Heima er bezt - 01.11.1973, Blaðsíða 36
angist, hve langur tími xnundi líða, þar til hún uppljóstr-
aði viðkvæmu leyndarmáli sínu í einhverri martröðinni,
sem hafði angrað hana, frá því þessi atburður hafði átt
sér stað. Það hafði líka stundum munað mjóu, þegar hún
hafði hrokkið upp af óhugnanlegum draumum og séð
móður sína standa við svefnbeð sinn, áhyggjufulla á svip.
Á slíkum stundum hafði hún bitið í tunguna til þess að
láta ekki undan hinni brennandi hvöt, að vefja örmum
sínum um háls móður sinnar og tala, tala um allt það,
sem hún venjulega kappkostaði svo mjög að dylja. Gefa
síðan grátnum útrás við brjóst hennar. Þess í stað hafði
hún kyngt sem óðast grátkekkinum, er setið hafði kæf-
andi í hálsi hennar, og sagt eitthvað álíka og:
„Öskraði ég nú rétt einu sinni? Mér þykir afleitt að
verða til þess að vekja ykkur.“
Mamma hennar hafði strokið sefandi úfið hár hennar.
„Ja, hvort þú öskraðir," hafði hún anzað. „Það gerir
ekkert til með okkur. Verra með þig. Skelfing hlýtur þig
að dreyma illa, blessað barn.“
„Ekkert sérlega notalega,“ hafði hún muldrað án þess
að líta upp.
Oft hafði hún fremur skynjað en séð rannsakandi
augnaráð móður sinnar, eins og hún væri ekki fullkom-
lega ánægð með þessa snubbóttu skýringu, sem gat víst
náð yfir allt, sem angraði fólk í draumi. En þegar mamma
hennar hafði eitt sinn spurt hreint út:
„Hvað var þig eiginlega að dreyma, Katrín mín?“ þá
hafði hún anzað skjótlega, að vísu í líkingamáli:
„Ref.“
„Hvað segir þú, stúlka?“ hafði mamma hennar hváð.
„Ref,“ hafði hún endurtekið. „Þú veizt, þeir hafa fjórar
lappir og lævíst hjartalag.“
Mamma hennar hafði ekki getað varizt hlátri.
„En Katý mín góða! Þú ættir að vera upp úr því vaxin
að hræðast refi. Þeir eru ekki svo hættulegir, greyin.“
Hún hafði brosað syfjulega.
„Þeir eru ekkert aðlaðandi, að minnsta kosti ekki í
draumi.“
„Það getur tæpast verið, eftir því hvernig þú lætur í
svefninum. Mér stendur varla á sama.“
„Uss, hvaða vitleysa. Mér líður ágætlega, þegar ég er
vöknuð,“ hafði hún skrökvað, skrælþurr í kverkunum.
„Það er gott, væna mín. Rístu upp, svo að ég geti lagað
koddann þinn.“
Hún hafði hlýtt þegjandi, og um hana hafði seytlað hlý
öryggiskennd frá móður hennar. En þegar hún hafði aftur
verið ein, höfðu innibyrgð tár hennar streymt ofan í ný-
lagaðan koddann, þögul og sársaukafull.
Við slíkar aðstæður hafði Raggi, einn af bræðrum henn-
ar fimm, verið manna vísastur til að læðast hljóðlega inn
til hennar. Atvikin höfðu hagað því svo til, að hann einn
vissi um orsök martraða hennar og tára. Þar af leiðandi
hafði hann einnig oftazt verið fljótastur á vettvang, þegar
hana dreymdi ógnþrungna drauma. Raggi stóð þar vel að
vígi, þar sem svefnherbergi hans var við hlið hennar. Auk
þess hafði hann löngum státað af að vera svefnléttastur í
fjölskyldu þeirra. Sá eiginleiki hans hafði vissulega komið
sér vel fyrir hana í seinni tíð. Raggi hafði sömuleiðis tekið
upp hanzkann fyrir hana gegn undrandi ættingjum henn-
ar, sem alltaf höfðu litið á það sem sjálfsagðan hlut, að
hún yrði kennari við einhvem Reykjavíkurskólann að
námi sínu loknu. Samt hafði Raggi ekki verið alltof viss
um, að nýtt umhverfi yrði henni jafnmikil raunabót og
hún fullyrti sjálf.
