Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1986, Qupperneq 15

Heima er bezt - 01.07.1986, Qupperneq 15
XII Utanlandsför frú Thoresen varð henni bæði til gagns og gamans. Nú var hún ákveðnari en nokkru sinni fyrr að helga skáldskapnum allar tómstundir. Árið 1857 hverfur Ibsen frá Bergen, en ungt skáld, Björnstjerne Björnson, er ráðinn að leikhúsinu. Hann hafði samið fyrsta leikrit sitt fyrir tveim árum, stóð nú á hálfþrí- tugu, en frú Thoresen 38 ára. Björnson varð brátt heimagangur á prestsetrinu og ein- lægur aðdáandi frúarinnar. Þau drógust hvert að öðru sem samherjar og elskendur. Hann var alger andstæða Ibsens í framkomu, minnti á norska veðurfarið. Hann gat tekið allan heiminn í faðm sér, gælt við hann í gleði sinni, tyftað í reiði sinni; ávallt barmafullur af lífsþrótti, djörfung, hug- sjónum. Frú Thoresen líkti honum við guðinn Júpiter. Um kynningu þeirra farast frúnni svo orð: „Þá endurfæddist ég, mér varð ljóst, hvar ég stóð, og hér var í rauninni að finna vísinn til þess, að ég varð skáldkona. Enginn hefur verið nrér eins andlega skyldur og hann: hann var í raun og sannleika andlegur faðir minn. Ég hlaut að elska hann.“ — Siðar nefndi Björnson samband þeirra „andlegt hjónaband“. Eftir að Björnson kom að leikhúsinu, mátti segja, að uppreisnarástand ríkti lengi í bænum. Lögreglunni var jafnvel sigað á þá, sem bezt unnu þar að þjóðlegri list. Og Björnson mun hafa notið þess að berjast. Þennan erfiða tíma stóð Magdalena Thoresen við hlið hans. Það var í stofunni hjá henni, sem flokkur hans brýndi vopnin. Ýms- um mun í einlægni hafa þótt mjótt á mununum, hvort þessi angurgapi væri með réttu ráði, því að honum varð varla á að ganga troðna slóð. Kvenþjóðinni í Bergen kom þó saman um, að hann væri að minnsta kosti skemmtilega vitlaus. Sumar gættu að vísu sóma síns, byrgðu þá skoðun í barmi, því að þetta var voðamaður. Hann elskaði storma og stríð, vildi leggja máttarstólpa að velli, kom með fangið fullt af vori og sól inn í norskt þjóðlíf: Jeg vœlger mig april, fordi den slormer, fejer, fordi den smiler, smœlter, fordi den ævner e/er, fordi den krœfter vœlter, — i den blir somren til! Þenna streng sló Hannes Hafstein líka íslenzku æsku- fólki framan af árum, og eru ekki kyn, þótt annarlegur fiðringur færi um gömul sálarhró við svo skyndilega vor- komu eftir ísavetur. Magdalena Thoresen átti dýrlega daga um þessar mundir. þótt hún ætti við ýmsa örðugleika að etja. Hún talar um bráðfleygar, stolnar stundir. — Maður hennar hafði verið við rúmið árum saman og þurfti nákvæma hjúkrun. Hún lagði sig fram urn að hlynna að honum, lét sér mjög annt um uppeldi barna sinna og sinnti sjálf hús- frevjustörfum. Að listinni vann hún milli búrs og eldhúss. Hún varð fyrir hatrömmum árásum. Að sögn hennar sjálfrar var á orði haft, að hún hugsaði ekki um annað en „að tildra sér til, daðra og skrifa komedíur“. — Gamlar konur urðu ósköp skrýtilegar til augnanna, er þær horfðu á eftir prestsfrúnni á götu. Sumarið 1858 lézt séra Thoresen. Til þessa hafðrprests- frúin ekki þurft að hafa afskipti af fjármálum, en nú var röðin komin að henni að sjá heimilinu farborða. Yngstu stjúpbörnin voru enn í heimahúsum, sjálf hafði hún eignazt fjögur börn og varð að sjá fyrir aldraðri móður. Efnin voru mjög til þurrðar gengin, og ekkjustyrkurinn hrökk hvergi nærri. Þá tók frú Thoresen þá djörfu ákvörðun að lifa á ritstörfum. Bezta vinkona Súsönnu Thoresen var Karólína Reimers, hláturmild hnyðra og lífsglöð. Hún var einn heimagang- urinn hjá prestsfrúnni, hljóp stundum í skarðið, þegar leikkonu vantaði, en hafði annars enga reynslu á sviði. Fundum þeirra Björnsons og hennar hafði fyrst borið saman í stofunni hjá frú Thoresen. — Hún leit hann sömu augum og flestar konur borgarinnar. Hann var undarlegi maðurinn, eldhuginn með snilligáfuna- eða brjálsemina. Hún stokkroðnaði, þegar Björnson sneri sér að henni og ávarpaði hana í fyrsta sinn, sagði umbúðalaust: „Vitið þér, hvað sonur minn á að heita, þegar ég eignast hann? Hann á að heita Björn.“ — Svo lét hann dæluna ganga allt kvöldið. í næsta skipti, sem hann sá þessa ungu stúlku, gekk hann til hennar og sagði: „Þér eruð óskrifað blað. Ég skal skrifa á yður.“ Svo var það í Þrándheimi 16. maí árið 1858. Björnstjerne Björnson gengur ásamt Karólínu Reimers frá leikhúsinu út Kongens gate allt að Steinberget, þar sem leið liggur upp í mót. Hann nemur staðar og segir: „Viljið þér leggja á brattann með mér?“ — Svo leggja þau á brattann. Þetta er dálítið erfitt, og enn nemur hann staðar og spyr: „Viljið þér fylgja mér lengra upp? Hafið þér kjark til þess?“ — „Já, það hef ég,“ segir hún og skilur nú þenna tvíræða leik orða og athafna, — og í hálfa öld héldu þau áfram upp brattann. Björnson hélt trúlofun sinni stranglega leyndri um sinn, og mun flestum hafa þótt óiíklega til getið, að hann felldi hug til Karólínu litlu Reimers. I september um haustið giftast þau. Þrem mánuðum eftir lát Thoresens. Magdalene hefur sjálf lýst því, hvílíkt reiðarslag sú fregn varð henni, enda á henni að skilja, að hér hafi Björnson leikið tveim skjöldum. Aldrei hafði hvarflað að henni, að hann væri hrifinn af þessum heimagangi í prestshúsinu, þessari kornungu hnyðru. Hún hafði verið trúnaðarvinur hans öllum fremur. Þó leyndi hann hana þessu! En þar sem sólin skín, þar eru líka skuggar. Persónugerðin er spunnin úr mörgurn þáttum, má vera, að styrkustu þættirnir séu ofnir á kostnað annarra. Magdalena hefur ritað margt í trúnaðarbréf um hugrenningar sínar um þessar mundir, en því verður sleppt hér, en svo mikið varð henni um, að hún varð sjúk um sinn. Þegar svo virtist hins vegar sem Björn- son vildi eða gæti ekki án hennar verið, hjarnaði hún við. Heimaerbezt 259

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.