum blóðsúthelhngum og gnægð atf grunsemdum eins og í leynilögreglusögum. Nei, hann ætlaði ekki að segja Collins frá þessu. Hann hafði hvort sem er eitthvað bak við eyrað. Hér var þó eitt atriði orðið ljóst: Þetta var bréfið, sem Sir James hafði skrifað Heima er bezt 99

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.