Heima er bezt - 01.11.1973, Side 8
STEINDOR STEINDORSSON FRA HLOÐUM:
Lífsvœði, gildi og verndun þeirra
Flutt í útvarpi í júní 1973
Lífsvæði kallast það, þegar samorkandi þættir
náttúrunnar, svo sem loftslag, landslag, berg-
grunnur, jarðvegur og þær lífverur, sem una
þar, skapa tiltekið samfélag lifandi vera og af-
komumöguleika þess. Milli lífvera þeirra, er heyra til
hverju samfélagi, skapast jafnvægisástand oft býsna
margbrotið, og um leið jafnvægi milli samfélaganna
innan lífsvæðisins. Hvert samfélag er liður í lokaðri
hringrás efnanna á lífssvæðinu. Grænu plönturnar
mynda lífræn efnasambönd af næringu þeirri, er þær
taka til sín úr lofti og jörðu ásamt vatni. Þessi lífrænu
efni eru etin og umbreytt af grasbítum, og öðrum þeim
dýrum, sem á plöntufæðu nærast, en þau verða síðan
dýraætunum að bráð og ekki síst manninum sjálfum.
Smáverur jarðvegsins vinna á lífrænum efnasambönd-
um dauðra dýra og plantna og láta þau hverfa aftur til
moldarinnar, þar sem þau verða plöntufæða á ný. Mörg
utanaðkomandi öfl orka á lífsvæðin, loftslag, berg-
grunnurinn, dýr og plöntur, að ógleymdum mannin-
um, sem oft verður örlagaríkastur í þessum efnum. Ná-
grannalífsvæði eru tengd og háð hvert öðru, og koma
þar til greina sífelld umskipti lofts og vatns, og efna-
flutningur milli staða af ýmsum mismunandi orsökum.
Þetta stutta yfirlit gefur nokkra hugmynd um þá hring-
rás og tengsli, sem hvarvetna eiga sér stað.
Innan hvers lífssvæðis skapast margháttuð skipti og
samkeppni milli tegunda og einstaklinga. Grænu plönt-
urnar heyja harða baráttu um vaxtarrými, ljós, næringu
og vatn, og aðeins hinar sterkustu tegundir og einstakl-
ingar bera sigur úr býtum. Þetta gerist jafnt milli þeirra
tegunda, sem heyra samfélaginu til og einstaklinga
hverrar tegundar. En í allri þessari samkeppni skap-
ast þó jafnvægi, ef náttúran er í friði um langan tíma.
En ef t. d. einhver sterk tegund ryður sér til rúms, eða
önnur deyr út er jafnvæginu raskað. En slíkt gerist ekki
hvað síst vegna athafna mannsins, enda þótt breytingar
í náttúrunni sjálfri, svo sem loftslagsbreyting, hafi þar
tíðum úrslitaþýðingu. En allt um það verður aftur að
því stefnt, að nýtt jafnvægi skapist. Sem dæmi um
lífsvæði má nefna skóga, votlendi, sjávarfitjar og f jörur,
mela og móa.
Hverju þessu lífsvæði, sem hér eru einkennd sem
gróðurlendi, heyra til ótalmörg smærri lífhverfi, gróð-
urs og dýra. í votlendinu skapast þau t. d. af mismun-
andi stöðu vatns í jarðvegi eða hreyfingu jarðvatns-
ins, efnasamsetningu og sýrustigi jarðvegs, svo að eitt-
hvað sé nefnt. Síðast en ekki síst eru svo áhrif manns-
ins. Hvert slíkt hverfi er samansett af sérstökum teg-
undum. Sama tegundin lifir sjaldnast með líkum þroska,
nema á fáum og skyldum lífsvæðum. Til samanburðar
við hin náttúrlegu lífsvæði, skulum vér taka ræktaða
skrúðgarða. Þar sjáum vér hinar ólíkustu tegundir úr
mjög misjöfnum lífsvæðum vaxa hlið við hlið og dafna
vel. En þar annast garðyrkjumaðurinn um að samkeppni
milli einstaklinga sé útilokuð, og hyglar þeim, sem á
einhvern hátt dragast aftur úr. En fæstar þeirra stand-
ast samkeppni, þegar þær koma í náttúrlegt umhverfi,
eins og vér sjáum daglega á því, hversu fátítt er, að
skrúðgarðategundir vaxi utan garðs eða nái að dreifast
þar. Því fjölbreyttari sem lífskilyrðin eru í hverju landi,
því fleiri verða samfélögin og um Ieið tegundirnar.
Nefna má í því sambandi skógasvæði Evrópu. Þar eru
hin f jölbreyttustu gróðurhverfi, sem eiga rætur að rekja
til mismunandi loftslags, breytilegs berggrunns og
landslags. Frá ómunatíð, að byggð hófst á þessum svæð-
um hefir maðurinn rutt skógana, og við athafnir hans
hafa orðið til auð svæði innan þeirra, þar sem ljóskærar
plöntru: hafa unað lífi sínu, þótt ekki fengju þær vaxið
í skugga trjánna. Ef til vill finnast þar tegundir, sem
lifðu á sléttum Evrópu áður en skógurinn lagði landið
undir sig.
Eftir því sem aldirnar liðu hafa orðið til fjöldi líf-
svæða vegna áhrifa byggðarinnar og breyttra búskapar-
hátta og þjóðfélagsþróunar. Lífsvæði þessi koma og
hverfa með breyttum háttum, en heyra öll til landsvæðis
byggðarinnar á hverjum tíma. Fyrr á öldum voru
breytingar þessar hægfara, jafnvel sáust þeirra lítil
merki öldum saman, en á síðustu mannsöldrum hefir
þetta gjörbreyst, sakir aukinnar tækni og hraða á fram-
kvæmdum og breytingum byggðarhátta. Meðan breyt-
ingar þessar fóru hægt skapaðist jafnvægi innan hinna
nýju lífsvæða. Nú er ekki lengur um slíkt að ræða. Hér
mætti taka dæmi af túnunum okkar. Sennilega hefir
gróður þeirra verið með sama hætti allt frá því birki-
384 Heima er bezt