Heima er bezt - 01.11.1973, Side 40
búinn að ræsa hann. Katrín klöngraðist upp í farþega-
sætið, og Skúli tók bílinn hægt af stað, þegar hún var
sest.
„Er það atvinna þín að aka bíl?“ spurði Katrín.
„Já.“
„En hvað vinnur bróðir þinn?“
„Rúnar, hann er rafvirki.“
Eftir götunni kom maður gangandi hægum skrefum á
móti þeim.
„Þama sérðu guðsmanninn í þorpinu okkar,“ sagði
Skúli. „Hann heitir Sigurgrímur Karlsson."
Nokkrir fleiri þorpsbúar urðu á vegi þeirra, og Skúli
sagði Katrínu jafnharðan einhver deili á þeim. Þegar þau
komu út úr þorpinu þraut það umræðuefni. Hvorugt gerði
tilraun til að fitja upp á nýju fyrr en þau óku heim að
fyrsta sveitabænum. Þá tók Skúli aftur til máls, sagði
Katrínu hvað býlið héti og ábuandi þess. Þannig gekk
það bæ frá bæ. Katrín heyrði ávæning af því, að Skúli
spjallaði við bændurna. Henni virtist ýmislegt vera látið
fjúka á báða bóga.
„Einkennilegt, hvað manni er víða boðið inn í dag,“
sagði Skúli eitt sinn, er hann steig inn í bílinn og glotti
til Katrínar.
Að síðustu óku þau í hlað á bæ, sem Skúli sagði að héti
Hólmur. „Á honum enda ég alltaf,“ sagði hann, „og hér
kem ég líka alltaf inn. Var hér í sveit, þegar ég var strák-
ur,“ bætti hann við, eins og til frekari skýringar. Hann
hoppaði léttilega út úr bílnum og sagði:
„Komdu líka.“
„Ég á ekkert erindi inn,“ sagði Katrín.
„Ég ekki heldur,“ sagði Skúli hlæjandi. „Svona, drífðu
þig út í hvelli.“
Katrín bar ekki fram frekari andmæli, heldur hlýddi.
Enginn maður var staddur úti, og Skúli gekk rakleitt inn
eins og heimamaður, og Katrín elti hann. Skúli nam loks
staðar inni í herbergi, þar sem sat gömul kona, hin hrukk-
óttasta, sem Katrín hafði augum litið.
„Komdu sæl, Borghildur mín,“ ávarpaði hann gömlu
konuna. Hún var að spinna á rokk. Það var nokkuð, sem
Katrín þekkti aðeins af afspum og leit á sem ævagamla
horfna iðju. Hún veitti þessari iðju óskipta athygli. Gamla
konan kunni augsýnilega vel til verks. En hún hætti alltof
fljótt, fannst Katrínu.
„Ert það þú, Skúli minn?“ spurði hún og horfði á hann
blindum augum.
„Já.“
Hann gekk til hennar og kyssti hana á vangann.
„Komdu alltaf blessaður,“ sagði gamla konan. Titrandi,
vinnulúnar hendur hennar fálmuðu eftir kinnum Skúla
og struku þær blíðlega. Skyndilega lagði hún við hlust-
imar.
„Er einhver með þér?“ spurði hún.
„Já, stúlka, sem heitir Katrín. Hún verður kennari í
þorpinu í vetur og býr hjá mömmu.“
„Ó, já.“
Titrandi hendur fálmuðu út í loftið, og Skúli gaf
Katrínu bendingu með höfði sínu. Katrín áttaði sig, gekk
til konunnar og tók í hönd hennar. Augu Borghildar
gömlu, sem ekkert skynjuðu lengur nema hyldjúpt myrk-
ur, beindust að stúlkunni. Katrín fann tli ónotakenndar.
Henni fannst, að þessi augu væru að lesa sig niður í kjöl-
inn. Þær skiptust á kveðjuorðum, en sú gamla ríghélt í
hönd Katrínar eftir sem áður.
„Hvemig er hárið á henni litt, Skúli?“ spurði hún, eins
og Katrín væri hvergi viðstödd.
Skúli leit rannsakandi á hár Katrínar og svaraði:
„Það er ljóst, næstum því gullið."
„Hún er ekki með fléttur? Nei, hvernig læt ég. Þær eru
ekki með fléttur ungu stúlkurnar í dag.“
Það örlaði fyrir brosi á vörum Skúla.
„Að minnsta kosti þessi hérna hefur mjög stutt hár,“
sagði hann gömlu konunni. Katrín grunaði hann um að
hafa dágóða skemmtun af að auki.
„Og þú ætlar að kenna þarna á Lágeyri í vetur?“ spurði
gamla konan. „Ekki spyr ég að. Þessi ungdómur er látinn
læra einhver ósköp og skelfing.“ HÚn hristi höfuðið lítið
eitt. „Það var nú meira hugsað um að vinna, þegar ég var
ung.“
„Það mátti nú vel breytast eitthvað,“ sagði Skúli rólega.
„O, já, já. Ekki er ég að hafa á móti því, síður en svo.
En þessir unglingar nú á dögum kunna bara alls ekki að
meta öll þau gæði, sem eru lögð upp í hendumar á þeim.
Þeir vita ekkert, hvað það er að berjast harðri baráttu til
þess að halda í sér og sínum lífinu. Nei, þeir taka bara
öllu sem sjálfsögðum hlut án þess að hugkvæmast að
segja svo mikið sem takk.“
„Skelfing ertu eitthvað dómhörð út í okkur unga fólkið
núna,“ sagði Skúli hæglætislega. „Við erum hreint ekki
svo slæm sem þú vilt vera láta. Við munum ekki tímana
tvenna eins og þú, sem betur fer vildi ég sagt hafa, og
emm því fremur hugsunarlaus en vanþakklát."
„Ég átti nú ekki við þig,“ sagði Borghildur, um leið og
hún sleppti loks hendi Katrínar. „Þú ert góður drengur,
eins og sést bezt á því, að þú skulir alltaf muna eftir mér,
kerlingarhr otunni. ‘ ‘
„Það er nú tæpast þakkarvert," sagði Skúli.
„Mér þykir vænt um það,“ sagði gamla konan. „Það eru
svo margir búnir að gleyma, hvort ég er lifandi eða dauð.“
„Hvaða vitleysa,“ sagði Skúli hressilega, en gamla kon-
an hélt áfram, eins og hún hefði ekkí heyrt til hans:
„Mig hefur líka dreymt þannig í vetur, að ég held þess
verði ekki langt að bíða, að ég fari á eftir honum Sighvati
mínum og bömunum okkar blessuðum. Það er líka það
bezta. Maður er hvort sem er orðin sem blaktandi skar,
sem smám saman brennur út, þar til það sloknar alveg.“
Augu hennar horfðu sviplaus út í bláinn. Það fór hroll-
ur um Katrínu, rétt eins og hún skynjaði dularmátt dauð-
ans, fyndi léttan andvara hans læðast um herbergið og
innsigla það. Bíða síðan hljóður og ógnvekjandi eftir því,
að gamla, hrukkótta konan yrði öll. Hvorki Skúli né
Katrín gerðu sig líkleg til að svara þessum spádómi, og
um stund ríkti þögn.
„Mér finnst, að þú ættir að fara að gifta þig, Skúli
minn,“ sagði sú gamla.
416 Heima er bezt