Heima er bezt - 01.11.1973, Qupperneq 24
í Hvannalindum voru viða myndarlegir Meltoppar.
Ljósm.: Guðjón Sveinsson.
Fjárrétt Fjalla-Eyvindar. Lindakvisl ofarlega á myndinni.
(Ljósm.: Stefán Stefánsson).
legt að standast þetta harðgera líferni, því allt var betra
en ævilöng þrælkun á Brimarhólmi eða lágkúrulegur
dauði á höggstokk eða í gálga. Sem sagt: hin sama
kennd og rak forfeður vora austan úr Noregi, hefur
rekið Hvannalindarfrumbyggjann til sinnar gæfuleitar
í óbyggðunum. Og hver svo sem þetta hefur verið, þá
hefur hann búið vel á sína vísu og átt kofa sína skuld-
lausa. Og þar sem ég er þess fullviss, að þarna hafi
Fjalla-Eyvindur Jónsson búið, þá er greinilegt, að hann
hefur verið sannur íslendingur. Ættu því yfirvöld og
aðrir opinberir aðilar að láta hann ekki lengur liggja
óbættan hjá garði, heldur sjá sóma sinn í því að reisa
þessum mikilhæfa alþýðumanni og konu hans minnis-
varða í Hvannalindum. Hann gæti orðið t. d. í formi
f jallakofa og kallast Eyvindarborg e. þ. u. 1.
Við skoðuðum mannvirkin, sem alls eru 4: bær í 4
hlutum, stakur kofi talinn eldiviðargeymsla, rétt og
líklega f járbyrgi. Ég hafði haft með mér bókina „Land-
ið þitt“ og á grasrima austan undir hraunbrúninni á
bakka annarrar kvíslarinnar, las ég upp lýsingu og af-
stöðu mannvirkjanna í Hvannalindum. Kom það sér
vel, ella hefðum við vart eða alls ekki áttað okkur á
þeim.
Töluvert er hrunið úr þessum byggingum, enda ekki
undarlegt, ef þær eru liðiega 200 ára gamlar. Þó er hellu-
þak uppistandandi yfir vestasta hlutanum, afhýsi nokk-
urs konar. í austasta hlutanum er beinahrúga í hvilft út
undir hraunveggnum. Hvort þau hafa verið tínd þang-
að af ferðamönnum eða hafa frá upphafi verið lögð
þar til hliðar af kofabúa, veit ég eigi, en engu að síður
eru þau sjálfsagt flest leifar þeirra dýra, er húsráðandi
hefur lagt sér til munns.
í þessum sama hluta er og gestabók, ekki frá 18. öld,
heldur fyrst í hana ritað 20/71965. Get ég ekki stillt
mig um en láta nöfn þeirra ferðalanga fljóta hér með
til gamans, því líklega er þetta fyrsta og eina gestabók,
sem Hvannalindir geyma. Fólk það, sem hér var á ferð
í Sólmánuði 1965, kom frá Reykjavík, flest, á 6 jepp-
um og var það á leið til Kverkf jalla. Nöfn þessara ferða-
manna eru: Gísli Asmundsson, Ruth Kjartansdóttir,
Guðmundur Björnsson, Haraldur Sigurðsson, Steinunn
Elíasdóttir, Níels Hauksson, Ólafur Jónsson, Aðalsteinn
Símonarson, Sigurborg Pálsdóttir, Þorsteinn Jósepsson,
Sigurjón Egilsson, Jóhannes Egilsson, Andrés Haralds-
son. Kolbrún Þorvaldsdóttir, Skarphéðinn Haraldsson,
Hilmar Skarphéðinsson og Hafsteinn Ingvarsson. Dag-
inn eftir, hafði Pétur Jónsson frá Egilsstöðum á Völlum
ritað þar nafn sitt ásamt fleirum. Rifjaðist upp fyrir
mér, að hann, ásamt nokkrum mönnum öðrum, fór víst
ríðandi yfir hálendið 1965 og höfðu þeir þá komið í
Hvannalindir.
Gestabókin er vel frágengin í blikkhulstri og ein-
hvers konar ramböldum. Við rituðum auðvitað nöfn
okkar í bókina en síðan röltum við dálítið meðfram
hraunröndinni. Þar er býsna fallegt. Tærir lækir koma
veltandi út úr hrauninu og við þá vaxa fallegar hvannir,
sterkgrænar og þróttmiklar. Eru því litir fagrir og
400 Heima er bezt