Heima er bezt - 01.11.1973, Page 25

Heima er bezt - 01.11.1973, Page 25
margvíslegir. Gulvíðirinn var kominn í haustskartið en hvönnin aftur á móti hvanngræn, eins og þar stendur. I bakgrunn var dökkt hraunið og blár himinn spegl- aðist í tærum lindum. Skammt frá rústunum er dálítil tjörn og hafði ein- hver orð á því, að þetta væri sundlaug Fjalla-Eyvindar. Það er alls ekki fráleitt, því sagan segir Eyvind snyrti- menni. Já, góðir hálsar. Það er dálítið undarlegt að staldra við á þessum stað og styðja hönd á hraungrýti það, er löngu liðnar hendur hafa hlaðið. Hvernig skyldi eigandi þeirra handa hafa litið út, hvað hugsaði hann, hvað þráði hann og vonaði, hvernig skyldi umhverfið hafa litið út þá, veðrið? En það fengust engin svör. Hinir hrjúfu, illa löguðu steinar þöglir en lindirnar ljóðuðu án afláts — en við skildum það ekki. Sagt er, að víðsýnt sé úr Hvannalindum en því mið- ur urðum við af þeirri víðsýni sökum sandkófs. Þó var bjart í heiði og bezta veður að öðru leyti. Á rölti okkar um svæðið, sáum við vörðu á melöldu. Datt okkur í hug, að hún væri einhver minnisvarði um Stjörnu. Það mun ekki vera, heldur líklega bautasteinn þriggja kinda, er fundust dauðar í læk í Lindunum og er sagt nánar frá því í ferðaþætti úr Krepputungu, skráðum af Ásgerði Jónsdóttur. Birtist hann í 29. tbl. Sunnudagsblaðs Tímans 1963. Ekki urðum við vör dýra í Lindunum, ekki einu sinni skordýra. Við sáum þó merki dýralífs, því glöggir menn þóttust kenna þar saur rjúpna og melrakka. Um Lindakeili, fjöll í Danmörku o. fl. fjöll. Um 1700 kvöddum við Lindirnar og héldum áleiðis til Kverkfjalla. Við stönzuðum þó við Lindakeili, lítið og lekkert fjall eða fell vestast í Lindunum, Keilirinn er, cins og nafnið bendir til, mjög formfögur keila, sem rís eins og viti upp úr sléttunni. Hann er mjög mikið augnayndi og viss er ég um, að Danir væru hreyknir að eiga hann að. En þótt hann sé ekki hár í loftinu (talinn um 30 m yfir umhverfi sitt), þá er hann Dönum ekki falur og þeir verða bara að sætta sig áfram við sitt Himnafjall. Uppi á Lindakeili er svo lítil vörðukarta. í henni er glerkrús með bréfmiðum. Það er „gestabók“ Keilisins. Þar kenndi margra grasa, bæði nafna og pappíra. M. a. hafði verið skrifað aftan á víxiltilkynningu frá Útvegs- banka íslands. Var hún frá árinu 1963. Sá víxill er ör- ugglega fallinn en trúlega hefur hann verið greiddur í tæka tíð. í allri nafnakássunni, rakst ég á nafn hins þekkta kvikmyndatökumanns, Ósvaldar Knudsen. Eftir að við höfðum klórað nöfn okkar á pappíra þessa, en það gekk ekki vel vegna stormsins, þá þyrl- uðumst við ofan af Keilinum og fukum inn í bílana, sem stefndu brátt í Kverkhnjúkaskarð. Leiðin suður með Kverkfjallarana að vestan var ögn viðburðasnauð, vegur furðu góður og vel stikaður. Hefur það verið feiki mikið verk að negla alla þá tré- staura í fósturjörðina. Gróður er nánast enginn og svar- grár litur ráðandi í umhverfi. Á einum stað ókum við rauða mela. Lífguðu þeir ögn umhverfið, ásamt rauð- skellóttu felli. Eg kallaði það Rauðku. Annars má vel vera, að nafn hafi það, þótt kort okkar sýndi ekki. Svo fór að sjást til Kverkfjalla. Þau stungu sér upp úr jökulbreiðunni, sveipuð blárri móðu en þó sást tigin- mannlegt yfirbragð þeirra og reisn. Þau minntu mig töluvert á Dyrfjöll, þó tel ég þau síðarnefndu svipmeiri, þótt lægri séu yfir sjó. Kverkfjöll, aftur á móti, eru með hæstu fjöllum landsins, hæst 1920 m. í Kverkfjöll- um er eitt mésta hverasvæði landsins. Svo segir Steindór Steindórsson í „Landið þitt“: „Þar er einn mesti gufuhver landsins“. Og þetta: „Aðalhverasvæðið er í þröngum dal eða sprungu, sem gengur inn í vesturhlíð fjallanna. Litaskraut er þar með fádæmum. Er dalurinn allur rjúkandi og mun vera eitt hið stærsta háhitasvæði landsins, 10 km2“. Af þessu má ráða, að það er ómaksins vert að klífa Kverkfjöll, þótt það færist fyrir hjá okkur að þessu sinni. Er ekki að undra, þótt skáli hafi risið við rætur þessara merkilegu fjalla. Og kl. 1845 ókum við í hlað Sigurðarskála undir \ irkisfelli í Krepputungu. Það var logn þarna undir fjöllunum en til norðurs sáust enn sandmekkir. En sólin skein gegnum mistrið rauðbleikri ásýnd og gerði um- hverfið einkennilega fagurt, gullið, ómennskt. Skálinn — Sigurðarskáli — er mjög þekkileg og vönd- uð bygging. Er hann kenndur við Sigurð Egilsson frá Laxamýri kunnan ferðamann og ferðamálafrömuð. Ferðafélögin á Egilsstöðum, Húsavík og Vopnafirði hafa reist skálann, eins og áður er drepið á. Þarna er gistirúm fyrir 26 manns í kojum á neðri hæð og stærðar svefnpokapláss í rishæð. Innréttingar og skipulag allt og frágangur er til fyrirmyndar og ber höfundum sínum fagurt vitni. Þeim mönnum, er leggja á sig tíma, fé og fyrirhöfn við gerð slíkra öræfaskála, er seint fullþakk- að, enda ætlast þeir sjálfsagt ekki til þess. Það minnsta, sem ferðalangar geta því gert er að ganga vel um hús þessi og fara í öllu eftir leiðbeiningum þeim, er þar hanga uppi. Gestabók er að sjálfsögðu í skálanum. Er hún mjög snoturleg og um leið fróðleg. Fremst í henni er mynd af Sigurði Egilssyni. Þá er einnig myndir af fólki þvi, er lagði hönd að gerð skálans. Þar er og góður pistill um tildrög og byggignu hans. Á neðri hæð eru 2 myndir innrammaðar. Onnur er málverk frá Egils- stöðum eftir Steinþór Eiríksson þann haga mann en hin er ljósmynd frá hinni fornfrægu Húsavík. Vopnfirð- inga vantar því að koma upp mynd af sínu ágæta plássi en mér finnst fara vel á að hafa þessar myndir þarna. Er við höfðum skoðað skálann og borið inn föggur okkar, hituðum við kaffi. Við ætluðum að láta það duga í bráð, elda frekar síðar, því við vildum nota það sem eftir tórði af sólarljósinu, til að skoða smálega næsta ná- grenni. Heima er bezt 401

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.