Heima er bezt - 01.11.1973, Blaðsíða 38
Katrín hristi höfuðið og skellihló líka. En hún var fljót
að grípa fyrir munn sér, sakbitin á svip. I því heyrðist
einhvers staðar sagt syfjulegt „úff“, og í því eina orði
fólst innileg vandlæting.
Hana, hugsaði hún. Þar höfum við vakið Skúla og sjálf-
sagt Ragga líka. Hún tók höndina frá munni sér og sagði:
„Uss, aumingja hann...
„Verður að vakna hvort sem er,“ tók yngri bróðirinn
samúðarlaust fram í. Síðan rétti hann Katrínu hönd sína
og sagði brosandi:
„Eftir á að hyggja var víst meiningin að segja sæl. Ég
heiti Rúnar Hjálmtýsson.“
Katrín endurgalt handtak hans og sagði til nafns síns.
Þegar þeirri athöfn var lokið, luku þau ferðalagi sínu til
eldhússins. Þar var Lovísa fyrir, smávaxin kona, kvik í
hreyfingum, dökkhærð og brúneyg eins og synir hennar,
að hella upp á kaffikönnuna.
Þegar þau höfðu skipzt á hinni venjulegu kveðju ár-
dagsins, sagði Lovísa við unga fólkið, sem tekið hafði sér
sæti við eldhúsborðið:
„Þið virðist þegar orðin góðir kunningjar."
Lovísa brosti við, en varð inn leið hugsað til eigin æsku-
ára. Þá hafði unga fólkið ekki verið jafnfljótt að kynnast
hvort öðru og æskan í dag. En hvað um það. Lovísu féll
allt eins vel við ríkjandi viðhorf.
„Oh, við vorum bara að kynna okkur lítilfjörlega aldur
hvors annars,“ varð syni hennar að orði.
„Ég þóttist heyra ávæning af því,“ sagði Lovísa og
brosti aftur.
Katrín lét fara vel um sig við eitt borðshomið. Það varð
til þess, að Rúnar sagði aðvarandi við hana:
„Veiztu ekki, að þú giftist ekki fyrr en að sjö árum liðn-
um, sitjir þú við borðshorn? Það segja hinar vísu kerl-
ingabækur.“
Katrín hló og færði sig betur fyrir hið „örlagaríka
hom“.
„Þá er bezt að sitja alveg í réttstöðu við það, svo að ég
sé þar með óhult,“ sagði hún um leið.
Rúnar færði sig snögglega til þannig, að hann sat einnig
við borðshorn.
„Ætla líka að vera alveg viss,“ tilkynnti hann stráks-
lega.
Lovísa hló.
„Þetta dugar ykkur nú anzi skammt, er ég smeyk um,“
sagði hún góðlátlega. Síðan vék hún máli sínu til Katrínar
og spurði: „Þú hefur vonandi sofið vel í nótt?“
„Eins og steinn.“
„Gott var að heyra það,“
Um stund var þögn, en svo sagði Lovísa:
„Þú getur auðvitað komið hlutunum fyrir eftir vild,
falli þér herbergið betur á annan máta.“
„Þakka þér fyrir, en mér líkar það prýðilega eins og
það er,“ anzaði Katrín hæversklega.
Rúnari var skemmt.
„Aumingja mamma bjóst við einhverri duttlungafullri,
vanþakklátri Reykjavíkurdömu, sem enginn vegur væri
að gera til hæfis,“ sagði hann með kátínublik í brúnum
augunum. Haxm hló og bætti við: „Þess í stað fékk hún
gullfallegt, blessað bam, sem ber utan á sér fyrsta flokks
uppeldi.11
„En Rúnar þó. Ég hef aldrei sagt nema helminginn af
þessu,“ sagði móðir hans ávítandi, næstum skelkuð.
„Gerir ekkert til,“ sagði Katrín glaðlega. „Ég trúði ekki
nema öðru hverju orði, sem hann sagði.“
„Það kemur sér vel,“ svaraði Lovísa andvarpandi, en
síðan ströng við son sinn: „Ég get ekki sagt, að ég sé neitt
yfir mig stolt af uppeldinu á þér, þegar þú færð þig til að
haga þér svona.“
„Vertu ekki að hrella þig yfir því. Það er löngu fram
komið, að þetta sé meðfætt,“ svaraði hinn orðhvati sonur
hennar um hæl. Svo vék hann sér aftur að Katrínu og
spurði:
„Eitt er það, sem ég brenn í skinninu eftir að fá að vita.
Hvað sagði skólastjórinn, þegar hann leit hið gullfagra,
blessaða barn í kennslukonumynd?“
Lovísa dæsti, en Katrín svaraði samstundis:
„Velkomin. Ég vona, að þú kunnir vel við þig hérna.“
Rúnar skellihló, og móðir hans brosti. Samt hristi hún
höfuðið lítið eitt, eins og vildi hún segja: „Hún er þá lítið
betri.“ Katrín hafði nefnilega líkt eftir hægum drafandi
málrómi skólastjórans.
„Hann er nú líka orðlagður fyrir háttvísi,“ sagði Rúnar
stríðnislega.
Katrín lyfti brúnum.
„Svo, vandræði fyrir þig að lenda ekki í skóla hjá hon-
um.“
„Það kemur sér vel, að hún tekur þig ekki alvarlega,
Rúnar minn,“ sagði Lovísa.
„Oh, ég á nú ekki fimm bræður fyrir ekki neitt,“ sagði
Katrín.
„Fimm, virkilega fimm?“ spurði Rúnar vantrúaður.
„Já, reyndar.“
„Það er stór hópur,“ sagði Lovísa. „Áttu kannski systur
líka?“
„Nei.“
„Og hvar ert þú í röðinni?“ spurði Rúnar.
„Yngst.“
Katrín sá kímnisleiftur tendrast í augum Rúnars, og
þótt hún hefði aðeins þekkt hann stutta stund, vissi hún,
að nú fengi hún eitthvert stríðnisskeyti frá honum. Það
var rétt til getið.
„Eina dóttirin og yngst að auki,“ tautaði hann. „Út-
leggst vafalaust uppáhaldsbam fjölskyldunnar, ekki satt?“
„í minni fjölskyldu em allir jafnir,“ sagði Katrín hátíð-
lega.
í sömu andrá bauð Ragnar Kárason góðan dag úr eld-
húsdymnum. „Við höfum víst ekki sézt áður,“ hélt hann
áfram og rétti Rúnari hönd sína. „En þú hlærð bara
skemmtilega," bætti hann við.
Rúnar roðnaði og brosti vandræðalega, eins og hann
vissi ekki vel, hvernig hann ætti að taka þessari athuga-
semd. Loks fæddist kátínublik í brúnum augum hans, og
hann mælti háalvarlegur:
„Þakka þér fyrir, það gleður mig, að þér skuli geðjast
414 Heima er bezt