Heima er bezt - 01.11.1973, Side 9

Heima er bezt - 01.11.1973, Side 9
skógunum var rutt brott í byrjun sögu vorrar og Njáll lét aka skarni á hóla og til vorra daga. Túngróðurinn var fastmótuð gróðursveit, með nokkrum gróðurhverf- um allt eftir legu túnsins, jarðvegi þess og raka. En þeg- ar hin nýja ræktunaröld hófst, sem hér eins og annars staðar, miðaði að því að ná sem mestri uppskeru með öllum tiltækum ráðum, gjörbreyttist túngróðurinn, bæði vegna innflutnings nýrra, stórvaxnari tegunda en þær gömlu, aukinnar áburðarnotkunar og vinnslu og tilreiðslu jarðvegsins. Þar er skapaður nýr túngróður, og um leið vegna þenslu hins ræktaða lands hefir göml- um gróðurlendum verið breytt í tún, og þau því horfið úr sögunni, en einnig hefir áhrifa r'æktunarinnar gætt langt út fyrir hið ræktaða svæði m. a. vegna þurrkunar landsins. Það er ekki einungis að mýrarbletturinn í gamla túnfætinum sé horfinn, heldur hafa mýrarnar allt umhverfis túnið tekið breytingum vegna hinnar nauðsynlegu þurrkunar. Bæjarlækurinn með sínum sér- staka bakkagróðri er horfinn út í einhvern hinna djúpu framræsluskurða, eða huhnn í lokræsi. Þá er einnig unnið að því að bæta beitilöndin með áburðargjöf og jafnvel þurrkun. Hvorttveggja hefir í för með sér breytingu á lífsvæðum, og veí má svo fara að ýmsum tegundum verði útrýmt og aðrar komi í staðinn, svo að fram komi ný gróðurhverfi. Þetta er eðlileg fram- vinda, sem þó verður að gerast með allri gát, svo að ekki fari hjá oss eins og svo mörgum tækniþróuðum þjóðum, að hin nýja ræktunartækni þeirra hefir eytt með öllu hinum upprunalega gróðri, ræktarlönd komin í stað- inn. Þar sem fyrr voru mýrar, flóar, þurrengjar, heiðar, kjarr eða skóglendi, eru nú akurlendi. En þótt hinir bleiku akrar séu glæsilegir og gagnlegir, hefir samt sitt af hverju tapast, sem skarð og missa er í. Danir sakna nú t. d. storksins, sem áður var heimafugl á nær hverju býli, en hvarf úr sögunni um leið og mýraflákarnir voru þurrkaðir, og með þeim hurfu froskar og önnur þau dýr, sem storkurinn lifði af. En áður en ræktunin kom til sögunnar var það rányrkjan, sem útrýmdi gróð- urlendunum, og náttúran hlaut að skapa önnur ný. Eitt stórfelldasta dæmi í nágrannalöndum vorum í því efni eru lyngheiðarnar á Norður-Þýskalandi og Jótlandi. Ófrjótt land og til lítilla nytja, en þar voru fyrrum víðáttumiklir skógar, sem eyddust af rányrkju, bruna, höggi og síðast en ekki síst beit, svo að ungviðið náði ekki að vaxa. Nú er mannshöndin telcin til og breytir heiðunum í barrskóga og akurlendi. Enda þótt rán og ræktun séu fullkomnar andstæður, getur hvorttveggja leitt til hins sama, þ. e. að hin nátt- úrlegu gróðurlendi hverfi og önnur komi í þeirra stað, en sá er munurinn, að rányrkjan skilur eftir lítils eða einskisvert land, en ræktunin skapar arð og nytjar. Rányrkjan hefir orðið oss íslendingum þung í skauti á liðnum öldum. Skógarnir, sem klæddu landið milli fjalls og fjöru hurfu fyrir öxi og sauðartönn, og eru þar eftir blásnir melar og ófrjó hrjóstur, sem að vísu eru lífsvæði en þó fjarri því að vera ákjósanleg, og það sem ískyggilegast