Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1986, Side 30

Heima er bezt - 01.07.1986, Side 30
Séð til austurs yfir inntak Skeiðaáveitu (Óbilgjarna klöppin) og Sandlækjarfarveg og Þrándarholt í baksýn. Raunar er þetta allt í Gnúpverjahreppi því hér skiptir Sandlækur ekki hreppum heldur girðing frá Murneyri í Sandlækjarós. (Ljósm. Oddur Sigurðsson). Sagnafæðin: • Ekki verður með sanni sagt að Skeiðin séu sögurík sveit. Þeirra er að litlu getið í fornum sögum nema í Landnámu. Þar segir frá Ólafi tvennumbrúna og Áshildi konu hans, sem námu Skeiðin milli Hvítár og Þjórsár, frá Merkurhrauni að Sandlækjarósi og bjuggu á Ólafsvöllum. Er þar við spunnin smásaga um ástir og afbrýði. Þó lýsir sem leiftur í sagnafæðinni hin kynngimagnaða saga um gandreiðina, sem Hildiglúmur á Reykjum sá sem fyrirboða Njálsbrennu. Þögul saga úr heiðni hefur geymst í jörð á Álfsstöðum. Þar hafa fundist leifar þriggja kumla frá fyrri hluta 10. aldar, og sýna þau svo ekki verður um villst, að þar hefur verið byggð snemma á öldum. • Skeiðamanna er getið aðeins á einum stað í Sturl- ungu, og óvíða eru Skeiðin nefnd í þjóðsögum. Þó má til taka stórmerkan atburð í sögu þjóðarinnar þar sem Áshildarmýrarfundurinn var. Árið 1496 komu menn af Suðurlandi þar saman, til þess að mótmæla yfirgangi erlends valds og létu eftir sig samþykkt þar að lútandi. Áshildarmýrarsamþykktin er eitt af fáum plöggum sem varðveist hafa frá 15. öld. Má leiða rök að því, að fundurinn í mýrinni hafi eggjað menn 274 Heimaerbezt til dáða, er þeir fóru að Lénharði fógeta að Hrauni í Ölfusi og drápu hann árið 1502. í Áshildarmýri stendur nú minnisvarði um þennan sögufræga fund. • Að framan var drepið á sagnafæð Skeiðanna, enn ekki er þar í falinn neinn áfellisdómur. Ágæti manna og afrek eru ekki alltaf tiunduð í sögum og víst er mikill sannleikur fólginn í kvæði Tómasar Guð- mundssonar „Að Áshildarmýri“, en síðasta erindið er á þennan veg: En gerum oss Ijóst er vér förum til fundar við þá, sem framtíð og hamingja landsins á þökk að gjalda. að þeir eru fleiri, sem fóru hér nafnlausir hjá, en fátækar kynslóðir þurftu samt á að halda. Þvi ættjörðu sinni þeir unnu af barnslegri tryggð. Þeir áttu sér fábreyttar þakkir en gleymsku vísa. Og þó - yfir átthagans moldir og móðurbyggð í minningu þeirra allra skal varðinn risa. HEIMILDARRIT: Landnama. Brennu-Njáls saga. Jón Guðmundsson 1980: Sunnlenskar byggðir I, Skeið. Bun.samb. Suðurlands. Guðmundur Kjartansson 1943: Árnesingasaga, fyrri hluti, Yfirlit og jarðsaga. Árnesingafél. í Rvík. Guðni Jónsson 1959: Áshildarmýrarfundurinn, Árnesingabók. Árbók Ferðafélags islands 1956. Bragi Sigurjónsson 1948: Göngur og réttir, Suður- og Vesturland. Norðri. Árni Magnússon og Páll Vidalín 1926: Jarðabók, 2. bindi. ísl. fræði- fél. í Kaupm.h. Elsa G. Vilmundardóttir og Árni Hjartarson 1985: Vikurhlaup i Heklugosum, Nátturufræðingurinn 54 (1).

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.