Heima er bezt - 01.03.1970, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.03.1970, Blaðsíða 18
og fékk þau aldrei nógsamlega lofuð. En hann var frændrækinn, og hélt sambandi við skyldulið sitt eins og kostur var á. Erfiðar samgöngur torvelduðu sam- fundi, og engin farartæki um að velja. Elesturinn var eini farkosturinn milli fjarlægra staða. Þrátt fyrir langt og erfitt ferðalag, þar sem fara varð yfir mestu fall- vötn landsins á ferju, fór séra Brynjólfur til Reykja- víkur, venjulega tvisvar á ári. Aðra ferðina í langdegi vorsins en hina á haustnóttum. Svo er það í nóvember árið 1879, að séra Brynjólfur tók sér ferð á hendur og hélt til Reykjavíkur. Meðan hann dvaldi þar, bjó hann að venju á æskuheimili sínu, hjá föður og systkinum. A þessum tímum höfðu húsmæður í kaupstöðum vinnukonur til aðstoðar við heimilisstörfin, og því fleiri sem heimilin voru stærri og rismeiri. Þótti það heppni mikil og þá ekki síður frami fyrir stúlku utan af lands- byggðinni, að komast vinnukona í hús í kaupstað. Læra þar eitthvað í matargerð og kynnast dönskum siðurn, er þá voru hér allsráðandi við sjávarsíðuna. Kom þessi vinnumennska í stað kvennaskóla nútímans, og er því ekki að neita, að námfúsar stúlkur, sem voru hjá góðum húsmæðrum, fengu oft þá þekkingu í ýmsum greinum sem þær bjuggu að alla æfi. A þessum vetri var vinnukona á heimili Jóns háyfir- dómara, glæsileg bóndadóttir austan úr Flóa, sem engum var minnkun að líta hýru auga. Ekki er vitað hverja athygli gesturinn á heimilinu veitti stúlkunni ungu. En gæfan kemur á mismunandi hátt til mannanna, oftast að óvörum. Er þá mikils vert hverjar viðtökur hún hlýtur. LTm miðnæturskeið, þegar séra Brynjólfur svaf vært í rúmi sínu, kom gæfan til hans í líki fagurrar stúlku. Hún barði ekki að dyrum, en gekk hljóðlaust um í húmi næturinnar og smaug undir sængina hjá sveitaprestinum unga. Hamingjudísirnar brostu. Framhald. „Það hillir í vonanna veldiu. Framhald af bls. 84. ----------------------------- vatni í sjóðandi og gjósandi hverum. Er nú í undirbún- ingi að leggja hitaveitu frá þessum hverum til Húsavíkur og láta alla bæi Reykjahrepps, sem ekki hafa hverahita, fá eftir vild og þörfum heitt vatn frá veitunni. Garð- ræktarfélagið leggur til aðalvatnsmagnið, — leigir eða selur vatnsréttinn. — Hinsvegar mun það halda eftir nægilegu jarðhitavatni til eigin þarfa. Rætt er um að koma upp heykögglaverksmiðju og fóðurbirgðastöð í Reykjahreppi. Leitun mun vera á íslandi að sveit, sem „hillir í von- anna veldi“ jafn hagsældarlega og þessa litlu sveit nú. Atli Baldvinsson er gifturíkur maður m. a. af því, að örlögin settu hann þarna niður. En sjálfur hefir hann verið góður gæfusmiður fyrir sig, — fyrir félagið, sem hann veitir forstöðu og fyrir sveit sína. Hann hefir sem forustumaður í sveitinni átt ómetanlegan þátt í að stýra málefnum hennar í það farsældarhorf, sem þau eru komin, — gera hillingar vona föður síns og samaldra hans að virkileika. r lslandsferð Framhald af bls. 88. --------------------------- þess afla bændurnir heyja í hlíðargeirum, mýrum og flóum, sem eru í nánd við bæina. Ljáblöðin eru mjög stutt, enda væri ómögulegt að nota langa ljái vegna þýf- isins. Þegar veður leyfir vinna menn að slætti og hey- þurrk allan sólarhringinn. Jafnskjótt og heyið er þurrt, er það bundið með reipum eða ólum í bagga og flutt heim á hestum og látið í torfhýsi, sem það er geymt í við hliðina á peningshúsunum. Heybandslest er mjög skrýtin sjón. Hestunum er hnýtt í tagl þess sem á undan fer, og þessi smávöxnu dýr hverfa svo undir klyfjum sínum, að nær ekkert sést af þeim nema fæturnir og tevmingarnir, sem hnýtt er í töglin. Lestin líkist mest tilsýndar hóp af heyböggum, sem skríða sjálfkrafa í átt til húsanna. Þegar fé er geymt í húsum fjarri bæjum er heyhlaða við hvert hús, því að ómögulegt er að flytja þangað hey að heiman í vetrarsnjóum og hríðum. Framhald. Hvar eru vökumennirnir? Framhald af bls. 90. --------------------------- af ríkisfé, en það er víst óhætt að treysta því, að rímna- skáld og bragfræðingur má draga fram lífið á útigangi — eins og Grímur sagði um Daða fróða. Ekki þarf að efa, hvorn kostinn Einar Benediktsson mundi hafa valið. Ofurlítið hefði ég viljað víkja hér að ritgerð Guð- rnundar Finnbogasonar um „Töfra bragarháttanna“, sem prentuð var í Skírni 1938. En hún er mér ekki til- tæk og á rninni gamals manns er ekki að treysta. Lesar- inn mætti gjarna athuga hana, ef hann á þess kost. Ætlað hafði ég líka að minnast Rímnatals Finns Sigmunds- sonar (Rvk. 1966), sem er með öllu ómetanleg handbók hverjum þeim, er leggur sig nokkuð eftir bókmenntum okkar, og er auk þess bóka skemmtilegust. En hér verð- ur að láta staðar numið. Já, vökumennina sem standa eiga vörð um bók- menntaarf þjóðarinnar, hvar er þá að finna? Portchester á Englandi 1910. Snæbjörn Jónsson. 94 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.