er, eyðing skóganna hefir haft í för með sér ónýtingu og nær fullkomna eyðingu stórra landsvæða, og enn heldur vindurinn áfram að feykja burt moldinni undan fótum vorum. Því hljótum vér að spyrna þar við fótum og skapa ný lífsvæði, bæði til þess að nýta þau lönd, sem eyðst hafa, og vernda hin, sem eftir eru, fyrir öflum eyðingarinnar. Enda þótt ræktunin og aukning byggðar og þeirra mannvirkja, sem henni fylgja sé eðlileg þróun, sem hlýt- ur að hafa sinn framgang megum vér ekki missa sjónar á því, að allar slíkar atgerðir hafa í sér fólgna hættu á að lífsvæðum verði eytt eða þeim spillt. Og þótt þau ef til vill við fyrstu sýn virðist ekki til mikilla hags- bóta, geta með þeim farið forgörðum náttúruverðmæti, sem ekki verða bætt. Það er þessi hætta, sem meðal annars hratt af stað þeirri hreyfingu, sem kallast nátt- úruvernd. Enginn maður með opin augu neitar gildi hennar, en því miður hafa sumir áköfustu fylgjendur hennar oft gerst einsýnir um of, og raunar krafist að engu megi breyta. Jafnvel að ekki megi breyta söndum og melum í nytjaland. Það er auðsætt, að ekki verður hamlað gegn eðhlegri þróun þjóðfélaga, og að maður- inn krefst réttar síns og tilveru, og jafnframt er sífellt stefnt að auknum þægindum, betra mannlífi ef svo mætti að orði kveða. Hlutverk náttúruverndar hlýtur því að vera að finna hinn gullna meðalveg, sem annars vegar leyfir eðlilega þróun og framkvæmdir, en gætir þess um leið að lífsvæðum og öðrum náttúruverðmæt- um sé ekki spillt að þarflausu. Nær allar framkvæmdir byggðarinnar hafa einhver náttúruspjöll í för með sér, a. m. k. ef vér lítum á náttúruna umhverfis oss sem óbreytanlega, sem hún raunar ekki er. Þar má nefna nýræktir, þurrkun lands, vegagerð, virkjanir vatnsfalla, húsabyggingar o. s. frv. Frá engu þessu verður snúið, en lausn málanna er sú ein að skipuleggja.framkvæmdir þannig, að sem minnstir árekstrar verði við náttúru landsins. Þar verður að leggja sérhagsmuni og tilfinn- ingamál einstaklinga til hliðar, en leggja línurnar eftir því, hvað tryggi heildinni mestar hagsbætvu:, án þess að nokkrum hlut sé spillt að nauðsynjalausu, og þau sár, sem óhjákvæmilegt er að veita, verði grædd með öllum tiltækum ráðum, og þau ráð eru vissulega mörg, ef vit, vilji og þekking leggjast á eitt. í upphafi var á það drepið, hver hætta væri á ferð- um ef haggað væri við einstökum lífsvæðum, og svo getur meira að segja farið, að ekki verði hjá því komist að einhver slík svæði verði dæmd til eyðileggingar. En áður en svo verði þarf að ganga úr skugga um, hvort önnur slík sé ekki annars staðar að finna, eða hvort ekki sé kleift að skapa þau að nýju, því að sífellt verður að forðast að gera lífheildir náttúrunnar fátækari, held- ur að auðga þær. Skulu nú rakin nokkur atriði sem benda á gildi lífsvæðanna fyrir mannlífið í heild. 1. Gildi lífsvæðanna í heildarbúskap náttúrunnar. Því miður vitum vér alltof lítið um afstöðu og þýð- ingu lífsvæðanna innbyrðis. Vér getum gert oss í hug- arlund hvað tapist, ef eitthvert svæði eyðileggst, en ekki Heima er bezt 385

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.