Heima er bezt - 01.11.1973, Síða 37

Heima er bezt - 01.11.1973, Síða 37
eftir Katý í leigubíl. Hann skyldi þó ekki vera frá sælu- ríkinu Lágeyri.“ Svenni hafði litið hróðugur í kringum sig, sjálfsagt í von um góðar undirtektir. Ekki hafði heldur staðið á þeim, því að Erlingur hafði sagt ákafur: „Þama hittir þú eflaust á það, drengur. Ég hélt, að sá feimni væri orðinn blankur. En vitanlega er piltur farinn heim til sín að Lágeyri.“ „Hættum þá að spyrna fótum gegn örlögunum og látum Katý fara þangað á eftir honum,“ hafði Palli lagt til mál- anna af víðsýnu umburðarlyndi. „Ofreynið ekki ímyndunaraflið í hel, þótt mikið sé í húfi,“ hafði Raggi sagt háðskur. „Gleymið ekki, að Katý er orðin nógu gömul til þess að vita, hvað hún vill. Sé það kennarastaða úti á landi, þá hún um það. Alla vega hefur hún sjálf aflað sér þeirrar menntunar, sem til þarf, en ekki við.“ Erla og Líney höfðu tekið undir orð Ragga. Aðrir höfðu þagað nema Svenni, sem tautað hafði máttleysislega: „Katý hefur ekki ennþá upplýst, hvort feimni höfðing- inn á heima á Lágeyri." „Æ, hver heldurðu að anzi slíkri þvælu,“ hafði Raggi svarað fyrir hana næstum gremjulega. „Ég vildi gjarna vita það fyrir víst,“ hafði faðir hennar sagt úr stofudyrunum. „Nokkuð hæft í þessu, Katrín?“ Hún hafði horft í skörp, rannsakandi augu föður síns og brosað. „Það getur vel verið, að mennirnir á Lágeyri séu feimn- ir. Ég þekki engan af þeim, svo að mér er ókunnugt um það.“ Hún hafði séð óróleikann leysast upp í feginleika í aug- um föður síns. Aumingja pabbi hennar. Hann var svo dæmalaust smeykur um, að hún færi að binda sig „of ung“. í augum hans var hún ekki ung stúlka, heldur „htla barnið“. En allt um það höfðu þau öll, sem skiptu ein- hverju máli, loks sætt sig við fyrirætlun hennar, jafnvel sagt sem svo, að ef til vill hefði hún bara gott af því að standa á eigin fótum. Svo að verra gat það verið, fannst henni. Hún ýtti þessum hugsunum frá sér, sneri frá gluggan- um og leit yfir nýja svefnherbergið sitt. Það var mjög rúmgott og búið smekklegum húsgögnum, eins og bezt var á kosið. Hún átti að búa hjá góðlegri, miðaldra ekkju, Lovísu að nafni, sem átti tvo uppkomna syni. Þann eldri hafði Katrín þegar séð. Hann var dökkur á brún og brá, á að gizka hálfþrítugur, og hét Skúh. — Augu Katrínar beindust að einum vegg herbergisins. Þar horfðu til henn- ar bræður hennar fimm og brostu við. Á náttborðinu hennar stóð ljósmynd af foreldrum hennar, svo að hún hafði næstum alla fjölskylduna fyrir augunum. Afskap- lega notaleg tilfinning, fannst henni. Katrín snerist á hæli og gekk út úr herberginu. Við stofudyrnar frammi á ganginum nam hún staðar og lauk hurðinni varlega upp. Raggi, sem ekið hafði henni til Lágeyrar daginn áður, stejnsvaf þar inni. 2. KAFLI GULLFALLEGT, BLESSAÐ BARN Katrín lokaði hurðinni hljóðlega og sneri sér við. í sömu andrá lukust dymar gegnt henni upp, og hún stóð and- spænis ungum, dökkhærðum manni. Yngri bróðirinn, hugsaði Katrín, því að maður sá er á móti henni stóð, var ótrúlega líkur Skúla þeim, sem hún hafði áður séð. Auk þess var henni ekki kunnugt um, að öðrum væri til að dreifa þar á heimilinu en þeim bræðr- um. Örstutta stund stóðu þau grafkyrr í sömu sporum og virtu hvort annað fyrir sér. Hann varð fyrri til máls: „Nei, hvert í logandi. Lítur þá kennslukonan svona út.“ Það var glettnisblik í brúnum augum hans, þegar hann virti Katrínu fyrir sér, feimnislaust, eftir því sem bezt var séð. Katrín leit snöggt, nær því ósjálfrátt á hann, eins og hún vildi lesa úr svip hans, hvað hann meinti með „svona“. Af svip hans varð ekkert ráðið í þeim efnum, svo að hún spurði sakleysislega: „Hefur þú eitthvað við það að athuga?“ Henni til gamans roðnaði pilturinn og brosti vandræða- lega. En svo tók hann sig óðar á og hristi dökkt höfuðið stríðnislega. „Nei, annað hvort væri nú,“ flýtti hann sér að segja. „Ég átti aðeins við, að þú værir ekki ýkja gömul, alls ekki nógu gömul til að hafa kennararéttindi, eftir útliti þínu að dæma,“ lauk hann við útskýringu sína hlæjandi. Katrín gretti sig og varð á að hlæja um leið, svo að út- koman varð miklu fremur fallegt bros heldur en afmynd- irn á andliti hennar. Það fannst að minnsta kosti unga manninum, sem gegnt henni stóð. „Það hef ég nú samt, skaltu vita,“ sagði Katrín og von- aði, að Raggi væri ekki vaknaður til þess að skemmta sér yfir þessum orðaskiptum. Bláu augun hennar htu rann- sakandi á piltinn. Síðan sagði hún yfirlætislega: „Ég dreg mjög í efa, að þinn aldur sé hærri en mín tuttugu ár. Mér sýnist á útliti þínu... .“ „Blessuð, segðu það ekki, ekki þín vegna,“ tók við- ræðumaður hennar fram í fyrir henni stríðnislega. Hann rétti úr sér og sagði: „Hér stendur maður heilu ári eldri en þú.“ „Það var þá líka,“ sagði Katrín og steig nokkur spor í áttina til eldhússins. „Jæja, ég er að minnsta kosti feginn,“ tautaði ungi maðurinn og hélt fáein spor í humátt á eftir henni. En skyndilega nam hann staðar og gaf frá sér undrunar- stunu. Katrín sneri sér við, svo að aftur stóðu þau grafkyrr í sömu sporum og störðu hvort á annað. Nú með undrunar- svip á andlitum sínum. Katrín, af því að hún skildi ekki, hvers vegna hann var svona hissa. „Hér stöndum við og þvöðrum um aldur okkar án þess að hafa fyrir því að heilsast,11 sagði hann og skellti upp úr. „Hefur þú vitað nokkuð fíflslegra?“ spurði hann á milli hláturhviðanna. Heima er bezt 413

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.