Heima er bezt - 01.11.1973, Side 32

Heima er bezt - 01.11.1973, Side 32
Allt er sem fyrr — en fegra, eitthvað hlýrra mér finnst sem loftið væri’ ei svona bjart: og það ég fældist orðið eins og hýrra, og urð og hraun og skuggar minna svart. Og brekin mín og bresti lífsins fyrra mín bernskuminning dæmir nú ei hart. Það jafnað er með sælu, synd og harmi, og sama hjartað slær mér enn í barmi. Sjá vini mína: steina, stróka, rinda! Þeir steinþegjandi tala enn sem fyrr. Og hnúkarnir, er sumarþoku synda — sofandi tröll við ljóssins helgu dyr: Allt heilsar nú og munarljóðin mynda, þau minnin eins og fjöllin standa kyr; og þegar síðast svefn í blund mér ruggar, þið sofnið með mér, kæru barndómsskuggar! NÚ SÉ ÉG AFTUR - (Þýðing Magnúsar Ásgeirssonar) Nú sé ég aftur söniu fjöll og dali og sá ég fyrr um bernsku minnar skeið. Um ennið heita leikur sami svali og sama gullið skín á jökulbreið. Mér er sem við mig bernskuhreimar hjali, verð hugsi við, en úti á þekju um leið. Það mál er seiði minninganna blandað. Að mér það streymir, svo ég vart fæ andað. Já, lífið að mér streymir, sem það streymdi, er stráin græn ég undir snjónum sá. Mig dreymir, eins og ávallt fyrr mig dreymdi, er úti í bláma leit ég fjöllin há — fæ dagsins þrasi gleymt, sem því ég gleymdi, er geislablik um kveld ég fékk að sjá. Ég veit mig einhver verður til að hýsa ef vill mér sólin heim í náttstað lýsa. Sem fyrr er allt, en meira af birtu og mildi, svo mér finnst jafnvel tærri dagsins blær, svo það, er ég til synda og sorga fylgdi, við sjálfan skuggann á sig bjarma fær, svo það, er beit og skar í hríð og hildi, við harða fjallið sjálft að mýkjast nær. Hið liðna vaknar sátt, frá sök og harmi — hið sama, en eldra hjarta slær í barmi. Og við hvem stein er staðfest gömul kynning: svo stóð hann kyrr við bernskuhlaup mín öll. Hver af þeim hafði í hetjustríði vinning? ég hnjúkana aftur spyr, mín gömlu tröll. Allt vekur minning, andar endurminning, uns út er slokknuð sól í bleikri mjöll. Og eitt sinn er mér í hinstu hvíld mun rugga sá hópur vinakynna og fornra skugga. VedRondane.H (a. o. vt*j*) Edv. Orieg t. No ser eg a* - ter rii - ke Qell og da-lar. som dei cg i min fyr-ste ung-dom sig, og sa-me vind denhei-te pan-na sva-Iar; og gul -let ligg pi sne,som fer det f yTfrp |p-|r cegsgf bi lág. Det er eit bar-nemál som til meg ta-lar J p 18' (? lf’ *J>: og gjcr meg tan-ke-full, men en-da fjág. Med i' p ungdomsminne er den ta-la blan-da; det Ji 1 J.......-j--8 streymer pi meg, so eg knapt kan an-aa. En úr því ég er orðinn svona menningarlegur í mér (um stundarsakir!), þá langar mig að biðja ykkur að skreppa með mér yfir landamærin frá Noregi til Svíþjóðar. Svíar hafa mikið gert af því að yrkja góð og skemmti- leg ljóð, og iViagnús Ásgeirsson þýtt mörg þeirra. Við skulum syngja Söng Fríðu, eins og hann nefnir þýðingu sína á sænska Ijóðinu Den första gang jag sdg ciig, eftir skáldið Birger Sjöberg (1885—1929), en Sjöberg er kunnur af Fríðu-ljóðum sínum — eða Fríðu-söngvum, — og hann samdi lögin sjálfur. Þrjár Fríðu-ljóðabækur komu út eftir Sjöberg. Nú væri gott að vera svo vel að sér í tækninni, að um leið og þið flettuð upp á þessum síðum, þá hljómaði lagið kliðmjúkt í eyrum ykkar. En nokkur bót ætti að vera, að ég birti nóturnar, ætlaðar til söngs án undirleiks. Annars munu mörg ykkar hafa heyrt þetta fallega lag, m. a. minnir mig, að sænski söngvarinn víðkunni, Jussi Björling, hafi gert sitt til að útbreiða það. SÖNGUR FRÍÐU í fyrsta sinn ég sá þig um sumarfagran dag, er sólin skein um morgunbjartan geim, og blómin stóðu htskær um laut og hlíðardrag og lutu saman höfðum tveim og tveim. 408 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.