Heima er bezt - 01.11.1973, Síða 22

Heima er bezt - 01.11.1973, Síða 22
ófeitis vesöld aftur. Hugði hann snjallast að bíða ekki þar til máttur þyrri, en halda til átthaganna strax og náttaði. Um kvöldið þegar lúnir menn lögðust til náða, bað Fúsi vinnufélaga sína þess að mega sofa utastur í tjaldi. Því skeð gæti að hann þyrfti að ganga þarfinda sinna um nóttina, og gerði þá síður ónæði ef hann lægi við tjalddyr. Var það auðsótt mál, og lögðust menn niður og sofnuðu brátt. Þreyttir af erfiði dagsins. Tjalddyrn- ar stóðu opnar, því hlýtt var í veðri og dalalæða lagðist yfir heiðina þegar náttaði. Fúsi lá með höfuðið á poka sínum og hafði á sér andvara. Þegar allir voru sofnaðir í tjaldinu, reis hann upp og smaug út. Brá hann poka sínum á öxlina, setti fætur undir sig og hljóp allt hvað hann mátti útí þok- una, á burtu frá tjöldunum. Þá var ekki komin brú á Ölfusá, en ferja í Laugardælum. Hafði Fúsi áhyggjur af því, að líklega kæmist hann ekki yfir ána fyrri en að morgni, þegar fólk kæmi á fætur. Ur þessu rættist þó betur en á horfðist, því þegar hann kom að ferju- staðnum, flaut þar bátur í lendingu, með tveim mönn- um sem ætluðu að fara að sundleggja hest, sem ekki vildi ganga útí ána og þeir höfðu strítt við um stund. Þóttust þeir himin höndum tekið, þegar Fúsi kom að ferjunni og báðu hann að hjálpa sér. Hesturinn var kargur, en Fúsi hratt honum í ána. Komst Fúsi svo uppí bátinn, en blotnaði nokkuð að neðan, en um það var ekki að fást, þar sem svo mikið lá við að komast yfir. Ferjumaður sagði í spaugi við Fúsa, að ferjutollur félli niður þegar menn blotnuðu í fæturna, og gæti hann því ekki krafið hann neins. Þóttu Fúsa þetta góð tíð- indi, (sem hann minntist æ síðan) þakkaði hann inni- lega fyrir sig, drap titlinga og stikaði austur Flóa. Kom hann að Skeiðháholti um fótaferð. Hafði þá farið 50— 60 km leið, á 5—6 klst. Tafist við ferju og borið pjönk- ur sínar, sem naumast hafa verið miklar. Hreppstjóri var þá og lengi síðan, Jón Jónsson bóndi Skeiðháholti. Ekkert atyrti hann Fúsa fyrir strokið, en brosti í kampinn, og sendi til séra Stefáns á Ólafsvöll- um, til að segja honum tíðindin. Jón var á margan hátt fjölhæfur gáfumaður. En tal- inn blendinn, beggja handa járn og ekki allur þar sem hann var séður. En víst er um það, að hann vildi bet- ur þeim sem minna máttu sín, en algengt var hjá ráða- mönnum á þeim tíma. Og hreppstjórinn brosti. Var það nokkuð til að gleðj- ast yfir, að þrællinn skyldi hlaupa frá sumarvinnunni, heim í sína framfærslu-sveit? Ekki var nóg með það, að hreppurinn missti af verkkaupinu, heldur þurfti líka að undirhalda þennan mathák æfilangt, og útlit fyrir að þar tæki ekkert úr. Nei, þetta gat eklci verið broslegt á nokkurn hátt. Þar hlaut annað að koma til. Vafalaust hefur séra Stefán átt upptökin að því að senda Fúsa í vegavinnu. En Jón snúist þar öndverður gegn. Þeir voru sjaldan sammála þessir karlar. Báðir yfirmáta ráðríkir og vægast sagt, engin vingan í milli. í þetta skipti hefur klerkur borið hreppstjóra ráðum, haft betur, og því varð Jóni skemmt þegar Fúsi reyndist svo vistarstuttur sem raun varð á. Og þá er ekki nema mannlegt að hælast svolítið um með sjálfum sér, og láta prest vita hvernig komið var. Fúsi hlaut góðar viðtökur í Skeiðháholti. Fékk hann á kné sér fimm marka ask með skyri, sem hann renndi úr í snatri, því hann var bæði þyrstur og svangur. Borðaði svo vel á eftir og hvíldi sig litla stund. Að því búnu lét Jón hann fara að slá úti á túni. Fúsi var lítill sláttumaður, klaufskur og beit illa, enda óvanur því verki. En ekki mun orfið hafa verið látið í höndur hans í þetta sinn að ástæðulausu. Um hádegi kom séra Stefán flengríðandi og þétt- kenndur að Skeiðháholti. Talaði hann heldur ómjúk- lega við hreppstjóra, og stikaði síðan gustmikill út á tún til Fúsa, sem stóð við óslægjuna og nagaði af þúfu með bitlausum ljá. Heyrði hann þusið í presti þar sem hann kom æðandi útá túnið. Skammaði hann Fúsa fyrir aumingjaskap og brotthlaup úr vinnunni. Sagði hann það stóran ábyrgðarhluta að fá svona afglapa orf og ljá í hendur, og ætlaði hann nú að taka það af honum. Binda hann síðan og flytja í vinnuna aftur útá Hellis- heiði. Fúsa leist illa á þessa tölu og varð bæði hræddur og reiður. Honum varð það fyrir, að bregða orfinu á loft og snúast gegn presti. Mundaði ljáinn til höggs, leit ómjúklega til prests og sagði. — Reyndu það ef þú þor- ir. Stefán hörfaði undan og fór þegjandi heim til bæjar. Tók hest sinn og reið heim við svo búið. Skömmu síðar kom Jón brosandi útá tún til Fúsa. Sagði honum mál að fara heim og leggja sig, því nú mundi öllu óhætt. Þegar Fúsi var að því spurður, hvort hann hefði virkilega ætlað að reka Ijáinn í prestinn, játaði hann því og bætti svo við. — Af því að farið var að þykkna í mér. Og svo, eftir dálitla þögn. — Verst að ég tók ekki skófluna, hún var ný. Framhald. BRÉFASKIPTI Emelia Þórðardóttir, Djúpavík, Ámeshreppi, Strandasýslu, óskar eftir að skrifast á við strák á aldrinum 18—20 ára. Soffía Sigriður Sigbjörnsdóttir, Tjarnarbraut 3, Egilsstöðum, S,- Múl., óskar eftir bréfaskiptum við stráka á aldrinum 14—16 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Fríða Eyjólfsdóttir, Krossnesi, Árneshreppi, Strandasýslu, óskar eftir að skrifast á við strák á aldrinum 16—18 ára. Ólöf Brynja Jónsdóttir, Munaðarnesi, Árneshreppi, Strandasýslu, óskar eftir að skrifast á við strák á aldrinum 16—18 ára. Höskuldur Heiðar Bjamason, Gjögri, Ámeshreppi, Strandasýslu, óskar eftir að skrifast á við stelpu á aldrinum 16—18 ára. Bergvin Scevar Guðmundsson, Munaðarnesi, Árneshreppi, Stranda- sýslu, óskar eftir að skrifast á við stelpu á aldrinum 16—18 ára. 398 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.