Hún brosti lítið eitt. Með sjálfri sér var hún ekki laus
við þá hugsun, að hin snögglega ákvörðun hennar að
gerast kennari úti á landi hefði ekki komið nokkrum eins
hastarlega á óvart og einmitt henni sjálfri. Hún brosti
aftur, þegar hún minntist ummæla bræðra sinna þar að
lútandi:
„Að fara að grafa sig niður á einhvern „eyðistað" úti á
landi, þegar þú getur valið úr kennarastöðum hér í bæn-
um. Þvílíkur óvitaskapur.“
Þetta hafði verið aðalinntakið úr rökum Hólmars,
Svenna og Erlings. Palli hélt því aftur fram, að vildi
Katrín „eyðistað“, væri ekkert eðlilegra en að hún fengi
ósk sína uppfyllta. Hann hafði jafnan skírskotað til al-
menns persónufrelsis máli sínu til stuðnings. Þannig hafði
Palli reynzt henni haldbetri hlekkur en hann sjálfan grun-
aði. Hann hafði ekki fremur en aðrir skilið þessa alhliða
hugsanabyltingu, sem sumir töldu, að væri í uppsiglingu
hjá henni. Fyrst hún skipti svona skyndilega um áform,
væri ekkert trúlegra en eitthvað álíka fáránlegt gripi hug
hennar, næst þegar þessi undarlega sókn hennar út á land
væri afstaðin. Hún hafði greinilega orðið vör við slíkar
skoðanir hjá ólíkasta fólki.
En það skipti litlu máli, hvað þorri utanaðkomandi aðila
hélt. Það var áht fjölskyldu hennar, sem hún lét sig ein-
hverju skipta. Og þau höfðu mismunandi sjónarmið eins
og gengur. Hún minntist eins sunnudags sérstaklega. Þá
höfðu þau systkinin, mágkonur hennar tvær og smáfólk,
sem þeim tilheyrði, verið samankomin á heimili hennar.
Foreldrar hennar höfðu brugðið sér frá, en hin marg-
rædda ákvörðun hennar verið á dagskrá meðal þeirra,
sem í stofunni sátu.
„Svona stelpukrakki á ekkert erindi út á land,“ hafði
Hólmar elzti bróðir hennar lýst yfir með myndugleika.
Kona hans hafði gripið orð hans á lofti og sagt hlæjandi:
„Og þetta segir maðurinn, sem áleit mig nógu gamla til
að kvænast sér, þótt ég væri bara „telpukrakki" utan af
landi, eða á sama aldri og systir hans er nú.“
Viðstaddir höfðu hlegið dátt, en hlátur Hólmars var
dálítið þvingaður.
„Flott hjá þér, Líney,“ hafði Erla, kona Erlings sagt.
Hún hafði síðan litið á mág sinn og spurt stríðin, enda
þótt hún væri að jafnaði hlutlaus í þessu máh:
„Hvað er þetta, Hólmar minn? Þú ert vonandi ekki í
vandræðum með að svara.“
Svenni hafði frelsað bróður sinn frá því að anza. Hann
hafði gert áhrifaríkan smell með fingrum sínum, og allir
vissu, að það þýddi að nú hefði Svenna flogið eitthvað
nýtt í hug. Það hafði heldur ekki brugðizt að þessu sinni,
því að Svenni hafði varpað fram glænýrri hugmynd:
„Nú dettur mér í hug feimni vinurinn, sem alltaf kom
412 Heima er bezt