Heima er bezt - 01.03.1970, Blaðsíða 34

Heima er bezt - 01.03.1970, Blaðsíða 34
SíAasti |)áltui verálaunagetraunarinnar Heildarverámæti vinninga samtals um kr. 50.000.00 Já, nú fer þaS að verða spennandi! Hér sjáið þið síðustu þrautina í getrauninni, og þegar hún hefur verið leyst, skrif- ið þið svörin við öllum spurningunum í réttri röð á blað, og sendið það síðan til „Heima er bezt“, pósthólf 558, Akureyri, Eins og skýrt hefur verið frá, eru verðlaunin þessi: 1. verðlaun (frjálst val) annað hvort 1 KENWOOD upp- þvottavél eða 1 KENWOOD strauvél og 1 KENWOOD hræri- vél með eftirfarandi aukatækjum: Hakkavél, grænmetis- og ávaxtakvörn, kartöfluafhýðara, dósahníf og safapressu. 2. og 3. verðlaun: Bækur eftir eigin vali úr Bókaskrá HEB, fyrir allt að kr. 1000,00. 4,— 25. verðlaun: Hin fagra og fróðlega ferðabók MEXÍKÓ, eftir Barböru og Magnús A. Arnason. 26.—50. verðlaun: MAÐURINN FRA MOSKVU. Spenn- andi endurminningar hins heimsfræga brezka njósnara Gre- ville Wynne. 51.-75. verðlaun: ELSKAÐU NÁUNGANN. Sprenghlægi- leg skáldsaga eftir danska rithöfundinn Willy Breinholst. 76.-101. verðlaun: í FÓTSPOR MEISTARANS eftir H. V. Morton. Ein vinsælasta og skemmtilegasta ferðasaga, sem rit- uð hefur verið um Landið helga. Þrautin er sem fyrr í því fólgin að segja til um heiti stjörnu- merkisins, sem hér birtist. Við skulum hjálpa ykkur svolítið, með því að segja ykkur hvað öll fimm merkin heita og birt- um nöfnin í stafrófsröð, en þið eigið að sjálfsögðu að skrifa þau niður í réttri númeraröð, eins og þau hafa birzt í blað- inu. í stafrófsröð eru þá merkin þessi: HEIMA ER BEZT Pústhólf 558, Akureyri. Stjörnumerkin birtust í eftirfarandi röð: 1. 2. 3. 4. 3. Nafn FJÓSAKONURNAR (Orion). KARLSVAGNINN (hluti af stóra birninum, Ursa Major). LJÓNIÐ (Leo). SVANURINN (Cygnus). TVÍBURARNIR (Gemini). Og þá er allur galdurinn að segja til um í hvaða röð þessi stjörnumerki hafa verið birt í getrauninni. Þegar þið eruð búin að leysa þrautina, skrifið þið lausn- ina í reitinn hér á síðunni og sendið síðan ráðninguna í um- slagi merktu „Verðlaunagetraun“ til „Heima er bezt“, póst- hólf 558, Akureyri. Þeir, sem vilja síður klippa svarreitinn úr blaðinu geta alveg eins skrifað svörin á skrifpappírsblað í staðinn, ásamt nafni og heimilisfangi. Ráðningar þurfa að hafa borizt blaðinu fyrir 1. maí 1970, og rétt til þátttöku hafa þeir einir, sem eru áskrifendur að „Heima er bezt“. Verði margir með rétt svör, verður dregið um nöfn þeirra, sem hljóta skulu verðlaun. 0. Heimili

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.