Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1973, Qupperneq 5

Heima er bezt - 01.11.1973, Qupperneq 5
Foreldrar Krjstjáns Jónssonar: Jón Sigurðsson smiðakennari á Hólum i Hjaltadal og kona hans Nielsina Kristjánsdóttir. margir gamlir Hólamenn Jón smíðakennara eins og hann var jafnan kallaður. Jón og Níelsína voru traustar persónur og hlutu almenningshylli, ekki voru þau alltaf búsett að Hólum þó Jón starfaði þar mest, að Hofi í Hjaltadal höfðu þau aðsetur um skeið og 4 ár var búið að Unastöðum í Kolbeinsdal, en þar eð Jón var mikið að heirnan kom búsýsla mikið á konuna og Kristján litla þegar hann fékk orku til. 1922, eða þegar Kristján var 17 ára gamall, flutti fjölskyldan að Stóragerði í Hofshreppi, — þar með hefst í raun og veru lífsstarf Kristjáns, og síðan hefir hann alið aldur sinn í Hofshreppi. Hann stundaði nám við Bændaskólann á Hólum 1923 og 1929—1930 dvaldi hann í Noregi og Danmörku við landbúnaðarstörf og verk- legt nám, hafði hann hug á þeim tíma að fara í fram- haldsnám, en ástæður heima munu hafa breytt því áformi. Arið 1932 kvæntist Kristján Ingibjörgu Jónsdóttur frá Marbæli í Óslandshlíð, hinni vænstu og mikilhæfustu konu. Hún var fædd 1. apríl 1907, dóttir Jón Erlends- sonar bónda þar og konu hans Önnu Rögnvaldsdóttur frá Óslandi. Kristján og Ingibjörg bjuggu í Stóragerði í 13 ár eða þar til að þau kaupa höfuðbólið Ósland 1946 af erfingj- um Sigurðar búnaðarmálastjóra. Búskapur þeirra hjóna var traustur og þar hefir alltaf verið talið góðbú. Ekki hefir Kristján sloppið við áföll í lífi sínu. Um tveggja ára bil var hann sjúklingur í Stóragerði. Þóra systir hans sem var glæsileg og góð kona andaðist 1937 þá nýlega gift, og 1955 verður hann fyrir því áfalli að missa konu sína aðeins 48 ára gamla. Vitanlega breyttist hans aðstaða mikið við þetta. Um skeið var búrekstur á Óslandi rekinn með aðstoð barna þeirra hjóna, og þá sérstaklega elstu dótturinnar Mar- grétar, en 1959 byrjar við búskap á Óslandi með Kristjáni tengdasonur hans Jón Guðmundsson núver- andi oddviti Hofshrepps. Félagsbú hefir nú verið á Ós- landi og Undhóli sem Jón keypti, nú er þó Kristján að draga saman og minnka sinn búskap og önnur um- svif. Það ætti ekki að vera erfiðleikum bundið að gera mannlýsingu á Kristjáni, fyrir þann sem verið hefir samstarfsmaður og vinur um tugi ára. Maðurinn er meðalmaður á hæð, frekar þéttvaxinn skegglaus, skol- hærður, móeygur. Hann er þéttur á velli og þéttur í lund eins og sagt er, hverjum manni hugljúfur, vin- fastur og ráðhollur, frekar hæggerður en drjúgur til starfa. Kristján er að öllu eðli fyrst og fremst ræktunar- maður sem gleðst yfir að breyta gráum melum og holt- um í gænan völl, og hefir næmt auga fyrir framförum í búfjárrækt. Hann trúir á framtíð íslensks landbún- aðar og þær framfarir sem orðið hafa síðustu áratugina, enda þekkir hann af eigin reynslu hvað það er að vinna við landbúnaðarstörf án þeirrar tækni sem nú er al- gengust. Barinn Ósland í Skagafirði 1913. Heima er bezt 381

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.