Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1986, Page 9

Heima er bezt - 01.07.1986, Page 9
í Osló veturinn 1963-64: Fjölskyldan í Osló. Frá vinstri: Sigríður, Ragnheiður, Þórunn, Hildur, Ragnar, Ingibjiirg, Árni og Sigurður. þessu tímabili. Annars voru störf mín í ráðuneytinu á þessum tíma í alþjóðadeild. Ég var og ritari íslensku FAO-nefndarinnar, undirbjó yfirleitt utanrikisráðherra- fundi Norðurlanda, annaðist málefni sem vörðuðu Evrópuráð, Sameinuðu þjóðirnar og nokkrar sérstofnanir þeirra. Á þessum árum sótti ég oft Evrópuráðsfundi til Strassborgar og einu sinni FAO-þing í Rómaborg. Jafn- framt starfi mínu í utanríkisráðuneytinu á þessum árum rak ég lögmannsskrifstofu í Reykjavík í nær tvö ár, sem kona mín veitti i rauninni forstöðu, en ég kom þangað að loknu starfi í ráðuneytinu. Þannig rifjaði ég upp ryðgaða lögfræðikunnáttu mína, en lögfræði hefur mér alla tíð verið hugleikin. Sumarið 1960 var ég svo sendur til starfa að sendiráði íslands í Osló. Um það bil sem þetta var ákveðið var hringt til mín úr Hæstarétti; þar var forseti Hæstaréttar Jónatan Hallvarðsson í símanum. Hann sagðist hafa heyrt að ég væri á förum til útlanda og vildi fá mig í hóp hæstaréttar- lögmanna áður en ég færi. Ég hafði áður flutt tvö mál fyrir réttinum, sem bæði höfðu verið samþykkt sem prófmál. Hann bauð mér nú þriðja og síðasta prófmálið sem myndi ef vel tækist gefa mér réttindi sem hæstaréttarlögmaður. Mér þótti vænt um þetta boð. Ég náði prófinu og stend síðan í þakkarskuld við Jónatan Hallvarðsson. Til Oslóar kom ég sumarið 1960 með konu og fjögur börn. Búslóð okkar eyðilagðist í flutningi til Noregs en mesti skaðinn var, að flestar bækur mínar skemmdust svo mikið að ekki varð úr því bætt. Eftir mikla eftirgangsmuni fékk ég smánarbætur fyrir þetta mikla tjón. í Noregi eignaðist ég góða vini. Ég kynntist fljótt Tönnes Andenæs forstjóra Háskólaforlagsins, sem var þá eitt stærsta útgáfufyrirtæki á Norðurlöndum. Tönnes varð síð- ar stórþingsmaður en fórst í járnbrautarslysi á miðjum aldri. Hann var einn besti vinur sem ég hef eignast. Hann hafði einlægan áhuga á íslandi og íslenskum málefnum, sem mun eiga rót sína að rekja til þess að á háskólaárum sínum kynntist hann hópi góðra íslendinga sem stunduðu framhaldsnám við Oslóarháskóla þar sem hann var þá við nám. íslandsvinátta Tönnesar var ekkert hégómamál. Hann var ekki í hópi þess fólks, sem hefur það að tóm- stundargamni eða hobbíi að iðka íslandsvináttu og velur þá landið af tilviljun eða samkvæmt lögmálum þeirra sem taka upp á því að safna frímerkjum. Kynni mín við Tönnes Andenæs urðu þess valdandi að háskólafólk varð kjarni vinahóps míns í Osló. ,,SJÁLFSTÆÐ UTANRÍKIS- STEFNA" í PARÍS . . . í Noregi var ég þangað til í júnímánuði 1965, en þá var ég sendur til Parísar og þá voru börnin orðin sex, okkur fæddust tvíburar hálfu ári eftir komuna til Noregs. 1 París dvöldumst við þangað til vorið 1969. Það var að sumu leyti erfitt að eiga þar heima, þar urðum við að fást við ný vandamál og þá ekki hvað síst þau sem voru tengd skóla- göngu barna okkar. Fimm þeirra voru með okkur í París, Ingibjörg gekk í amerískan skóla, Hildur í sænskan, og þau yngstu 3, Ragnar, Sigríður og Árni, í franskan. Það var stundum tafsamt að smala þeim öllum heim að skóla loknum. Við bjuggum fyrst í útjaðri borgarinnar, umferðin var erfið, stundum tók það mig allt að þremur klukku- stundum að komast heim að kvöldi. Þetta var á margan hátt strembinn tími. Fjárhagur minn var naumur, laun hrukku ekki til. Kostnaður við heimilishald diplómata er- lendis er mun meiri og annars eðlis en á heimaslóðum. Það er t.d. óhjákvæmilegt að senda börn í einkaskóla sem kosta drjúgan skilding. Eiginkona diplómats gegnir starfi heimafyrir sem er mjög svo tengt embættisskyldum hans þó hún njóti ekki réttinda almennra launþega. Norðurlöndin, og raunar öll önnur lönd sem ég þekki, taka mið af þessum staðreyndum. Þar að auki getur konan ekki, samkvæmt einhverjum dularfullum diplómatískum lögmálum, starfað utan heimilis að launuðum hugðarefnum sem ekki tengjast sendiráðinu. Ráð er fyrir því gert að fjölskylda diplómats geti lifað á launum einnar fyrirvinnu og ekkert tillit tekið til fjölskyldustærðar, sem tíðkast þó hvarvetna hjá diplómöt- um annarra þjóða. Það var í tísku á þessum árum að níðast á fjölskyldufólki utanríkisþjónustunnar erlendis. Kímnigáfa ráðherra lýsti sér meðal annars í því, að hann sagðist ekki bera ábyrgð á barneignum starfsmanna sinna og þótti þetta góð fyndni. Að þessu leyti höfðum við íslendingar sjálf- Heimaerbezt 253

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.