Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1973, Qupperneq 14

Heima er bezt - 01.11.1973, Qupperneq 14
gætuin við alls ekki flutt þeim, er veittu okkur af vin- semd og reisn, bæði gisting og góða fyrirgreiðslu, á þessari löngu leið. Þetta vildi ég aðeins segja þér, áður en við kveðumst.“ Við þessi orð varð engin breyting sýnileg á frúnni. Þó virtist hún taka vel eftir þeim. Hún stóð jafn keik, hélt höndum saman yfir mittið, sem þó var erfitt að greina og horfði einbeitt og óbifanleg á Munda bróður. Þó virtist mér meiri roði færast fram í kinnarnar. En hún segir ekki orð. Allt í einu gengur hún ákveðið fram að dyrunum, svo vel mátti ná til hennar, horfir á okkur til skiftis og segir svo. Og mér fannst röddin titra ofur- lítið. „Af heilum hug vildi ég óska þess, að svo reynist sem þið segir. Gjörið svo vel og gangið í bæinn.“ Og enn fannst mér röddin skipandi. „Þakka þér kærlega fyrir. Ég vissi strax og ég sá þig, að þú ættir bæði heitt hjarta og höfðingslund,“ mælti Mundi bróðir. Hún virtist ætla að segja eitthvað, því varirnar hreyfðust, en — hún hætti við það. Ég sá ekki betur en kinnar hennar, og raunar allt andlitið, yrði dökkrautt. Þá víkur hún sér til hliðar, frá dyrunum og segir hressi- lega og í nýrri tóntegund: „Þið segist koma frá Silfra- stöðum og hafið líklega hvergi stanzað á leiðinni?“ „Nei. Okkur fannst ekki taka því. Við höfum farið hægt, enda búnir að vera lengi. En segðu okkur eitt. Hvað heitir þessi bær?“ „Hann heitir Varmavatnshólar. En nú veit ég, að ykkur er mál á einhverri hressingu.“ Höfðingslundin hafði nú tekið við allri stjórn. í baðstofunni, sem var býsna rúmgóð, var allt í röð og reglu. Þar voru þrjú rúm. Á einu þeirra, gegnt dyr- unum, þegar inn var gengið, sat stúlka, með reifabarn í fanginu og lét vel að því. Hún brosti þegar við heils- uðum henni, en ég heyrði varla hvað hún sagði. Hún var á að gizka tvítug, barnsleg og blíð. Við fyrstu sýn fannst mér hún verða að gegna sama hlutverki á heimil- inu, og háseti, sem yrði að hlýða skipstjóra sínum skil- yrðislaust. Það, sem ég heyrði og sá um kvöldið, sann- færði mig um að svona væri það líka. En gamla konan bætti alltaf við sig, eftir því, sem hún sagði fleira og ég veitti henni betri eftirtekt. Eftir litla stund hafði hún borið fyrir okkur brennheitt kaffi. Svo fór hún að ham- ast við að búa út matinn. Samt spurði hún að ýmsu og fór jafnvel að tala um stjórnmál. Og þar sem annars- staðar virtist mér hún hafa ákveðnar og óhagganlegar skoðanir. Skömmu eftir að við höfðum drukkið kaffið, kom inn hvatlegur maður, bæði þveginn og greiddur. Hann var dökkur á brún og brá, djarflegur og virtist laus við minnimáttarkennd, fremur laglegur, og bar glöggan svip gömlu konunnar, bæði í andlitsfalli og allri fram- komu. Mér fannst eins og að birti yfir svip stúlkunnar, sem sat á rúminu, þegar hann kom inn á gólfið, enda leit hann til hennar um leið. Hann heilsaði okkur alúð- lega og reyndum við að endurgjalda það. Svo sezt hann á stól milli okkar og rúmsins er stúlkan sat á. Og án þess að hafa nokkurn formála lét hann undrun sína í ljósi yfir þessu ferðalagi okkar, svona snemma vors, meðan flestar ár gætu verið hættulegar, ýmist undir ís eða að ryðja sig. Það leyndi sér ekki, að gamla konan, móðir hans, hafði sagt honum það, sem hún vissi um þessa landshornamenn. En á tali hans var ekki hægt að merkja, að hann hefði á nokkurn hátt beyg af komu okkar. Meðan við borðuðum kjarnamat, kjöt, brauð, reykt- an magál, skyrhræru, slátur, súrsuð svið o. fl., sat hús- móðirin lengst af inni, hlustaði á og lagði sjálf orð í belg, án þess að hika nokkuð eða hafa í frammi vanga- veltur, fremur en í bæjardyrunum. Lífið hafði áreiðan- lega kennt henni, að annað hvort var að standa fast í báða fætur, og beita harðneskju, eða eiga á hættu að detta og þá var eins víst, að ekki yrði upp risið. Það var líkt á komið með mig og stúlkuna með barn- ið. Ég þurfti varla að segja orð, og hún þó enn færri. En vel virtist hún fylgjast með því, sem sagt var, því oft brosti hún. Ef til vill átti það sá, er næstur henni sat. Þó fannst mér að þessi nýbreytni, að hafa svona óvenju orðhvata og snaggaralega flækinga, innan veggja, verkaði á hana á svipaðan hátt og væri hún komin í leikhús, þar sem fáklæddar meyjar og syngjandi sveinar væru að sýna stökkræl. Framhald í næsta blaði. BRÉFASKIPTI Jöhanna Birna Sighjörnsdáttir, Tjarnarbraut 3, Egilsstöðum, S.- Múl., óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 12—14 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Gisli Ágústsson, Steinstúni, Árneshreppi, Strandasýslu, óskar eftir að skrifast á við stelpu á aldrinum 14—16 ára. Helga Sigurðardóttir, Sleytustöðum, Skagafirði, óskar eftir að skrif- ast á við stráka á aldrinum 16—18 ára. Mynd óskast með fyrsta bréfi. Gunnhildur Björnsdóttir, Hólum, Hjaltadal, Skagafirði, óskar eftir bréfaskriftum við stráka á aldrinum 16—18 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Björn Traustason, Laugarbakka, Miðfirði, V.-Hún., óskar eftir bréfaskiptum við stúlku á aldrinum 10—12 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Bryndis Egilsson, Tjarnarbraut 11, Egilsstöðum, S.-Múl., óskar eftr bréfaskiptum við pilta á aldrinum 12—14 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Guðmunda Mariasdóttir, Felli, Árneshreppi, Strandasýslu, óskar eftir að skrifast á við strák á aldrinum 18—20 ára. Lára Þorbjörg Vilbergsdóttir, Laufskógum 5, Egilsstöðum, S.-Múl., óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 10—11 ára. Margrét K. Sigbjörnsdóttir, Tjamarbraut 3, Egilsstöðum, S.-Múl., óskar eftir bréfaskiptum við stelpur á aldrinum 10—12 ára. 390 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.