Heima er bezt - 01.07.1986, Side 31
AUÐUNN BRAGI
SVEINSSON
Úr
dagbók
kennarans
1944-50
IV. HLUTI
Hér er lýst menningarvitum á Akur-
eyri og ferðatilhögun til Reykjavíkur.
Þá þurfti að taka póstbát, leigubíl,
rútu og flugvél sama daginn.
25. maí, fimmtudagur. „Veður: sól-
skin og blíða. Dreymdi óvenju mikið í
nótt sem leið og vaknaði of seint til
þess að fara í skólann. Þetta er síðasti
dagurinn á þessu skólaári, a.m.k. fyrir
mig, og fyrir fullt og allt hér, þar sem
ég flyt héðan til Reykjavíkur bráð-
lega. Alla aðra daga hef ég mætt til
kennslu. Svona endaði ég þá starf mitt
hér: með því að skrópa!
30. maí ákvað ég að bregða mér tii
Akureyrar með póstbátnum, eftir að
ég hafði velt af mér reiðingnum. Fór
ég daginn eftir, 31. maí. Lagði af stað
kl. 11.50 og kom kl. 4 síðdegis til Ak-
ureyrar. „Kom til Rósbergs G. Snæ-
dal Rauðumýri 17. Fékk hinar elsku-
legustu móttökur. Meira á morgun.“
Fimmtudaginn 1. júní verslaði ég
nokkuð á Akureyri. Hélt með Rós-
berg í Prentsmiðju Björns Jónssonar
til að kaupa mér bókbandsefni. Var
Guðm. Frímann þar fyrir svörum.
Þarna keypti ég gott bókbandsefni,
enda hollráður maður mér til aðstoð-
ar. Guðmund hafði ég ekki áður aug-
um litið, en oft hafði ég heyrt hans
getið að vonum. Pabbi sagði að Guð-
mundur væri skáld, en hann kallaði
nú ekki allt ömmu sína í þeim efnum.
Þeir voru nákunnugir frá fyrri tíð, sbr.
bók Guðmundar: Þannig er ég.
Dagbók: „Akureyri er stór bær.
Minnir í mörgu á “Rivieru“ íslands.
Reykjavík. Hér eru malbikaðar götur
og bílamergð mikil. Kom til Pálma H.
Jónssonar bókaútgefanda. Honurn
datt í hug, hvort ég gæti látið sig fá
fáeinar vísur eftir föður minn í næsta
hefti „Hjartaássins.“ Sagðist ég
mundu senda honum fáeinar vísur
með tildrögum. Hann sagðist svo
senda mér ritið til Reykjavíkur, ásamt
þóknun. (Hún kom nú reyndar aldrei,
höf.) Guðmundur Frímann bað mig
að senda sér kvæði föður míns um
Hryggjadal. Hann lætur mig e.t.v. fá
vísur eftir föður minn.“
Daginn eftir var ætlunin að fara
með póstbátnum til Ólafsfjarðar. En
ég varð of seinn til að ná skipinu. „Ég
varð strandaglópur. og verð ég vist að
bíða hér til þriðjudagsmorguns. Er
það mjög slæmt. Hringdi til konu
minnar í dag. Hún segir allt gott.“
Næsta dag gekk ég um bæinn sem
mér leist mjög vel á. Hitti Hallgrím
Jónasson með fríðan flokk nýútskrif-
aðra kennara, eða 23 að tölu. Voru á
leiðinni frá Hólsfjöllum, en þar hafði
verið hið fræga Hólsfjallahangikjöt á
borðum. „Hæstur af útskrifuðum
kennurum nú varð Markús Runólfs-
son. Hann var með 10 í stærðfræði
gegnum allan skólann.“
Sunnudaginn 4. júní var 13. sjó-
mannadagurinn haldinn hátíðlegur.
Ég varð strandaglópur, eins og áður
segir. En fátt er svo með öllu illt. . . .
Kennaranámskeið hófst í Barnaskóla
Akureyrar að tilhlutan norðlenskra
barnakennara. Þarna fluttu margir
ágætir menn ræður, eins og Eiríkur
Sigurðsson. Hannes J. Magnússon og
Snorri Sigfússon. Daginn eftir hlýddi
ég á fróðlegt erindi, er dr. Matthías
Jónasson flutti. Fjallaði það um
áhuga barna við skólanám. Rósberg
fylgdi mér til Einars Kristjánssonar
frá Hermundarfelli, sem þá var hús-
vörður barnaskólans og bjó í skóla-
húsinu. Sá ég Einar þá í fyrsta sinn, en
hafði lesið eitthvað eftir hann í blöð-
um. Ég keypti kennslubók í vélritun
hjá Einari. sem ég fór að reyna að læra
eftir. en reyndist þar hyskinn við
námið. Hef síðan skrifað með mínu
lagi. Nota báðar hendur. en aðeins
einn fingur á hvorri! Aldrei hafði ég
fyrr augum litið annað eins bókasafn
og hjá Einari. Það var ekki bara
magnið sem þar heillaði huga minn,
heldur og frágangur allur. Síðan þetta
var hefur safn Einars vaxið stórum.
eins og geta má nærri. Hann er vafa-
iítið með betri bókasöfnurum þessa
lands.
Þriðjudaginn 6. júní hélt ég heim-
leiðis með póstbátnum. Eftir að heim
var komið, fór ég að huga að burt-
búningi okkar úr plássinu.
8. júní, sem var fimmtudagur. blés
heldur svalt af norðri. „Klukkan 10
vaknaði ég. Þá fór ég að ná í Jón í
Sælandi. Hann hjálpaði okkur við að
sauma striga utan um húsgögnin og
setja pappa innan undir. Allt varð að
ganga í loftköstum, því að Skjaldbreið
kom kl. 11.30 að bryggju. Alls voru 20
stykki. flest þung, eins og t.d. bæk-
urnar, sem fylltu 5 stóra trékassa. Tók
bíl, bíl, sem kostaði 30 kr. (Sig. Ring-
sted) með farangur að skipshlið. Allt
var dótið sett í framlest ofan á lýsis-
tunnur, og verður það óhreyft þar til í
Reykjavík. Flutningsgjald verður 394
kr. greiðist á morgun. Þá er fátt eftir,
og skal þá okkur þrjú fyrst telja.
Sveinn litli er erfiður í flutningi. (Var
skírður 3. ágúst 1950 af Sveinbirni
Sveinbjörnssyni í Hruna). Útvarpið,
tvær töskur og tvö teppi. Það er mjög
fátt sem gleymst hefur hér.“
9. júní get ég þess, að Sigursveinn
D. Kristinsson komi heim kvöldið
eftir, en muni dvelja næsta vetur í
Reykjavík við tónlistarnám.
10. júní rann upp. bjartur og fagur.
„Snemma farið á fætur í Ólafsfirði.
Við kvöddum alla, sem við náðum í.“
Við fórum svo þrjú með póstbátnum
„Drang“ til Dalvíkur. Þaðan fórum
við með stöðvarbíl til Akureyrar,
ásamt öðru fólki, en man nú ekki
hvert það var. Komum að Rauðumýri
17 til Rósbergs G. Snædals. Eftir
stuttan stans þar fórum við með rútu-
bíl frá Akureyri fram á Melgerðismela
í Eyjafirði. Þar hafði herinn gert flug-
völl, sem þeir eftirlétu íslendingum.
Flugvélin fór frá Melgerðismelum kl.
18.10 og var komin til Reykjavíkur kl.
19.30. Þetta tók að fara þessa leið þá.
Þætti víst langur tími nú.
Framhald
Heimaerbezt 275