Heima er bezt - 01.11.1973, Side 33
Og blærinn leið svo blítt og rótt um bláan vog að landi,
og bára hlý um kuðung straukst í fjöruborðsins sandi.
í fyrsta sinn ég leit þig um fagran sumardag,
|tá fyrsta sinn við tengdumst handabandi.
í f\rrsta sinn ég sá þig, hvert ský í ljóma leið,
sem lýsti hvolfin svona vængjablak,
Þá steig með gleðihljómi frá hverjum grænum meið
í Hlíðarskógi þúsund fugla kvak.
Þá leið frá himni ljóð svo blítt, að lag ég heyrði ei tærra,
frá lævirkjanum smáa og gráa, er flýgur sjónum hærra.
Er fyrsta sinn ég sá þig, hvert ský í Ijóma leið,
svo leit ég fyrr né síðar ekkert skærra.
FjH
Moéeraio
Den första gan
Ord och musik: Birger Sjoberg
? f) * 'b'W
£
p. 1. p ,p..fLff
1. Ðen förs-U giag jag
dig, det
M1 J> I
var en som-mar-dag p4 for-mid-dan, di
so-len lys-te klart, och iingensal-la
h | h .
3E$
..~ .ah—=—-«1-----f-
blommor av máng-a hund-ra slag, de
i ftp-p.þ
w—«r
sto-do bu-gan-de i par vid par.
Och
vinden drog s4 sak-te -lig, och ne -re in -vid
J JyP 1P
stran-den, dar smög en böl-ja kár-Ieks-full till
\ Jrj>
snac-kan ut - i san -den. Den förs -ta g4ng jag
ii I h J M
sig dig, det var en sora-mar-dag, den
förs-ta ging jag tog dig ut - i han -den
Og ennþá er ég sé þig, þótt vetrarkvöldin hljóð
með voðum hvítra fanna byrgi land, É:
ég heyri sumarblæinn og fuglsins ljúflingsljóð
og litla báru, er niðar hægt við sand.
Aíér er sem rísi grundin græn af gömlum draumabeði
með gleymmérei og smáralauf, að elskendanna geði,
að andlit þitt mér brosi með ró við röðulglóð
og roðni, Ijómi og tendri mína gleði.
Heinrich Heine (1797—1856) er eitt þeirra þýsku skálda,
sem hvað kunnastur hefur orðið hér á landi. Jónas Hall-
grímsson gerði sitt til að vekja á honum athygh, enda
varð Jónas mjög fyrir áhrifum og hreifst af ljóðagerð
þessa heimsfræga skálds. Hin alkunnu ljóð Jónasar, Stóð
ég úti í tunglsljósi og Vorið góða grænt og hlýtt, eru
eins konar staðfærðar þýðingar Jónasar á ljóðum Hein-
es. — Heine mun þó einna kunnastur fyrir Lórelei-ljóð
sitt: Eg veit ekki af hvers konar völdum svo viknandi
ég er, eins og Steingrímur Thorsteinsson þýddi. — Ljóð
Heines þykja vel löguð til söngs og hafa hrifið tón-
skáldin. Tónskáldið fræga, Schumann, og landi Heines,
hefur bundið ýmis kunnustu ljóðalög sín við nafn
Heines. Mörg íslensk skáld hafa eitthvað gert af því að
þýða ljóð eftir Heine. Hér mun birtast eitt ljóðanna í
þýðingum þeirra Benedikts Gröndal og Magnúsar Ás-
geirssonar. Lagið er eftir Schumann og vafalaust kunnið
þið það. Góðar söngkonur hafa löngum haft dálæti á
því, karlar reyndar líka, því ég man ekki betur en þetta
væri eitt af „hjartaknúsandi“ lögunum, sem hann Hreinn
Pálsson söng hér fyrr á árum.
ÞÚ ERT SEM BLÁA BLÓMIÐ
(Þýðing Benedikts Gröndal)
Þú ert sem bláa blómið,
svo blíð og hrein og skær.
Ég lít á þig, og löngun
mér líður hjarta nær.
Mér er sem leggi ég lófann
á litla höfuðið þitt,
biðjandi guð að geyma
gullfagra barnið mitt.
ÞÚ VEX SEM BLÓM Á VORI
(Þýðing Magnúsar Ásgeirssonar)
Þú vex sem blóm á vori,
svo væn og björt og hrein.
Ég horfi á þig og hugsa
í hljóði um dulin mein.
Mig langar lófa á koll þinn
að leggja í þeirri bæn,
að guð þér hjálpi að haldast,
svo hrein og björt og væn.
Heima er bezt 409