Heima er bezt - 01.11.1973, Side 41

Heima er bezt - 01.11.1973, Side 41
Skúli hló stuttlega. „Þú hefur alltaf haft meiri áhuga á því en ég sjálfur,“ sagði hann. Ekki vildi Borghildur samþykkja það. „Ekki er nú langt síðan, að ekkert var að áhuga þínum að finna, ef ég man rétt,“ sagði hún miskunnarlaust. Framhald í næsta blaði. Lífsvæði, gildi og verndun þeirra... Framhald af bls. 386. ... kvæmdir hafa í för með sér, að gengið verður á hið ósnortna land, og um ieið verða ýmis lífsvæði skert eða þeim eytt á tilteknum stöðum. Þessvegna verðum vér einnig að gæta varúðar í þeim efnum, að framkvæmd- irnar verði unnar til landbóta, eins og vitanlega hver maður mun óska. Nýir nytjaskógar með nýjum teg- undum eru ný lífsvæði í landinu þó að þau séu ekki sem slík stórlega frábrugðin lífsvæðum hinna gömlu skóga. Nýskógarnir vinna sama hlutverk í náttúrunni til að milda loftslag, auka frjósemi jarðvegs, veita skjól og miðla vatni jafnvel enn betur en birkiskógarnir gömlu. Það er því fásinna og þröngsýni að amast við þeim, þótt lega landsins hafi meinað tegundum þeirra að flytjast hingað sjálfkrafa. A sama hátt verður nauð- syn aukins og betra graslendis til fóðurs og beitar lífs- nauðsyn. Hvorttveggja, gras- og skógrækt miðar að meiri og fjölbreyttari framleiðslu. En um leið og rækt- unin skapar ný lífsvæði, hljótum vér að skipuleggja all- ar framkvæmdir, svo að vér geymum oss nokkuð af hinu ósnortna landi, og slíkt er enn létt og verður svo lengi, ef skipulega er að framkvæmdum unnið, og eng- in frágangssök er að endurskapa lífsvæði þar sem orðið hefir að leggja eitthvað í rúst, vegna verklegra fram- kvæmda í byggingum orltuvera eða vega. En til þess að slíkt megi verða er þekkingin undir- staðan. Vér verðum fyrst af öllu að gera oss ljós líf- svæði landsins, síðan að kynna oss rækilega hvað það er, sem ræður þeim á hverjum stað, og síðan að skipu- leggja framkvæmdirnar með tilliti til þeirra. Flestum framkvæmdum er unnt að haga svo, að tjón af þeim sé takmarkað. Og flestan slcaða er unnt að bæta, ef rétti- lega er að unnið. Það er fásinna að æða áfram án þess að kunna fótum sínum forráð, en það er engu minni fásinna að þrjóskast og þverskallast við eðlilegum fram- kvæmdum, í skjóli rómantískra viðhorfa, ef ekki er unnt að sýna fram á, að það tjón, sem þær vinni, sé meira virði en hagsbæturnar, er af þeim leiði, og yfir- leitt að halda fram tjóni án þess að geta sagt með rök- um í hverju það sé fólgið. Meðalveginn milli þessara andstæðna verður að þræða, hann finnst ekki nema með aukinni þekkingu, sem gefur oss möguleika til að hjálpa náttúrunnni til endursköpunar, kennir oss sam- búðarhætti við hana, og hjálpar oss til að gera land vort betra en það er. V er&launakrossgáta Heima er bezt Nú er orðið nokkuð langt um liðið síðan les- endur „Heima er bezt“ fengu síðast tækifæri til að spreyta sig á krossgátu frá „Ranka“ vini vorum, en í næstu opnu sjáið þið eina af þess- um skemmtilegu krossgátum, sem er í sama formi og þær fyrri. Efsta talan í þessari gátu er 74, en nafnið á vísunni gefum við ekki upp fyrr en ráðningin birtist. Veitt verða þrenn þúsund króna bókaverð- laun eins og áður. Berist margar réttar ráðn- ingar verður dregið um nöfn sigurvegaranna. Ráðningar þurfa að hafa borizt fyrir næstu áramót en úrslitin verða birt í janúarheftinu. Góða skemmtun! *—•—— ---------—— ------------------------+ t Vísnagátur Ármann Dalmannsson á Akureyri hefir gert sér það til dægradvalar að semja fjölbreyttar vísnagátur. Okk- ur hefur dottið í hug að lesendur „Heima er bezt“ hefðu gaman af að spreyta sig á ráðningu þeirra, og hér birtum við þrjár gátur til gamans. 1. Ég var hafður oft í skó. Eigandan ég stundum ver. Bundinn í skák, en þarfur þó, með þínum görmum talinn er. 2. Ég sést oft á fínni frú, fæst í mörgum búðum nú. Eitthvað vilt þú fyrir mig fá. Finnast mun ég snældum á. 3. Ykkar bát ég elta má. Ég er margra leiðum á, oft í tengslum er við krók, ævinlega í prjónabrók. Bókaverðlaun verða veitt og verður dregið úr rétt- um ráðningum. Ætlast er til að hver braglína eða vísuliður sé ráðinn sérstaklega t. d. Botn (kistu- kassabotn o. s. frv.). Tunnu-botn, lækjar-botn, vísu-botn. Verður þá aðalráðningin BOTN. Ráðningar sendist HEB fyrir áramót. Heima er bezt 417

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.