Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1986, Side 4

Heima er bezt - 01.07.1986, Side 4
Sendiherra ljóðsins Sigurður Hafstað hrl., fyrrum ambassador og áður sendiráðunautur í Moskvu, Stokkhólmi, París og Osló Ólafur H. Torfason ræddi við hann. Laus úr útlegðinni: Sigurður Hafstað sjö- tugur, hættur opinber- um störfum og nýfluttur heim til íslands, ásamt Ragnheiði Kvaran, eig- inkonu sinni. Afi hennar, Hannes Haf- stein, vakir yTir öllu af veggnum. MYND: ÓHT. Sigurður Hafstað hefur um 35 ára skeið verið skagfirsk þjóðsagnaper- sóna í sendiráðum Islands. Fólk af ólíkasta tagi, en ekki síst námsmenn, hefur kynnst greiðvikninni og kurteis- inni, svo ekki sé nú talað um menning- una. Golda Meir, Boris Spassky, Jón Helgason, Friðrik Þórðarson og margt annað stórmenna hefur talið hann einn mætasta vin sinn. Rithöfundarnir John Steinbeck og Þórbergur Þórðarson sáu báðir ástæðu til að hæla honum í endurminningum sínum. Sigurður er of hógvær til að nenna að rekja afrekssögur og ævintýri. Hann leyfir okkur að skyggnast inn á baksvið þeirra. HAFSTAÐ = FRA HAF- STEINSSTÖÐUM - Ég er fæddur í Vík í Staðarhreppi, Skagafirði, 1916. Bærinn er nær miðja vegu milli Sauðárkróks og Varma- hlíðar. Foreldrar mínir voru Ingihjörg Sigurðardóttir frá Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð og Árni Jónsson Hafstað frá Hafsteinsstöðum. Við vorum 10 systkini sem upp komust, 5 bræður og 5 systur. Ég er næstelstur. Hafstaðs-nafnið er þannig til komið að þegar faðir minn var við nám í Bændaskólanum á Hólum voru þar þrír Árnar Jónssynir samtímis. Hann var þá til aðgreiningar frá hinum kallaður ýmist ,„Hafsteins“ eða „Hafstað“ og þetta varð til þess að hann tók sér ættarnafnið Hafstað og fékk það skráð. Foreldrar mínir höfðu hlotið meiri skólagöngu en þá var almennt. Faðir minn naut barnaskólanáms í heimahúsum hjá heimiliskennara, en 17 ára gamall var hann sendur í skóla til sr. Árna Björnssonar á Sauðárkróki í eitt ár. Síðan kom búnaðarnám á Hólum í tvo vetur. þá garðyrkjunám í Gróðrarstöðinni á Akureyri og loks var hann við nám í búfræði í Danmörku og Noregi. I Danmörku hreifst hann svo af lýðháskólahugmyndinni 248 Heimu er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.