Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1973, Qupperneq 13

Heima er bezt - 01.11.1973, Qupperneq 13
hýst okkur. Þá var bara að taka því og ramba áfram í hægðum sínu, alla nóttina, því að veltja upp alókunnugt fólk um hánótt, mundum við ekki gera nema að eitt- hvað alvarlegt kæmi fyrir. Þegar við vorum komnir skammt norður fyrir Bakka- sel birti svo að við sáum glöggt bæ að vestanverðu í dalnum, undir bröttum skriðum og klettum. Þama mundu þessir hólar vera. Hvergi sáum við þó upp í dal- brúnirnar, en — einhversstaðar þarna úti í honum, fædd- ist Jónas Hallgrímsson, listaskáldið góða. Þar upp af bænum hans, Hrauni, áttu að vera geysi háar og hvass- ar hyrnur og bergdrangar. Gaman yrði að sjá þetta allt á morgun, því enn týrði á vonalampanum um að fá gistingu í nótt. Allt í einu skaut upp í hug mínum, að hér í Öxna- dal hefðu fallið voðaleg snjóflóð í vetur, lagt bæ í auðn og orðið manni eða mönnum að bana, minnir mig. Það var hræðilegt. Mig minnir að það væri að austanverðu í dalnum, því þar voru víst bæirnir nær þessum bröttu og geysiháu hamrahlíðum. Það væri hreint ekkert á nlóti því, að sjá hvað þessi snjóflóð höfðu komizt langt og hvaða spellvirki þau unnu á mannvirkjum. Loksins erum við komnir heim að bænum. Sei, sei. Reisulegasti bær, stærðar burst móti austri. Og — opnar bæjardyrnar. Býsna mikið rúm þarna inni og sér beint inn í göngin. Enginn hundur sjáanlegur nokkursstaðar og þá heldur ekki maður. Mundi bróðir ber þrjú þéttings högg á bæjarhurðina. Það bylur óhugnanlega hátt í henni. Samstundis gýs upp hundsgelt inni í bænum og dökkur hundur kemur í hendingskasti fram göngin, með því írafári, að strok- urnar standa úr báðum endum. Það þarf víst áreiðan- lega ekki að berja oftar. Þetta uppþot leynir sér ekki. Án efa er þessi hundur heimaríkur. Samt þorir hann ekki að nálgast bæjardyrnar. Tortrygginn, enda kom- inn til ára sinna. Bíðum við. Hann hættir að gelta, horf- ir inn í göngin og dillar skottinu. Nú heyrir hann að einhver heimamaður er að koma fram göngin. Sjálfsagt húsbóndinn. Nei, — pils! Stór kvenmaður og gildvax- inn í meira lagi. Mundi bróðir stendur nær dyrunum. Nú. Hún ætlar ekki að koma of nálægt okkur. Mundi bróðir teygir hendina inn í dyrnar og segir: „Gott kvöldið. Komdu sæl.“ „Sæll vert þú,“ er sagt fremur dimmum rómi og alveg rúnum allri kvenlegri blíðu. Ég geng að dyrunum og heilsa henni á sama hátt, en næ ekki nema rúmlega í fingurgómana á henni. Og samt teygði ég mig. Þetta er há kona, talsvert stórskorin en myndarleg, sjálfsagt sextug eða meira, holdug hvar sem á var litið, svipmikil og veðraský yfir augnabrúnum. En — undir þeim tindruðu köld, íhugandi augu, sem horfðu á Munda bróður og leyndu því ekki að brostið gæti á í blindöskubyl, ef ekki væri allrar varúðar gætt. Skyldi það vera hatturinn, hugsaði ég. „H v a ð a n komið þið? “ Mér fannst meiri skipun en spurn í röddinni. Og samt var hún ekki laus við ótta. „Við komum frá Siifrastöðum í Skagafirði í dag og erum að hugsa um að biðjast hér gistingar. En — eigin- lega komum við frá Reykjavík. Fórum þaðan síð-------- Mundi bróðir hafði ekki fyrr sagt orðið Reykjavík en frúin dæsti svo hvein í henni. Mér fannst það líkjast blásturshljóði, sem eldstyggar heiðafálur reka upp, þeg- ar þær rekast skyndilega og óvænt á hund eða tófu. Og alveg var mér það óskiljanlegt hvar það hljóð átti upptök sín. Samstundis hörfaði hún afturábak, eins og bolti, sem slengist í steinvegg, og augun leiftra eins og fallbyssuop, þegar hleypt hefur verið af fyrsta skotinu, og þar með gefið til kynna, að nú sé stríðið skollið á. Og svo komu orðin eins og risaöldur undan milljóna- tonna blágrýtisskriðu, er byltist í sjó fram. „Hvað s e g i r þú maður. Komið úr R e y k j a v í k, þar sem drepsóttin voðalega gekk í vetur. Þið eruð stór- hættulegir. Þið fáið alls ekki að koma inn í þennan bæ.“ Adér þótti alveg nóg um þessa ádrepu. Og ég hefði áreiðanlega kvatt hana án þess að teygja mig í hendina á henni í annað sinn. En Mundi bróðir var sýnilega ekki á því að gefast upp strax. Hann hallaðist upp við dvra- stafinn og horfði á hana. „Þetta er nú ekki að öllu leyti rétt, góða mín. Spánska veikin, sem geysaði í Reykjavík í október og nóvember s. 1., var alveg hræðileg. Það var satt. En nú eru margir mánuðir síðan að hún fjaraði alveg út, eftir upplýsing- um landlæknis. Á þeim tíma hef ég verið bæði í Eng- landi og Skotlandi og væri margdauður, ef ég hefði borið hana með mér og meira að segja á leiðinni hingað norður. Þú mátt því alveg eins treysta því, að við erum hættulausir, eins og hinu að sól og vor muni bræða all- an sjóinn hérna í dalnum þínum.“ Það leyndi sér ekki á augnaráði frúarinnar, að hún hafði hlaðið á ný, rummungsskot, en hún hikaði sýni- lega við að hleypa af. Bálið í augum hennar virtist heldur hjaðna. Samt var hún ekki árennileg. Það var augljóst, að hún hafði verið herforingi í áratugi, að minnsta kosti, og aldrei beðið ósigur. Nú var hún sýni- lega í nokkrum vanda. Var hún máske heldur fljót á sér? Án efa halda þessir menn til Akureyrar, úr því þeir eru komnir svona langt. Það þætti áreiðanlega saga til næsta bæjar, ef ég úthýsti þeim. — Ef til vill hefur eitthvað af þessu þotið um hug frúarinnar, þar sem hún stóð þarna í vígahug, með sverð og skjöld og skygndan hjálm. Loks mælti hún og orðunum fylgdi efi og mögn- uð tortryggni: „Þið teljið ykkur hættulausa. En — hvað munduð þið svo segja, ef t. d. hann sonur minn, sem einn sér um öll útiverk og alla aðdrætti, legðist í rúm- ið, og líka litla barnið, í þessari voðaveiki og — —.“ Hún hikaði við að segja framhaldið, enda sögðu aug- un það skýrar en orð. „Ég skil þig mæta vel, frú mín góð, og dái mjög einurð þína og ást til sonarins og — að mér skilst, — litla ömmubarnsins. Og nú veit ég, að þú munir einnig skilja, og -ekki síður, ef þú horfir í eigin barm, að — þ e s s a ferð hefðum við aldrei farið, hefðum við ekki verið fullkomlega öruggir um það, að slíkan voða gest Heima er bezt 389

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.