Heima er bezt - 01.11.1973, Blaðsíða 18
íslenzkra alþýðutímarita, og eiga margir þeim ótaldar
ánægjustundir að þakka.
Norðurljósið 1912 og síðan.
Arthur Gook, trúboði hóf útgáfu mánaðarblaðs, er
Norðurljósið hét árið 1912. Var það kristilegt heimilis-
rit, er flutti bæði hugvekjur og sögur kristilegs efnis.
íhaldssamt var það í skoðunum sínum, en náði brátt
allmiklum vinsældum, bæði þeirra, er líka skoðun höfðu
á trúarefnum, og ýmissa annarra. Nokkru mun þar hafa
valdið, að ritstjórinn birti þætti um heimilislækningar í
hverju hefti um langt skeið og voru þær vel þegnar.
Árið 1956 varð Sæmundur G. Jóhannesson ritstjóri og
útgefandi Norðurljóssins, en hann hafði þá um langt
skeið verið önnur hönd mr. Gooks við útgáfu þess.
Hann breytti Norðurljósinu í ársrit 1966 og hefir verið
svo síðan. Norðurljósið hefir notið virðingar fyrir
djarfan og einlægan málflutning ekki aðeins um trúmál,
heldur einnig um flest siðferðileg vandamál þjóðfé-
lagsins, og það ekki aðeins hjá trúbræðrum útgefanda,
heldur einnig öðrum hugsandi mönnum. Um nokkurt
skeið gaf mr. Gook út Smásögur handa ungmennum
og komu alls út af þeim 16 tölublöð.
Fylkir 1914-1921.
Sumarið 1914 kom Frímann B. Arngrímsson heim til
íslands eftir áratuga úti-vist í Ameríku, London og
París. Þótt hann væri tekinn að reskjast væri heilsutæp-
ur og örsnauður var áhugi hans á velferðarmálum lands
og þjóðar jafn logandi og þegar hann ungur maður kom
til Reykjavíkur, til þess að opna augu manna fyrir gildi
rafmagns til ljósa og hitunar. Þekking hans var fjölþætt
og mikil, en hann hafði aldrei haft lag á að vinna menn
til fylgis við hugsjónir sínar og kom þar margt til.
Tveimur árum eftir heimkomu sína, réðst hann í að
hef ja útgáfu tímarits, en á þessum árum hafði hann hald-
ið marga fyrirlestra og gefið út nokkur smárit um raf-
orkumál og fleiri framfaramál Akureyrarbæjar og
Norðurlands. Tímaritið nefndi hann Fylki, og komu
alls út af því 10 hefti á árunum 1916—1927. Auk þessa
er lítið hefti titilblaðslaust frá árinu 1928? um steina-
rannsóknir höfundar 1927 og fylgja því nokkrar smá-
greinar og kvæði. Grunar mig, að það hafi verið upp-
haf að nýju Fylkishefti, þó að það sennilega hafi lítt
eða ekki farið út fyrir prentsmiðjuna.
Eins og stendur á titilblaði Fylkis var honum ætlað
FYLKIH.
* 2ja—-3ja arka rit annanhvom mánuð. *
öm atránnYegi, Yerzlön og réttarfar.
Ráðvendni, starfsemi og tiltrú.
Riteljóri og Slgefaadi: FRÍMAVN & ARNQRÍMSSON.
Akureyri í ágó*t 1916.
1. hrfti.
INNIHALD:
TIL ALMENNINOS ................... 1- 5
HRLNOSJA........................- S—13
AFLIÐ t QRENÐ VIÐ AKUREYRJ .... - 11—«2
UPPFRÆOSLA OO AQi HÉR Á ÍSLANDi . _ «2-«3
RÉTTUR OO RÉTTARFAR.............- 43-«
ÓFR1ÐU83NN MIKU.................- «-«
RENTULÖOIN......................- «-«
AFMÆUSDAOUR HEIMS-KRINOLU OO
MINNISDAOUR VESTUR-iSLENDINOA . - 47-«
ÚTSÖLUMENN FYLKIS:
KRISTJÁN OUÐMUNDSSON. bikmti Oáteyri og
SIG. SIOURÐSSON, bóksaU, Akurtyrí.
Verð I. hettia t kr.
394 Heima er bezt