Heima er bezt - 01.03.1970, Blaðsíða 33
kvöld og sezt í sitt vana-sæti við langborðið, en það
er andspænis Asgerði.
— Gott kvöld, svarar Ásgerður og lítur um leið á
unga skipstjórann, og þau brosa hvort við öðru, áþekkt
og glöð, hálffeimin börn, en aðeins eitt andartak, því
Sóley hellir nú ilmandi kaffi í bolla þeirra og býður
þeim að gera svo vel, og þau snúa sér þegar að kaffinu,
en Sóley sezt síðan við hliðina á Ásgerði og drekkur
þeim til samlætis.
í fyrstu ríkir þögn yfir borðum, undur ljúf og þægi-
leg þögn, og kaffið er heitt og hressandi, og þau njóta
öll líðandi stundar. En skyndilega bylur ofsalegt haglél
á eldhússglugganum, svo að við brothljóði liggur, og
um leið herðir storminn að mun. Sóley lítur á Ásgerði
með skelfingarsvip og segir ákveðin:
— Þú ferð ekki ein út í þetta voðalega veður, Ásgerð-
ur míri, það kemur ekki til.
— Élið birtir bráðum, og þá hleyp ég heim, svarar
Ásgerður og brosir.
— Nei, ég sleppi þér ekki einni, segir Sóley áköf og
snýr sér um leið að Tryggva skipstjóra.
— Viltu gera svo vel, Tryggvi, að fylgja henni Ás-
gerði heim fyrir mig? spyr hún alvarlega og horfir
bænaraugum á skipstjórann. — Mér fyndist það vera
mér að kenna, ef eitthvað kæmi fyrir hana á heimleið-
inni.
— Það er meira en velkomið, að ég fylgi Ásgerði
heim, vilji hún þiggja samfylgd mína, svarar Tryggvi
ofur blátt áfram og lítur til Ásgerðar, en hún horfir
niður fyrir sig, og höndin, sem setur frá sér tóman
kaffibollann, er óstyrk, og það fer ekki fram hjá
Tryggva.
— Ég þakka þér fyrir, Tryggvi, segir Sóley glöðum
rómi, og leggur arminn um leið um herðar vinstúlku
sinnar. — Þá er ég örugg um þig, Ásgerður mín, bætir
hún við og þrýstir henni að sér.
— En þetta er óþarfa fyrirhöfn, svarar Ásgerður lágt
og næstum feimnislega, en hjarta hennar neitar að hreyfa
frekari mótbárum, og málið er útrætt. Þau hafa nú lok-
ið kaffidrykkjunni, og Ásgerður segir:
— Mér dugar ekki að tefja lengur, það er orðið svo
áliðið kvöldsins, ég verð að fara heim.
— Ég er tilbúinn að fylgja þér, hvenær sem þú óskar
þess, svarar Tryggvi og rís upp frá borðum.
— Ég þakka þér fyrir, segir Ásgerður hlýlega og
stendur einnig upp. — Þá er bezt að fara strax.
Og á meðan Tryggvi snarast í hlífðarfötin, þakkar
Ásgerður Sóleyju fyrir kaffið og kveður hana, og aldrei
hefir vinátta þeirra verið innilegri en nú.
Uti hefir aðeins dregið úr élinu, en þó bylur haglið
enn á eldhússglugganum, og stormurinn er enn sá sami
og áður. En þau tvö, sem ganga saman fram úr verbúð-
inni, kvíða hvorki stormi né éljum í samfylgd hvort
með öðru, þótt kynni þeirra séu ekki löng. Og síðan
lokast útidyrnar að baki þeim. Sóley óttast nú ekki
framar um vinstúlku sína, þótt hvasst blási, fyrst svona
vel tókst til með fylgdarmanninn, því hún hefir mikið
álit á Tryggva skipstjóra. Hún tekur þegar til starfa að
nýju glöð og örugg og syngur við starf sitt fallega
ljóðið hans Þorsteins Erlingssonar: „Lífið hún sá í ljóma
þeim.... “
Tryggvi og Ásgerður nema aðeins staðar fyrir utan
verbúðardyrnar og litast um, áður en þau leggja út í
veðrið. Svart náttmyrkrið og hríðarbylurinn hylja alla
útsýn, og götuljósin í Stóravogi eru löngu slokknuð
sökum óveðursins. En skipstjórinn treystir sér vel til
að rata upp að kaupmannshúsinu þótt dimmt sé. Hann
lætur Ásgerði vera í hléi við sig, en veðrið er á hlið
við þau, og síðan tekur hann hönd hennar og þau leið-
ast af stað. En eftir fáein skref hrasar Ásgerður um eitt-
hvað í myrkrinu og er nærri dottin, en Tryggvi grípur
þegar utan um hana og ver hana falli, og til þess að
þetta endurtaki sig ekki, sleppir hann ekki armtaki sínu
af henni, heldur þrýstir henni fast upp að sér og næstum
ber hana áfram. Honum hefir verið trúað fyrir henni,
að fylgja henni heim, og hann ætlar að reynast þeim
vanda vaxinn, hvað sem á dynur.
Blóðið streymir ört í æðum Tryggva, hann hefir
sjaldan ferðazt við erfiðari aðstæður, en þrátt fyrir það
aldrei farið ljúfara ferðalag en þetta, og hann finnur
að það verður honum ógleymanlegt. Og í skjóli skip-
stjórans nýtur Ásgerður þess öryggis, sem hún hefir
aldrei áður fundið, og jafnvel veðurgnýrinn verður að
þýðum ómi í eyrum hennar nú, en fylgdarsveinninn að
ímynd þeirrar hetju, sem hún áður hefir aðeins þekkt
í fögrum ævintýrum, og nú gengur hún hvert spor
studd sterkum armi hans í sælli leiðslu.
Þau hafa ekki reynt að ræðast við, því stormurinn
hvín svo hátt umhverfis þau, en því fleira fer um huga
þeirra á þessu ferðalagi, og bæði óska þess í hjartans
leynum, að vegalengdin til kaupmannshússins væri orðin
helmingi lengri, þrátt fyrir allar hamfarirnar sem á
dynja. En fyrr en varir eru þau komin á leiðarenda og
nema staðar við útidyrnar á kaupmannshúsinu. Enn
logar þar ljós í eldhússglugganum og lýsir upp gang-
stéttina fyrir utan, en annars staðar sést ekki ljós í
húsinu.
Tryggvi sleppir nú armtakinu af Ásgerði og segir
um leið:
— Jæja, þá er samleið okkar á enda, Ásgerður, en ég
ætla að sjá til þín inn í húsið, áður en ég sný til baka.
Hún dregur af sér hanzkann og réttir honum hönd-
ina:
— Ég þakka þér hjartanlega fyrir fvlgdina, Tryggvi,
Framhald á bls. 111
Heima er bezt 109