Heima er bezt - 01.07.1986, Qupperneq 24
$ Hvað kom hestunum til að strjúka og synda
fram og til baka yfir Skjálfandafljót?
Helgastöðum, en hin á Dysjarhjalla
neðst í Hafursstaðahlíð. Ekki sjást þó
nein merki um að steinum hafi verið
þangað kastað og mun örnefnið ekki
vera fornt.
Við skiptum um hesta á Réttar-
torfu, þaðan rákum við fjóra hestana,
Brún, Jarp, Nökkva og Faxa, sem bar
klyfsöðulinn og farangurinn. Jónas
reið á Mósa og teymdi Stjarna, Mikael
reið á Roða og teymdi Grána, en ég
reið Gráblesa. Þó góður sé reiðvegur á
Hafursstaðaeyrum, riðum við fremur
hægt, ákveðnir í að spara krafta klár-
anna til stærri áfanga, okkur lá ekkert
á, hér vorum við frjálsir menn á fjöll-
um, óháðir hversdagsamstri og
..klukknafjölda“.
Þegar við komum suður neðan við
Dysjarhallann, leit Faxi snögglega
upp á hann og tók samtímis hart við-
bragð og á rokstökk. Hann var spöl-
korn á eftir lausu hestunum. en þegar
hann hljóp á hæla þeim með skrölt-
andi klyfsöðulinn tóku þeir allir
sprettinn. Ég hleypti Gráblesa á eftir
þeim og dró fljótlega fram fyrir Faxa
og náði honum. Virtist þá af honum
öll fælni enda ófælinn að eðlisfari.
Hinir hestarnir héldu sprettinum
nokkru lengur og stefndu upp að
Hafursstaðahlíðinni, en stönsuðu svo
og stóðu þar kyrrir um stund, fóru þó
fljótlega af stað og stefndu nú suður
og niður á svonefnd Mathvamms-
börð. Sunnan undir þeim er Mat-
hvammur. ágætur hestahagi. Þeir
hurfu okkur niður í hvamminn og
töldum við ástæðulaust að fara að ríða
þá uppi því að þeir fóru sér ekkert
óðslega, á fetgangi eða hægu skokki
frá hlíðinni og þaðan sem við til þeirra
sáum. Við töldum víst að þeir færu á
beit í hvamminum. þar sem þeir hlutu
að vera farnir að svengjast. höfðu að-
eins gripið niður þessa stuttu stund í
Réttartorfunni, annað ekki frá því um
daginn á Bjarnarstöðum. en nú var
tekið að líða á nótt.
Þegar við eftir smástund komum á
Mathvammsbörðin brá okkur í brún.
hestar okkar fóru á þanstökki vestur
með Sandmúladalsánni, stuttan spöl
sunnar, og stefndu á Skjálfandafljót-
ið, sem þarna rennur á flötum sand-
eyrum, en á milli eyranna eru víða
hyldjúpir álar. og eyrarnar sjálfar
stórhættulegar vegna sandbleytu. Þótt
þeir virtust hafa breytt stefnu við
Sandmúladalsána, sem er örlítil
spræna, hikuðu þeir ekkert við fljótið
og horfðum við á þá með undrun og
ótta brjótast vestur yfir allar eyrar og
ála og taka land að vestanverðu og
síðan taka sprettinn norður þeim
megin.
Hér þótti okkur illt í efni. Ekki
þorðum við í slóð þeirra þarna vestur
yfir, enda sýndist okkur annað ráð
sigurvænlegra. Mestar líkur sýndist
okkur að klárarnir væru lagðir á strok
til byggða norðvestur, e.t.v. í stefnu á
Eyjafjörð. Sæmilegt vað er á fljótinu
norður í hrauni, Hrafnabjargavað,
þar sem Hróaldur Galti reið yfir
forðum. Sigurvænlegast þótti okkur
að ríða þangað norður og þar vestur
yfir. ef vel tækist til ættum við að geta
komist þannig fyrir þá og mætt þeim.
Við snerum því til baka sömu leið.
þoka og fjarlægð huldi okkur hestana,
en það sáum við síðast til þeirra, að
þeir vóru á beit í svonefndum Melum.
sem eru hólar vaxnir melgresi.
Við riðum yfir á Hrafnabjargavaði
og suður vestan megin fljóts. allt suð-
ur í Mela en sáum engan hest. Er í
Mela kom sáum við á slóðum hest-
anna, að þar höfðu þeir snúið við og
farið suður með fljóti aftur. Þótti
okkur nú enn verra. nú stefndu þeir á
Sprengisand. og nefndum við. meir
þó í gamni en alvöru, „að þau byggð
býli sem við sæjum næst kynnu að
verða syðstu bæir Eyjafjarðar eða
efstu bæir sunnan jökla“. Enn vorum
við þó léttlyndir og bjartsýnir. Við
röktum slóðirnar suður að Galthól. en
þar hurfu þær okkur í Galthólsnesinu.
mosa- og grasivöxnu. Þegar við fórum
að snúast þar og hyggja að slóðunum
og lofa klárunum okkar að grípa sér
tuggu og pissa, sáum við nokkuð
jafnsnemma hvar Nökkvi stóð á mel-
hól austan við fljótið rétt norðan við
mynni Krossárgils, og að í sandbakka
að austanverðu við fljótið voru slóðir
eftir hestana, þar höfðu þeir allir þrír
farið, var nokkur spölur á milli slóð-
anna. Alltaf versnaði útlitið, nú voru
klára-villingarnir komnir aftur austur
yfir Skjálfandafljót.
Engin tiltök voru að fara að ríða
aftur norður á Hrafnabjargavað. Hér
sýndist ekki ástæða til að óttast sand-
bleytu, en djúpt mundi fljótið hér.
vafalítið á sund. Enginn okkar hafði
áður sundriðið, en syndir vorum við
allir að nafninu til. Það varð úr að
Jónas lagði á fljótið á Mósa, var
meiningin að hann freistaði að ná
hestunum og halda svo suður austan
fljótsins, en við Mikael suður að vest-
an, þar til alllangt sunnar, þar þótt-
umst við vita um vað, þar sem hægt
væri að ríða yfir án þess að bleyta
farangur okkar.
Mósi tók fljótlega sundið, þegar
Jónas reið frá landi, en vel farnaðist
þeim yfir. Reið nú Jónas þangað sem
Nökkvi stóð, en kom brátt aftur niður
að fljóti með hann einan. og sagði
„slóðir hinna kláranna liggja suð-
austur með Krossárgili".
Nú þóttumst við sjá að við yrðum
að „venda okkar kvæði í kross“ og
snúa förinni í það eitt að finna okkar
týndu hesta. Eftir nokkur köll yfir
fljótið varð því að ráði að Mikael
skvldi snúa við með Faxa og megin-
farangurinn og þá Stjarna og Roða,
en ég sundríða austur yfir með nokk-
urt nesti og annað nauðsynlegt á bak-
inu. Steig ég svo á bak Gráblesa með
Grána í taumi og lagði á fljótið.
Stefndi ég lítið eitt sunnar en Jónas
hafði gert og svo fór að Gráblesi
kenndi botns alla leið yfir. en vatnaði
þó yfir hann og Gráni synti. Við
höfðum hraðar hendur við að hella úr
stígvélunum og strjúka mestu bleyt-
una af fötum okkar, stigum svo á bak
og riðum í slóð hinna týndu hesta.
Nú sló að mér geig og óhug. til
þessa hafði mér fundist þessi eltinga-
leikur ævintýralegur og hálf skopleg-
268 Heima er bezl