Heima er bezt - 01.11.1973, Page 35

Heima er bezt - 01.11.1973, Page 35
ÞORBJÖRG FRÁ BREKKUM TRYGGÐAPANTUR 1. HLUTI 1. KAFLI OFT SKIPAST VEÐUR í LOFTI Septembermánuður beið í þögulli kyrrð við þröskuld litla sveitaþorpsins, Lágeyrar, svo sem við aðra íslandsbyggð. Sumarið var tekið að afklæðast iðgrænum búningi sín- um og hinn fölbleiki burtfararklæðnaður þess að taka við. Krónur blómanna svignuðu dálítið niður, eins og fyndu þau til sársauka yfir óskeikulleika tímans. Þau höfðu löngu glatað sinni ósnortnu, fersku fegurð og djúpu ang- an, sem þau höfðu átt í svo ríkum mæh, þar sem þau höfðu risið hnarreist meðal grænna grasa á hátindi ævi sinnar. Litla sveitaþorpið, Lágeyri, lætur htið yfir sér skammt frá fjalli nokkru, sem nefnist Eyrarheiði. Getur þar að hta hátt upp í brekku fjahsins klettabelti allskuggalegt, næstum hrohvekjandi til að sjá. Þó er það nokkurn veg- inn hættulaust mönnum, hafi þeir sjálfir rænu á að gæta sín. Þar eru djúpir hellar, sem seUast langt inn í bergið, en mynni þeirra eru nær því ósýnileg, fyrr en að þeim er komið. Austurhlið þorpsins liggur að víðáttumiklu landi, svo til jafnsléttu. Þar hefur hin landsfræga bændamenning haslað sér völl, svo að um munar. Þar sem áður voru brunasár moldar og sanda, er nú uppgrætt land, tún bændanna. Með nýtízku vélakosti velta þeir iðgrænni töðu inn í reisulegar heyhlöður. Nú eru þarna nýtízku bæir, sem hafa komið í stað gamaUa, veðurbarinna torf- bæja á löngu hðnum dögum. Nú eru þar rafmagnsljós, en ekki vesæll grútarlampi til að lýsa upp náttmyrkrið á löngum vetrarkvöldum. Sunnan við þorpið eru sérkennilegir eyrahryggir, sem liggja í bugðum og beygjum eins og til skrauts, vaxnir lyngi og mosa. Lengra til suðurs tekur við stórgrýtt hraun, sem nær alla leið niður að dúnmjúkum fjörusandi, er öldur hafsins sleikja með freiðandi hvítlöðri, af mis- munandi snerpu, en alltaf af sömu tryggð. í vestri eru bændabýli, flest uppi við afhðandi fjallahring, sem að lokum hnígur inn í blámóðu fjarskans. Þennan morgun var ung stúlka að rísa úr rekkju í einu íbúðarhúsi Lágeyrar. Þegar hún hafði lokið við að klæða sig og snyrta, gekk hún út að glugganum og dró tjöldin frá. Síðan beindi hún bláum augumun út yfir þorpið, eftirvæntingafuh og rannsakandi. Þetta var líka fyrsti morgunn hennar á þessum stað. Hún sá þétta röð skipulegra íbúðarhúsa, sem vöktu fremur htla athygh hennar. Hins vegar sýndi hún bama- skóla staðarins því meiri áhuga. Hún var líka nýja kennslukonan, sem mundi verja þar fjölmörgum kennslu- stundum á komandi vetri. Skóhnn var fremur nýtízku- legur að byggingarformi og allur hinn snyrtilegasti á að líta. Það gladdi hana, ljóshærðu, bláeygu stúlkuna við gluggann. En samt gat það ekki komið í veg fyrir sakn- aðarkenndina, þegar henni var hugsað til gömlu skóla- félagaxma, sem hún hafði þolað súrt og sætt með á hðnum vetrum. Nú stóð hún við gluggann í ókunnu sveitaþorpi, svo undarlega einmana, langt fjarri ættingjum og vinum. Það var fáránlegt, fjarstæðukennt, en hræðilega raun- verulegt. Hún strauk annarri hendi yfir enni sér eins og til að fullvissa sjálfa sig um veruleikann, er við henni blasti. Fyrir fáum mánuðum hefði hún talið útilokað að gerast kennari úti á landsbyggðinni. En nú var hún þar niður komin, af eigin ósk, eigin þrákelkni, gegn vilja foreldr- anna. Og enginn mátti vita og allra sízt þau, hvers vegna hún hafði sótt mál sitt svo fast. Það leið skuggi yfir dimm- blá augu stúlkunnar og viðkvæmnislegar varir hennar herptust saman, þegar henni var hugsað til undangeng- inna mánaða. Þeir höfðu reynzt henni þögult andstreymi á bak við glaðlegt yfirborð, til þess að villa öðrum sýn. Hún brosti biturt. Engan mátti gruna, að hana langaði ekki vitund burt frá Reykjavík. Hún stundi við. Það var svo auðvirðilegt að látast. En samt þegar hún minntist ástæðunnar fyrir því, vissi hún, að henni hefði verið ómögulegt að breyta öðruvísi. Ástæðan var alltof skamm- arleg til þess, að hún gæti sagt foreldrum sínum frá henni, eða yfirleitt nokkrum manni. Þess vegna sló hún um sig þagnarmúr. Oft, svo margoft, hafði hún spurt sjálfa sig í þögulli Heima er bezt 411

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.