Heima er bezt - 01.11.1973, Qupperneq 20
HINRIK A. ÞORÐARSON:
SÍÐASTI PRÆLLINN
FRAMHALD
Fúsi leyfir að láta jarða sig.
Að vorlagi laust eftir 1880, dvaldi Fúsi í Útverkum á
sinni venjulegu gönguferð. Um þessar mundir var þrí-
býli á bænum, og margt stálpaðra bama. Nú vildi það
til, að unglamb frá einhverjum bóndanum, fannst dautt
í haganum. Var það borið heim og tekið af því skinnið,
því að í þá daga voru lambskinn verslunarvara. Skrokk-
inn áttu hundarnir að fá. En til þess þurfti að sjóða
hann. Eitthvað mun hafa verið hleypt uppá honum, og
síðan færður uppí trog sem stóð við hlóðirnar.
Fúsi renndi ákaflega hýru auga til trogsins, og fór
að tala utanað því við krakkana, hvað ætti að gera við
ketið. Þau sögðu það kvöldskatt hundanna. Fúsi taldi
slíkan gæða-mat allt of góðan í hundakjaft, og spurði
hvort hann mætti ekki smakka svolítið á. Þarna voru
fimm eða sex strákar, komnir undir fermingu, og sáu
þeir sér leik á borði að grípa tækifæri til skemmtunar.
Sóttu þeir um leyfi til að ráðstafa lambsskrokknum, og
var það auðsótt.
Hófust þá samningar milh Fúsa og strákanna. Vildu
þeir ólmir fá að jarða hann, og skyldi lambsskrokkurinn
látinn fyrir. Fúsi vissi vel að þetta var gaman eitt, en
ekki alvara. Var þó ákaflega, eða þóttist vera, tregur
til að láta jarða sig sem von var. Hinsvegar freistaði
ketið, þó lítið væri og illa soðið, svo á hann fóru að
renna tvær grímur. Hafði hann orð á, að ekki kæmi til
mála að taka gröfina í bleytu. Sáu strákarnir þá að
nokkuð færðist í áttina, og lofuðu öllu fögru. Sandflag
var í hólbarði norðan við túnið. Þar buðust þeir til að
husla Fúsa. Þá setti hann það skilyrði að grunnt skyldi
grafið, sem ekki var nema sanngjarnt.
Átti þá jarðarförin að geta hafist, án frekari vafninga.
En það var nú ekki aldeilis alveg. Fúsi heimtaði að fá
greiðsluna áður en athöfnin hæfist, og var það afar
skynsamlegt frá hans sjónarmiði. Því hvað hafði husl-
aður maður að gera við mat, nema þá ef hann ætlaði að
ganga aftur. En það kom Fúsa ekki til hugar. Strákarnir
voru tregir að borga fyrir fram. Grunuðu Fúsa um
græsku, en hann reyndist ófáanlegur til allra tilslakana,
og heldur en að missa af útförinni, gáfu strákarnir eftir
og Fúsi settist að veislukostinum. Hvarf hann á skömm-
um tíma, enda litlu að ljúka. Hófst þá athöfnin.
Krakkarnir breiddu brekán á jörðina. Þar á lagðist
Fúsi endilangur, og stóðu bífurnar útaf öðrumegin, en
haus hinsvegar. Þá tóku strákarnir í horn og jaðra brek-
ánsins og lyftu upp byrðinni. Krakkaskarinn stóð í
kring og skemmti sér konungilega. Seig svo líkfylgdin
á stað. Fúsi reyndist þungur, svo gumpurinn drógst við
jörðu annað kastið. Þegar komið var spölkorn frá bæn-
um, hófu krakkarnir upp raustina og fóru að syngja há-
stöfum, og báðu Fúsa að taka undir. Hann hafði legið
rólegur í brekáninu, eins og sauður sem leiddur er til
slátrunar. En þegar upphófst söngurinn, leist honum
ekki meira en svo á blikuna. Hugði að skeð gæti að
einhver alvara væri á ferðum, sem betra væri að sleppa
frá í tíma. Tók hann að brjótast um. Hægt í fyrstu, en
herti á bröltinu eftir því sem áleið gönguna. Með því að
maðurinn var klaufskur í hreifingum, gekk honum illa
að komast útúr brekáninu, enda stóðu strákarnir þétt
um og vörnuðu eftir mætti, og aðrir krakkar útífrá og
lokuðu hringnum. Samt slapp Fúsi eftir nokkurt þóf.
Setti fætur undir sig og hljóp allt hvað aftók heim til
bæjar. Þar með var þeirri jarðarför lokið.
Þegar Fúsi sagði síðar frá þessu æfintýri, kvartaði
hann mest yfir því hvað illt hefði verið að komast útúr
brekáninu. Var hann þá að því spurður, hvers vegna
hann hefði ekki rist það sundur, því þá hefði ekki orðið
eins áberandi hvað níðángurs-lega hann sveik strákana
um jarðarförina. — Bæði var, sagði Fúsi og kvað fast að
orðunum, — að ég hafði ekki hníf, og svo hugsaðist
mér það ekki.
Fúsi ríður á fjall.
Afréttir Sunnlendinga eru víðáttumiklar, og tekur ferð-
in við smölun þeirra fast að hálfum mánuði, þar sem
lengst er. Smalað er ríðandi, og undantekning ef hesti
verður ekki við komið. Sennilega er það þess vegna, að
á Suðurlandi er smölun afrétta ekki nefnd göngur, eins
og víða í öðrum héruðum, heldur fjallferðir og smal-
arnir f jallmenn, en stjórnendur fjallkóngar. Þó er kóngs-
nafnið ekki séreign Sunnlendinga, sem sjá má á þessari
borgfirsku stöku.
Fjallkóngur í fimmtán ár
flaugst ég á við seggi.
Myndugur og mektar-hár,
mölvaði réttar-veggi.
396 Heima er bezt