Heima er bezt - 01.11.1973, Side 11
THEODOR GUNNLAUGSSON FRA BJARMALANDI:
Labbaé
a mi
illi landsb
orna
Fimmtán daga ferðalag
FRAMHALD
Þetta lagðist svo þungt á bónda, að hann varð varla
mönnum sinnandi. Enda kom þar líka annað og meira
til. Fósturdóttirin, sem hann unni mjög, varð svo ótta-
slegin, að við lá að hún réði sér bana. Mátti hún aldrei
vera ein um nætur, er leið að jólum. Sá nú bóndi engin
ráð, nema ef sonurinn Grímur kæmi heim. En honum
treysti hann bezt að sigrast á vágestinum, væri þess
nokkur kostur.
Rétt fyrir næstu jól kemur Grímur heim, eins og
kallaður. Urðu allir komu hans alls hugar fegnir, og
þó mest faðirinn. Bauðst Grímur strax til að taka við
fjárgeymslunni af sauðamanni, eftir að hafa heyrt það,
sem á dagana hafði drifið, í fjarveru sinni. Og þótt eng-
inn sæi honum bregða við tíðindin, fór hann tafarlaust
til beitarhúsanna, og hitti fjármanninn, sem ekki gat
nógsamlega fagnað komu hans, er hann heyrði erindið.
Rétti Grímur strax að honum litla tréöskju, með ein-
hverjum rúnum, haganlega skornum og bað hann bera
á sér og geyma vandlega, þar til fullbjart væri orðið á
nýársdagsmorgun. Sjálfur gekk hann þarna um ná-
grennið, umhverfis beitarhúsin og með ánni, nokkra
hringi, með óvenjulegum handahreyfingum og virtist
stundum mæla við einhvern.
Þegar leið að jólum varð Grírnur venju fremur fá-
orður í svörum, þótt ekki sæust á honum nein æðru-
merki. Enginn vissi heldur, eins vel og faðir hans, að
hann var að búa sig undir að mæta afturgöngunni. Áð-
ur en hann fór á beitarhúsin, eldsnemma á aðfangadags-
morgun, bað hann föður sinn að sjá svo um, að enginn
færi þar út úr bæ eftir klukkan sex um kvöldið, hvað
sem á gengi, þar til dagur Ijómaði í austri á jóladags-
morgun. Og umfram allt yrði hann að hafa sterkar
gætur á fósturdótturinni, því að honum einum væri til
þess trúandi. Einnig yrði hann að sjá um að nægur
eldur lifði í hlóðum, alla nóttina. Segir svo ekki af ferð-
um Gríms og enginn veit, hvenær fundum þeirra Skelj-
ungs bar saman um nóttina. En þess geta menn til, að
um lágnættið hafi Skeljungur átt í erfiðleikum, því þá
æddi fósturdóttirin upp úr rúminu, og ætlaði að brjót-
ast út, með slíkum fyrirgangi, að húsbóndinn ætlaði
ekki að fá stöðvað hana, með þeim brögðum, sem hann
einn átti þá ráð á.
Á jóladagsmorgun, þegar hálfbjart er orðið, kemur
Grímur inn í bæinn og leikur nú á als oddi. Var hann
þó næsta torkennilegur, því föt hans voru öll í tætlum
og sá víða í bjórinn blóðlitaðan. Allir urðu himinglaðir
því þeir fundu, að nú var eins og heljarbjargi væri af
þeim létt. Og nú gat fósturdóttirin fyrst bæði brosað
og hlegið eftir að Skeljungur gekk aftur. Sagði Grím-
ur að erfiðara hefði verið að ráða niðurlögum hans en
hann hugði. En nú væri hann brunninn til ösku og
gerði engum mein framar. Með harðneskju hefði hon-
um tekizt að koma böndum á Skeljung og festa hann
við stein, sem var vel til þess fallinn og mælt svo um,
að þar yrði hann að liggja á meðan hann viki sér frá.
Og þótt hann hefði hraðann á að ná í eldinn, sem var
vel lifandi í hlóðunum, þá var Skeljungur búinn að
drasla steininum niður á klapparbrún við ána, þar sem
hann enn liggur. Gat hann þá loks skvett á Skeljung
því efni, sem bezt brennur, og hann átti í fórum sínum,
og kveikt í. Brann hann þar upp til agna, á svipstundu.
Við þessi orð var Grímur vafinn örmum föður og fóst-
urdóttur samtímis. Kann ég svo ekki þessa sögu lengri.“
Það stóð á endum, þegar sögunni lauk, þá vorum við
komnir að steininum. Hann stóð nálægt klapparbrún,
en neðan við hana rann áin og myndaði þar grængol-
andi hyl, sem ég bjóst við að Skeljungur hefði ætlað að
forða sér í, því þar var öllum um megn að brenna hann.
Við skoðuðum steininn vandlega og víst voru í gegn-
um hann tvö göt, mislöng að vísu, en svo bein og jafn-
víð, — mig minnir um tveir þm. í þvermál, — að líkast
var, að þau hefðu verið boruð með einhverjum töfra-
nafri. Lengra gatið minnir mig að hafi verið 40—50 cm
á lengd.
Það sem vakti hér líka undrun mína var það, að beit-
arhúsamaðurinn skyldi aldrei verða var við neinn slæð-
ing í nágrenninu, þegar dimmt var orðið og þó sér-
staklega, þegar svarta þoka bættist við. Mér var mein-
Heivia er bezt 387