Heima er bezt - 01.11.1973, Side 21

Heima er bezt - 01.11.1973, Side 21
Ekki var Fúsi neinn smali, og kom þar sjaldan nærri. Aldrei dró hann kind í réttum og þekkti ekkert fjár- mark. Þó fór hann í Skeiðaréttir á hverju hausti fram á áttræðisaldur, og jafnan gangandi. Stóð hann þá utan rétta. Málreifur ef á hann var yrt, og hýrnaði vel á brún ef gutlaði á glasi. Engin vissi þó hvað hann skemmti sér við í þeim stað, eða dró hann að rétta-skvaldrinu. Á yngri árum Fúsa, reyndu bændur á Skeiðum gjarn- an að hafa hann til fleiri nota en þeirra einna sem til féllu á bænum. Af því tilefni komst hann í eitt skipti til þeirrar virðingar að ríða á fjall til smölunar. Fékk hann nesti og nýja skó, eins og venja var, en hafði til reiðar hryssu væna, þægðar klárhross á góðum aldri. Fúsi fór ekki í leit á afrétti, en fylgdi trússurum milli tjaldstaða. Stjórnuðu aðrir ferðinni, og sáu um að allt færi vel, og kæmist á leiðarenda. Gerðist ekkert frásagn- árver fyrri en í síðasta áfangastað. Á þessum tíma þekktust ekki girðingar milli byggðar og afréttanna. Náttstaðir aðrir en nú eru, og nokkuð af heimalöndum smalað af fjallmönnum, um leið og af- réttir. Síðasta morgun leitarinnar, í Mástungna-nesi, tóku fjallmenn upp tjöld sín og bjuggust til brottferðar. Varð þá einhverjum litið til reiðskjóta Fúsa. Hafði sá orð á því að hryssan sýndist eitthvað miður sín og aumingja- leg í útliti. Við nánari athugun kom í Ijós að hún var svo drepmeidd í baki, að hún drógst sér naumast til bjargar. Þegar allt hjálpast að, lélegt reiðver, þungur knapi og ill áseta, er afar auðvelt að meiða hross í slæmu tíðarfari. En hvort sem ástæðan var ein eða fleiri, varð sá úrskurður á, að ekki mætti leggja reiðver á hryssuna. Hún yrði að ganga laus á leiðarenda. Fúsi varð því að rölta gangandi eftir safninu, til Skeiðarétta. Um hryssuna er það að segja, að meiðsli hennar gerð- ust banvæn þegar frá leið. Kom þar engin lækning að liði, og varð að fella hana um haustið. Þetta var lengsta ferð sem Fúsi fór ríðandi um æfina, og eina fjallferðin. Þá tókst svona til, að einsdæmi er á Suðurlandi. V egavinna. Á síðustu áratugum nítjándu aldar, fór fyrst að hilla undir þann möguleika, að leggja upphlaðna vegi á landi hér. Állt frá því er Náttfari helgaði sér Reykjadal, höfðu fætur manna og hesta troðið urðir og ótræði um heiðar og öræfi, og myndað götuslóða, sem voru lengi og eru sumstaðar enn, einu greiðfæru brautirnar eftir að fara. Þegar valdsmenn settu niður höfuðstað íslands, milli nakinna grjótholta við Faxaflóa, sáu þeir fljótlega, það sem alþýðan hafði lengi fastlega til fundið og vitað, að sá soðningarstaður hafði eigi af sjálfum sér, fólkinu til fæðslu, utan brunnvatn og njólastóð í bæjarsundum. Það sýndist því eigi vandfundin ástæðan fyrir því, að fyrsta vegagerðin skyldi upphefjast við Seltjörn, með stefnu til gróðursins á Suðurlandi, þar sem smjör draup af hverju strái, og fólkið hugsaði meira um bú-störf og afkomu sína, en kveðskap og vísnagerð. Því Sunnlend- ingar ortu alltaf lítið og aðeins fyrir sjálfa sig, öfugt við það sem gerðist í sumum öðrum héruðum. Ef litið er um öxl, yfir fyrstu áratugi vegagerðar hér- lendis, mæta auganu menn með skóflur og haka eina að vopni, í baráttunni við grjót og þjóttulegar torfmýr- ar. Oskiljanlegt finnst manni nú, á öld véla og verk- fræði, hvað gífurlegt starf var unnið með svo fábreytt- um verkfærum, með mannlegt vöðvaafl eitt að orku- gjafa. En svo hélt fram sem horfði, þar til bóndi í Fló- anum flutti inn fyrstu jarðýtuna, og skóp þáttaskil í sögu vegagerðar og jarðvinnslu á Islandi. En það er önnur og mikil saga, sem ekki verður sett á þessi blöð. Á þeim árum þegar vegurinn var fyrst ruddur yfir Hellisheiði, mun dagkaupið hafa verið tvær krónur, sjálfsagt fyrir 12 stunda vinnu. Lágt mundi það þykja nú, þegar krónutalan ein er höfð í huga. En ef betur er að gáð, og athugað hvað fyrir fékkst, kemur að sumu leyti annað í ljó's. Fyrir tvær krónur fengust í þá daga 70 signar grásleppur, en það var tveggja mánaða kaup vinnukonu, og ekki má gleyma þjóðdrvkknum, brenni- víninu. Dagkaupið jafngillti þrem pottum. Og af því var hægt að vera fullur, þá eins og nú, og óvinnufær í þrjá daga, eða jafnvel lengur. Þetta var hreinasta gullnáma þeim sem aldrei höfðu séð peninga, og komust færri að en vildu. Skeiðabænd- ur sáu þegar hilla undir nokkra fjárvon, kæmu þeir þræli sínum í vegavinnu, og mun þar séra Stefán hafa lagt ráðin á. Hvort sem um þetta var þingað lengur eða skemur, var Fúsi ráðinn til vegaruðnings á Hellis- heiði, og fluttur þangað í sláttubyrjun með pjönkur sín- ar. Þar skyldi hann bera grjót, éta harða þorskhausa, sofa í tjaldi sumarlangt og koma heim að hausti, með fulla vasa fjár. Verkfæri urðu menn að leggja sér til sjálfir, og fór fyrsta-dags kaupið fyrir skóflu, en hana mátti taka heim með sér í vinnulok, væri hún þá ein- hvers nýt. Snemma morguns tók Fúsi til starfa með öðrum mönnum. Bar hann grjót á börum, og þurfti ekki að taka nærri sér, því ekki skorti kraftana. Heitt var um daginn og köstuðu sumir klæðum til að létta sér starf- ið. En Fúsa brá hvergi þó sól skini í heiði. Féll honum vinnan í engan stað verr en margt annað sem hann hafði gert um æfina, heima í sínum fæðingarhreppi. En illa líkaði honum fæðið. Harðir þorskhausar, rúgbrauð og kaffi. Gekk honum illa að fá magafylli af harðmetinu. Brá svo við að missa skyrhræringinn, sem hann var van- ur að hafa á málum, og sýrudrukkinn við þorstanum, sem alltaf reyndist líka betri en ekkert til uppfyllingar ef á lá. En þarna, á þessum stað, var ekkert að hafa til drykkjar, utan blávatn úr fúlum kvartilum. Um kvöldið, eftir langan vinnudag, fékk Fúsi spá- nýja skóflu sem hann hafði unnið fyrir um daginn. Lét hann sér fátt um það finnast, en hugsaði þeim mun meira um matarvist þá sem hann átti í vændum sumar- langt. Flaug honum í huga, vera sín í Framnesi forð- um, og vildi allt til vinna að lenda eldd í samskonar Heima er bezt 397

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.