Heima er bezt - 01.07.1986, Síða 19
SIGRÍÐUR SCHIÖTH,
Akureyri
Gamla
kommóðan
Á síðustu áratugum hefur áhugi fólks
hér á landi vaxið mjög í þá átt, að
varðveita minjar feðranna, svo sem
gömul hús, gömul verkfæri og hús-
búnað allan. Við að handleika og
skoða þá búshluti, sem formæður og
feður urðu að notast við í lífsbarátt-
unni, fáum við nútímafólk meiri
skilning á lífi þeirra og starfi. Fyrir og
eftir síðustu aldamót mun húsbúnað-
ur víðast hvar, a.m.k. meðal almenn-
ings, hafa verið harla fábrotinn. Þó
komu snemma fram á sjónarsviðið
svokallaðar „kommóður“, og mun
það orð vera úr dönsku komið, en var
þýtt „dragkista“, á íslensku. Lýsir það
hirslunni allvel, þar sem í henni eru
margar skúffur, er dregnar eru út við
notkun. Kommóðuheitið hefur nú
samt haldið velli, víðast hvar á land-
inu og geymdu húsfreyjur þar spari-
klæðnað, myndir og fleira dýrmætt í
þeirra eigu.
Ein slík kommóða hefur verið æði
lengi í eigu formæðra minna. Eignað-
ist ég hana ung að árum og er hún nú í
eigu dóttur minnar, sem ber sama
nafn og kona sú. er fyrst átti gripinn.
Þegar ég horfi á gömlu kommóðuna
kemst ég í undarlegt hugarástand og
sé fyrir mér fólk og atburði löngu lið-
ins tíma. Að gamni mínu ætla ég nú
að hugsa mér hana hafa málfæri og
láta hana segja mér eitt og annað, frá
liðnum dögum.
Auðvitað mun aðeins koma fram
það, sem ég veit.
125 ára?
Valgerður III
og gamla
kommóðan:
Valgerður Guð-
rún Schiöth, hús-
freyja á Rifkels-
stöðum í Eyja-
firði, er þriðja
Valgerðurin í
sögu kommóð-
unnar, sem er
trúlega 125 ára
um þetta leyti.
A veggnum er
mynd af hjón-
unum á Lóma-
tjörn, Valgerði
„11“ Jóhannes-
dóttur og Guð-
mundi Sæmunds-
syni og börnunum
ellefu, en höf-
undurinn er eitt
þeirra.
MYND: ÓHT.
Frásögn kommóðunnar:
„Já, ég er nú ættuð austan af landi,
líklega af Fjöllunum. Ég varð til þegar
hann Jóhannes afi þinn var ungur og
fallegur maður. Þá var hann alltaf að
hugsa um hana Valgerði, ja, hún var
nú líka ung og falleg, hún Valgerður
og ætlaði að verða konan hans. Jó-
hannes lét smíða mig handa henni.
Svo fór hún að safna ýmsu dóti í
skúffurnar mínar, til búsins, auðvitað.
Þá var hún svo glöð og hlakkaði víst til
að giftast kærastanum. svona eins og
flestar ungar stúlkur í svipuðum
kringumstæðum. En brúðarlínið
hennar Valgerðar varð að nálíni, því
hún dó, blessuð stúlkan og Jóhannes
afi þinn varð svo fjarskalega hryggur.
Svo stóð ég nú lengi ein og yfirgefin
og skúffurnar mínar voru allar
tæmdar. Jóhannes tók mig aftur til
sín, þegar svona var komið, að allar
framtíðarvonir um hjónaband og
heimili voru að engu orðnar. Þá voru
faðir hans, sr. Jón Reykjalín og Sig-
ríður kona hans flutt að austan og sest
að á Þönglabakka í Fjörðum, þar sem
hann var prestur. Fór nú Jóhannes afi
þinn að heimsækja þau. Nokkrum
dögum eftir að hann kom þangað, var
messað á Þönglabakka og kom þá
margt fólk, því frést hafði um unga
prestssoninn, sem kominn var í sveit-
ina.
Jóhannesi þótti kaldranalegt þarna
út við sjóinn og sagði við föður sinn:
„Hér mun ég ekki binda skóþvengi
mína.“ En í kirkjunni sá hann Guð-
rúnu Sigríði Hallgrímsdóttur, sem var
heimasæta á Hóli, þar í sveit — og
með það sama voru allar brottfarar-
grillur horfnar á bak og burt. Hann
bara starði á hana í messunni, svo allir
tóku eftir því — já, sá var nú ekki
lengi að hugsa sig um, hugsaðu þér,
eftir stuttan tíma voru þau gift og far-
in að búa á Þönglabakka, móti for-
Heima er bezt 263