Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1986, Qupperneq 25

Heima er bezt - 01.07.1986, Qupperneq 25
Hvernig komast hestar í sjálfheldu í hömrum Krossárgils? •vi’ ur, en nú var gamanið tekið að grána, að ekki væri meira sagt. Fyrir hafði komið, að hestar höfðu horfið ferða- mönnum á öræfum og ekki aftur fundist, hdr mátti ekki svo fara. Ég hafði eggjað Mikael til þessarar ferð- ar, hann hafði Brún að láni frá kunn- ingja sínum, báðum mundi þeim finnast missir hans stórt áfall. Jarpur var eftirlæti eiganda síns og átti sá fátt annað sér til eftirlætis. Flann hafði léð mér Jarp af góðum hug og mér óverðskuldað. Óbærileg var mér sú tilhugsun að geta ekki fært honum hann heilan aftur. Mér hafði og verið trúað fyrir Gráblesa og nú var ég bú- inn að ríða honum einhesta skætings- reið í fleiri klukkutíma og óvíst hvað eftir kæmi. Þetta sálarástand mitt varaði þó ekki lengi sem betur fór, því að bili sálarstyrkur manna, eru þeir ólíklegir til sigurvinninga. Ég leit mér til hægri og þar reið Jónas á Grána Mikaels, hin- um ágætasta ferðahesti og með Mósa í taumi, ódrepandi að þoli og seiglu. Jónas var minn besti félagi frá æsku- árunum, nú vorum við nálega þrítugir og marga „hildi höfðum við háð“ saman jafnvel hér á þessum slóðum, betri liðsmann gat ég ekki fengið. Svo hafði ég minn trausta og fótfráa Grá- blesa, nei ég trúði ekki öðru en okkur tækist að finna klárana, þótt það e.t.v. tæki okkur nokkuð langan tíma og mikla reið. Þegar við höfðum skammt riðið suðaustur með Krossárgili hurfu okkur slóðir, en sem við vorum að svipast eftir þeim blöstu hestarnir skyndilega við okkur, í hömrum hin- um megin í gilinu. Þeirri sjón held ég að ég gleymi aldrei. Við ætluðum alls ekki að trúa okkar eigin augum. báðir hefðum við verið reiðubúnir til að leggja eið út á að engum hesti væri fært þarna yfir gilið. En hér var ekki tími til heilabrota eða undrunaróra. Ekki var um að villast, þarna stóðu hestarnir, komnir í algera sjálfheldu og ógöngur. Við riðum sem skjótlegast niður Krossárgil. Hestarnir klifruðu í sjálfheldu í klettunum hægra megin á mvndinni. fyrir mynni gilsins suður yfir Krossá og upp með gilinu hinum megin þangað sem klárarnir stóðu og biðu björgunarinnar. Það var augljóst að þótt við værum búnir að sjá hestana og gætum gengið að þeim vísum, var engan veginn allur sigur unninn. Þegar við komum niður á stallinn, sem þeir stóðu á kom Brúnn strax til okkar, var hann þó styggur venjulega, en honum var auðsjáanlega brugðið, því hann skalf eins og hrísla í vindi. Á Jarpi var lítið að sjá, hann skimaði þó í kringum sig og bretti eyrun. Óskað- aðir virtust okkur að þeir mættu heita, þó var Jarpur fleiðraður neðan á kjálkanum og dálítil skeina var fram- an á leggnum á öðrum afturfæti á Brún. Stallurinn var svo breiður, að þeir gátu snúið sér við á honum. á að giska 10-12 metra langur. Beggja vegna við hann voru standberg á gilbrúninni, en upp af honum var snarbrött urð og norðan hans var einnig brött urðar- skriða. Við sáum brátt að upp af stallinum yrðum við að koma þeim, en slíkt var þó ekki álitlegt. Það tókst þó með því að við gátum rutt til nokkrum björgum, en ófagur var sá vegur, og ekki fýsir mig að fara álíka með hesta aftur. Ekki mundu allir hestar hafa fengist til að brölta slíkt og ekki allir hestar komist það, en sem sagt, upp komust þeir og við urðum meira en lítið fegnir þegar þeir stóðu þar við hlið hinna kláranna, sem þar biðu bundnir saman. og ég held að þeir Jarpur og Brúnn hafi orðið fegnir líka. Mjög var nú á morguninn liðið, ekki man ég hvað klukkan var. en við vorum að giska á að Mikael myndi vera kominn til byggða. Veður var orðið hið fegursta, sólskin og hiti, þótti okkur því ærið súrt að snúa nú aftur heim. En þótt að Mikael og far- angurinn hefði verið þar komnir gat verið óráðlegt að halda ferðinni áfram, því að óvíst var hvort hestarnir væru með öllu óskemmdir eftir ævin- týri sitt í gilinu, þó að ekki yrði það á þeim séð hið ytra. Við riðum norður í Mathvamm og áðum þar. Bæði við og klárarnir voru orðnir þurfandi fyrir næringu og nú fyrst gáfum við okkur tíma til að fara í þurra sokka, eftir sullið í fljótinu. Við áðum í klukku- tíma í Mathvamminum og lögðurn svo á þá Jarp og Brún og norður Haf- ursstaðaeyrarnar riðum við geyst. því að báðir voru þeir allsendis fjörtryllt- ir, svo við þóttumst sjá að þeir hefðu ekkert illt. að ráði a.m.k., haft af sínu brölti og klettapríli í Krossárgilinu, og geta má þess að aldrei varð þess vart síðar. Engin fleiri ævintýri gerðust í ferð okkar, við Mikael vorum um kyrrt á Bjarnarstöðum næsta dag og riðum svo daginn eftir til Eyjafjarðar, við vorum báðir bundnir við störf og höfðum takmarkað frí. Lengi á eftir vildi ég sem minnst á þessa ferð minnast, — ekki þó fyrir hve hún var mikil fýluför, en það var hún vissulega, — heldur hins að mér fannst ég þarna komast í kynni við annarlega og óheillavænleg fyrirbæri, vera kann að það sé hugarburður einn. Ég er enginn hjátrúarmaður, af- neita ekki „spíritisma“, hann kalla ég ekki hjátrú. Ég hefi getað rakið flest það sem fyrir mig hefur borið til eðli- legra orsaka. en þetta gönuskeið hest- anna á Bárðardalsöræfum hefi ég al- drei getað skilgreint. Heima er bezl 269

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.