Heima er bezt - 01.11.1973, Qupperneq 29
E. KOBLE AKT
I it t Lm
f
toga spunnið, svo og tyrkneska heit-
ið Fawrani (þjóð Faraós).
Auk rom kalla Sígaunar stundum
sjálfa sig kale eða millde (hina skinn-
dökku); einnig nefna þeir sig sind
eða sinte, sem leiðir hugann aftur að
Indlandi, því Sind er hérað við Gang-
es-fljót þar í landi. Sumir spekingar
hafa meira að segja gengið svo langt
í getgátum að setja upprunastað Sí-
gaunanna niður á því hrjóstruga
landssvæði Hindu Kush, sem mun
vera á þeim slóðum, sem við nú nefn-
um Afganistan. Sögn hermir, að Sí-
gaunarnir hafi byrjað flótta sinn und-
an þeim arma skelmi, Timur Lenk,
sem á fjórtándu öld gekk sem logi
yfir akur margra þjóðlanda, með fá-
dæma offorsi og grimmd.
Sígaunar kalla utanaðkomandi fólk
gadjes eða gorgios. Ég væri t. d.
gorgios í þeirra augum. Sums staðar
hefur orðið veruleg breyting á lifn-
aðarháttum sannra Sígauna. T. d. á
það sér stað á Spáni, að ekta rom
er hættur að flækjast um, en hefur í
þess stað komið sér fyrir í góðu húsi
eða þægilegum helli!
Munnmælasaga segir, að til Evrópu
hafi Sígaunar fyrst komið sem hljóm-
listarmenn frá keisarahirðinni í Pers-
íu. Þetta á að hafa skeð um 420 e. Kr.
Frá Persíu á leið þeirra að hafa legið
til Tyrklands, þaðan yfir Grikkland,
síðan til annarra Balkanlanda og svo
til Vestur-Evrópu. Skriflegar heim-
ildir eru til um það, að þjóðflokks-
ins hafi fyrst orðið vart í Vestur-
Evrópu á Lúneborgarheiði í Norður-
Þýskalandi um 1417. í Danmörku
hafa þeir verið viðloðandi síðan 1550,
með hléum þó, því um tíma var þeim
algerlega bannað að koma þangað,
en þeir komu aftur, þegar þeir töldu
sér það óhætt.
Þeir, sem lesið hafa Nonna-bæk-
urnar (Jóns Sveinssonar) munu
kannski minnast þess, þegar Nonni
Sígaunar hafa löngum haft orð á sér
fyrir að vera snjallir hrossaprangarar
og framúrskarandi hrossalæknar. —
Konur þeirra eiga að hafa þann hæfi-
leika að geta séð 'framtíðina fyrir,
t. d. með lestri í lófa. Myndin sýnir
markaðstorg einhversstaðar á Eng-
landi um miðja 18. öld. Sigaunar sjást
þar að verki við flest þau störf, sem
þeir eru kunnastir fyrir: Hrossa-
prang, fiðluleik, lófalestur og trúð-
leika.
komst í slagtog við Tatarana, sem
ferðuðust um í vögnum með hest-
um fyrir og sýndu trúðleika. En
Sígaunar hafa löngum aflað sér lifi-
brauðs með hvers kyns trúðleikum.
Nonni komst í hina verstu klípu við
að losna frá Töturunum aftur, var
orðinn hræddur um, að þeir ætluðu
að ræna sér og flytja til ókunnugra
landa. Tatararnir voru Sígaunar, en
sums staðar í Danmörku og Svíþjóð
eru þeir nefndir þessu nafni. Það orð
Heima er bezt 405