Heima er bezt - 01.11.1973, Blaðsíða 44

Heima er bezt - 01.11.1973, Blaðsíða 44
31. í um það bil klukkustund biðu menn í varðstöðu og hlustuðu eftir minnsta hávaða. Hlaðnar byssur voru tilbúnar, og ég hafði þann starfa að hlaða og sjá um skotfærin. Allt í einu lyfti Joyce byssu sinni og skaut. Skotinu var svarað með mörgum skotum frá skógarjaðrinum. Við töldum 12—14 skot, svo margir voru andstæðingarnir að minnsta kosti. Með háum öskrum stökk nú flokkur uppreisnarmanna út úr skóginum og réðist á staura- girðinguna. Nú sáum við hvert aðalárásin stefndi og gátum því gert ráðstafanir til að mæta henni. Sjóræningjarnir klifu létti- lega yfir stauragirðinguna, því miður. 32. Meðan þeir klifruðu yfir stauragirðinguna, tókst okkur að skjóta þrjá þeirra, en fjórir komust inn fyrir og gerðu nú árás á sjálft bjálkahúsið. Þeir fjandmenn, er voru utan girðingar, öskr- uðu hvatningarorð til árásarmanna og héldu uppi meinlausri skothríð. — Vegna þess hve snöggir þeir voru í snúningum, kom- ust þessir fjórir sjóræningjar í bjálkahúsið án þess að verða fyrir skotum. Einn glæpamannanna greip um hlaupið á byssu Hunters, reif hana til sín og sló Hunter niður. — Þegar nú fjandmennirnir voru komnir alveg að skotraufum virkisins, breyttist staða okkar til hins verra.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.