Heima er bezt - 01.11.1973, Page 30
Af því Sígauninn er á sífelldu
flakki, er vagninn honum af-
ar mikilvægur, hann er heim-
ili hans á hjólum. Myndin
sýnir Sígauna-fjölskyldu með
haglega gerðan og skrautleg-
an vagn sinn um miðja 19.
öld.
fór líka af Sígaunum, að þeir rændu
börnum. Sennilega hefur sá orðróm-
ur ekki verið á rökum reistur, og
fremur verið sprottinn af þeirri and-
úð, sem víða ríkti og ríkir enn í garð
þessa kynlega þjóðflokks.
En þrátt fyrir andúðina, hefur fá-
um dulist, að Sígaunaþjóðin býr yfir-
ir ýmsum hæfileikum. Tónlistargáfa
þeirra er víðkunn, og fiðluleikur (og
þar með rómantíkin) sett í samband
við þá. Sígauninn spilar ekki svo
mikið eftir nótum, heldur fyrst og
fremst eftir eyranu og tekur þá oft
útúrdúra í spilverkinu af mikilli inn-
lifun (improviserar). Líka er þekkt,
að þeir vita talsvert meira um hesta
en aðrir menn, og hafa fengið það
orð á sig að vera slyngir hrossa-
prangarar og framúrskarandi hrossa-
læknar. Þá hafa þeir kunnað vel til
verka í ýmsum handíðum, kunnu vel
með tin að fara, voru frægir potta-
makarar, pönnu- og pottaviðgerðar-
menn, þegar hlutir þessir voru mest-
megnis úr tini; sömuleiðis stórslyngir
hnífabrýnslumenn og ásókn í þess
háttar verk, hvar sem þá bar að garði.
Sú þjóðsaga gengur í Júgóslavíu,
að naglarnir, sem notaðir voru við
krossfestingu Krists, hafi verið sér-
staklega hertir af kunnáttusömum Sí-
gaunum. Sama saga segir, að Sígaun-
arnir hafi stolið nöglunum, þegar
líkami Krists var tekinn niður af
krossinum, svo leyndarmálið um
hersluna vitnaðist ekki. Þessari sögu,
og öðrum svipuðum, er ætlað að ýta
undir þá trú, að af þessum sökum
séu Sígaunar fordæmd þjóð, sem
dæmd hafi verið til að flækjast eirð-
arlausir milli staða til hins efsta dags.
Einnig á sagan að sýna fram á, hversu
slyngir hnuplarar þeir eru.
En sannur Sígauni lítur ekki á sig
sem fordæmdan, þvert á móti lítur
hann á sig sem sjálfstæðan, mikils-
háttar mann. Hins vegar veit hann
vel af því, að það orð hefur legið á
honum sjálfum, að hann búi yfir
þeim krafti að geta sjálfur lagt for-
dæmingu á annað fólk, sem hann
telur, að hafi gert sér eitthvað til
miska. Þessa trú hefur hann oft not-
fært sér til framdráttar. Ef til vill á
framandi tunga Sígaunanna, sér-
kennilegt útlit og dularfullur hegð-
unarmáti, sinn þátt í því að ýta undir
þessa trú, einkum hjá hjátrúarfullum.
Einkum var því trúað, að Sígauna-
konur byggju yfir slíkum krafti.
Þá hefur og það orð löngum
legið á Sígaunakonum, að þær búi
yfir þeim hæfileika að geta skyggnst
inn í framtíðina, — sagt fyrir um
það óorðna, t. d. með lófalestri; krist-
alskúlur, dularfull spil og önnur álíka
hjálpargögn, hafa gert sitt til að auka
þessa trú, og þá gefið þeim orðrómi
vængi, að Sígauninn sé í makki við
þann vonda, jafnvel að þeir séu
mannætur og steli börnum til slíkra
nota. En eins og ég sagði fyrr, segja
lögregluskýrslur, að sjaldan verði
þeir sekir um alvarlega glæpi. Karl-
arnir láta þó oft hendur skipta inn-
byrðis, vegna örs lundarfars, og þeir
eiga það til að stela hænum á bónda-
býlum, garðávöxtum, taka skógardýr
ófrjálsri hendi og fisk úr vötnum. —
Fyrir þetta eru þeir aldrei vel séðir
á þeim slóðum, sem þeir gista um
stundarsakir.
Sígauninn er alltaf á flakki, og því
406 Heima er bezt