Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1973, Qupperneq 2

Heima er bezt - 01.11.1973, Qupperneq 2
Glíman við Elli Fæstum mönnum er gefin hreysti Asa-Þórs forðum, er hann glímdi við Elli kerlingu, að hún komi þeim ekki nema á annað knéð, en þó er glíma margra löng og oft hörð, frá því þeir eru að lögum og landsvenjum dæmd- ir úr leik á vettvangi starfsins uns yfir lýkur. Segja mætti, að þann tíma sé kerlingunni varist á öðru hnénu. Og þeim sem þá glímu heyja fjölgar stöðugt, bæði raunverulega og í hlutfalli við fjölda þjóðarinnar, svo er fyrir að þakka læknavísindum og bættum þjóðfélags- háttum. En um leið skapast síaukið vandamál um stöðu hinna gömlu í þjóðfélaginu. Vér hljótum að velta því máli fyrir oss og leita svars við, hvað þjóðfélagið geti gert, til að létta þessum sívaxandi hópi gímuna. Þetta er síður en svo vandamál þeirra einna, heldur þjóðfé- lagsins alls, og flestum eru þau sömu örlög búin að þurfa fyrr eða síðar að þreyta það fang. En þótt ég vantreysti ekki þjóðfélaginu sem heild, er það trúa mín, byggð á nokkurri reynslu, að það verði hin aldraða sveit sjálf, sem hljóti að treysta á sig sjálfa um fram- kvæmd þeirra úrbóta, sem nauðsynin krefur. Samkvæmt landslögum hljóta opinberir starfsmenn að láta af störfum sjötugir, allur þorri stofnana og fyrir- tækja fylgir því fordæmi án tillits til starfsorku eða hæfni mannsins. Eins er það á hinum frjálsa vinnu- markaði, að þar sé þeim gömlu ýtt til hliðar, ef annað vinnuafl er að fá. Gegn þessu er í sjálfu sér ekkert að segja. Það er ekki rétt að láta menn sitja í störfum fram í háa elli og meina um leið yngri mönnum að komast áfram, ef til vill ekki fyrr en þeir eru komnir á aftur- faraár. En um leið skapast fyrrnefnt vandamál, hvað eigi að gera við allt þetta fólk, sem svift er starfi í einu vetfangi, og eins hljótum vér að spyrja, hvort þjóðfél- agið hafi efni á að kasta starfsorku þeirri, sem það á enn eftir, svo og reynslu langrar æfi og starfs, fyrir róða. Síðari spurningunni getum vér þegar svarað neit- andi, en þá er vandinn, hvað á að gera, hvernig má þjóð- félagið nýta orku þess og reynslu og gera glímuna við elh léttari og lífið seinustu árin ánægjulegra? Sumum kann ef til vill þykja kuldalega til orða tek- ið að nýta orku öldunganna líkt og vér tölum um að virkja vatnsfall og sjáum ofsjónum yfir þeirri orku, sem fer til ónýtis í hinu rennandi vatni, en fjarri fer því að hér sé af lítilsvirðingu mælt eða kulda. Heilbrigðum mönnum, ungum og gömlum, er bæði óeðlilegt og ógeðfellt að sitja með hendur í skauti, sé nokkurs annars kostur. Þar kemur ekki aðeins til greina þörfin, sem oftast er fyrir hendi að afla sér lífsviður- væris, þrátt fyrir ellilífeyri, heldur einnig sú athafnaþrá, sem manninum er í blóð borin. Og ekki síst verður mörgum öldruðum manni það þungbært að hætta starfi, sem þeir hafa unnið ef til vill um áratugi eftir því sem lcraftar leyfðu. Þar kemur ekki aðeins til tómið, sem skapast umhverfis þá þegar vinnunni lýkur, og að- gerðarleysi tekur við, heldur einnig tilfinningin að vera lagður til hliðar eins og ónýtt skran, sem fleygt er í ruslakistuna. Þessi viðbrigði hafa lagt margan mann í gröfina fyrir aldur fram, og hér er þörf skjótra úrbóta. Margt hefir að vísu verið gert til hagsbóta öldruðu fólki, sem hverfur frá störfum. Það nýtur elli- og eftir- launa, sem það að vísu hefir keypt sér rétt til á langri starfsæfi, en raunar hefir ríkisvaldið ekki unnað því að halda þessum skyldusparnaði óskertum, en skattleggur hann til hins síðasta penings, en sú skattheimta er eitt mesta ranglætið í þjóðfélagi voru. En það skal ekki rætt hér. Elliheimili hafa verið reist, og sum bæjarfélög hafa greitt fyrir heimilisaðstoð til gamals fólks. Þetta er allt gott og blessað, svo langt sem það nær. En ekki er samt séð fyrir þeim vanda að afla þeim við- fangsefna, sem geta og vilja starfa áfram. Það vanda- mál hygg ég megi leysa á tvennan hátt. Annars vegar þarf að koma upp vinnustofum fyrir aldraða í líkum stíl og SÍBS og Félag fatlaðra hafa gert. Vera má að einhverja vinnuþjálfun og kennslu til nýrra starfa yrði að hafa í því sambandi. Einnig þyrfti að greiða fyrir, að menn gætu fengið verkefni að vinna í heimahúsum, ef þeir kysu það heldur eða gætu ekki hagnýtt sér vinnustofurnar. Margvísleg létt útivinna á sumrum mundi einnig henta sumum best. En þá eru hinir, sem unnið hafa skrifstofustörf, afgreiðslu, kennslu eða önn- ur einhæf innistörf. Margir þeirra gætu ekki hagnýtt sér vinnustofur, eða útivinnu. Fyrir þá þarf að skipu- leggja, að þeir geti haldið áfram líkum störfum, helst við sömu stofnun og æfistarf þeirra hefir verið unnið í. Vinnutíminn ætti að vera stuttur, en hann gæti samt nægt til þess, að öldungurinn fyndi, að hann væri enn til nokkurs nýtur, og stofnunin nyti góðs af kunnug- leika hans og reynslu. Kennurum mætti t. d. fela að að- stoða nemendur, sem þyrftu hjálp við námsgreinarnar í skólanum, margur skrifstofumaðurinn gæti unnið að reikningshaldi og skýrslugerð, svo að eitthvað sé nefnt, utan hins beina daglega starfs, en þó í nánu samhengi við það. Mér blandast ekki hugur um, að bæði einstakl- ingarnir, sem nytu þessa og stofnanirnar hefðu ávinn- 378 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.