Heima er bezt - 01.11.1973, Side 10
hver áhrif það hafi á umhverfið utan þess. Að vísu
þekkjum vér nokkuð til þess hver áhrif skógar, kjarr og
votlendi hafa á vatnsmiðlun umhverfisins, ljóst er og
hver áhrif skógar hafa á mildun loftslags, og hve þeir
skýla gróðri í nágrenni sínu. Miklu minna er kunnugt
um samfélög lífveranna og gildi þeirra í umhverfinu. í
ýmsum löndum hafa margvíslegar rannsóknir verið
gerðar í þessum efnum, og má þar nefna Norðurlönd-
in og ýmis lönd Vestur-Evrópu. Mætti vissulega margt
af þeim læra, og ber oss skylda til að hagnýta oss
reynslu þeirra. Sakir þess hversu þekking vor nær enn
skammt er hætta á, að vér ráðumst í ýmsar framkvæmd-
ir áður en vér gerum oss grein fyrir til hvers þær geta
leitt, og eins, að andstæðingar slíkra framkvæmda berj-
ist gegn þeim með því að balda fram ýmiskonar hættu,
sem ekki er létt að mótmæla, þegar ekki er nægur þekk-
ingargrundvöllur fyrir hendi. En eitt er 'víst, að á land-
svæðum, þar sem mörg samfélög dýra og plantna eru,
þá er þar tiltekið jafnvægi, sem þó er viðkvæmt gegn
röskun, einkum í hinni fáskrúðugu náttúru vorri. í því
sambandi mætti benda á, að þurrkun mýrasvæða getur
haft ótrúlega mikla röskun í för með sér út fyrir hið
þurrkaða svæði.
2. Útivistarsvæði.
Sífellt er leitað meira og meira eftir útivistarsvæðum
eftir því sem þéttbýli eykst. Hér sem annars staðar
sækja menn einkum til ósnortinna landsvæða, og hefir
einkum verið mikil sókn í skóglendi af þeim sökum. í
raun réttri geta fjöldamörg lífsvæði þjónað þessu hlut-
verki önnur en skógurinn, t. d. hraun, grónar hlíðar,
sjávarstrendur o. fl. Eitt meginatriði er þar, að svæðin
séu nægilega stór og fjölbreytt. En til þess að halda
þeim svæðum óspilltum þarf margs að gæta frá sjónar-
miði náttúruverndar, og m. a. gæti verið full nauðsyn
á að setja þar reglur um ítölu gesta líkt og búfjár í haga.
3. Skólar og rannsóknir.
Skólarnir kref jast meiri og meiri kunnáttu í náttúru-
fræðum, en jafnframt því er horfið frá hinu einhæfa
bóklega námi í þeim fræðum, og í stað bókanna og
rykfallinna náttúrugripa af skólasöfnum kemur nú skoð-
un náttúrunnar sjálfrar, lífsvæðanna, eins og þau eru
hverju sinni. Til þess svo að vísindamennirnir geti aflað
sér þeirrar þekkingar, sem nauðsynleg er, þurfa þeir að
geta fylgst með lífsvæðunum árum eða áratugum sam-
an. í þessu sambandi mætti minna á mómýrar sem æski-
legt viðfangsefni til náttúruskoðunar, bæði fyrir nem-
endur í skólum og fræðimenn. Þar má rekja sögu gróð-
ursins allt frá því ísa tók að leysa að lokinni ísöld til
vorra daga, með því að greina frjó og tímasetja gróð-
urstigin í sambandi við öskulög. En á yfirborðinu er
nútímagróður mýrarinnar æskilegt viðfangsefni, og þá
um leið athugun á því hver áhrif mótekjan hefir haft,
og hvernig ný gróðurlendi skapast í mógröfunum, og
sennilega einnig nýtt dýrasamfélag. Þannig gefur líf-
svæði mýrarinnar margvísleg forvitnileg verkefni nem-
endum og fræðimönnum. En hún er ekkert einsdæmi
líkt má segja um öll lífsvæði landsins. Þannig eru líf-
svæði skóglendanna ekki síður forvitnileg rannsóknar-
efni.
4. Alfriðun lífsvæða og tegunda.
Sá þáttur náttúruverndar, sem víðtækastur má kall-
ast er alfriðun, og þegar um er að ræða alfriðun stórra
svæða er hættast við að árekstrar geti orðið. Hinsvegar
verður ekki hjá alfriðun sneitt á ýmsum stöðum. Með
vaxandi þéttbýli og auknum hverskonar athöfnum eykst
hættan á að tilteknum lífsvæðum verði eytt að mestu
eða öllu. Þannig getur að því rekið að taka verði til al-
friðunar svæði í hverju héraði að heita má, svo að þau
geti staðið ósnert til skoðunar í framtíðinni. Einnig er
sífelld hætta yfirvofandi að sjaldgæfum tegundum verði
útrýmt, við breytingar eða eyðingar lífsvæða. Hér er
ekki unnt að rekja þetta á breiðum grundvelli, en fara
vildi ég nokkrum orðum um mýrlendi landsins, en oft
er á það drepið í undanfarandi.
Mýrlendi mun vera það gróðurlendi, sem minnst
hætta er á að eyðist af völdum náttúrunnar. Þó er það
staðreynd, að mýrar geta eyðst af áfoki og uppblæstri,
enda þótt maðurinn komi þar ekki nærri. A það einkum
við um hálendismýrar, eins og mörg merki sjást til. Að
óathuguðu máli mundi fæstum til hugar koma, að mýr-
lendi landsins væru í þeirri hættu stödd, að þörf væri
friðunaraðgerða, þegar litið er á hversu víðáttumikil
þau eru. En þegar vér lítum á hinar stórfelldu fram-
ræslu- og þurrkunarframkvæmdir síðustu áratuga, verð-
ur annað uppi á teningnum. í sumum byggðarlögum
má kalla, að hver mýrarblettur sé þurrkaður, sumum
breytt í tún, en annars staðar liggur landið enn órækt-
að, en þurrkskurðirnir gína opnir við vegfarandanum,
og ef farið er um svæðið, sést að mýrasamfélagið er úr
sögunni, með því sem þar heyrir til. Því að ekki má
gleyma dýralífi mýranna, þótt vér festum helst augu á
mýrafuglunum, sem naumast halda sig í öðrum lífsvæð-
um landsins. Svo mjög hefir mýrlendið sett svip á land-
ið, að heil héröð hafa hlotið nafn af því, svo sem Mýrar
og FIói. Ég hef ekki farið um Flóann svo heitið geti
nú nýlega, en mig grunar fastlega, að flóasvæðin þar
séu ekki orðin ýkjamörg eða víðlend. Eða hvað líður
jaðrakaninum þar. Er hann ekki orðinn sjaldséður fugl
nú?, en fátt gaf fuglalífi Flóans meiri svip en hann fyrir
nokkrum áratugum.
Vér eigum í höggi við rányrkju og landeyðingu, og
blandast engum hugur um, að gera þarf stórátök til
landvemdar, svo að þeim vágestum sé bægt frá oss. En
vér þurfum eigi síður að framkvæma stórfellda hluti,
til þess að framfleyta þjóðinni á komandi árum og öld-
um. Vér þurfum að rækta tún og bithaga, koma upp
nýskógum um Ieið og hinir eldri eru verndaðir, leggja
vegi, virkja vatnsföll og byggja borgir og bæi. Ekkert
af þessu verður stöðvað svo lengi sem vér viljum lifa í
landinu sem menningarþjóð. En allar þessar fram-
Framhald á bls. 417
386 Heima er bezt