Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1986, Page 35

Heima er bezt - 01.07.1986, Page 35
Koma upp rafmagnsstöðvum hjer á landi Æviágrip Frímann B. Arngrímsson á eflaust eitt sérstæðasta lífshlaup íslandssögunnar, og hefur margt verið um það ritað. Hann fæddist í Hörgárdal 1855, launsonur prests þar nyrðra, en fluttist 1874 til Vesturheims. Hann aflaði sér háskólamennt- unar fyrstur V-íslendinga, og vann að kennslu og ýmsum framfaramálum í Kanada. Meðal annars stofnaði hann blaðið Heimskringlu í Winnipeg 1886, og var hvatamaður bæði að stofnun íslensks menntaskóla og stuðningi við ís- land á þessum erfiðleikaárum. Fljótlega lenti þó Frímann í deilum við suma aðra forystu- menn Vestur-íslendinga, gekk úr útgáfu Heimskringlu, og fór frá Winnipeg um Jól 1888. Mun hann hafa haft hug á framhaldsnámi við háskóla í Bandaríkjunum og hafnaði, eftir nokkur ferðalög þar, í Massachusetts. Þar vann hann í fyrstu við kennslu, m.a. í málaskóla, en síðar á rannsókna- stofum M.I.T. og a.m.k. tvö ár í raftækjaverksmiðjum. Þar fékk hann mikinn áhuga á að koma til leiðar rafvæðingu Islands með vatnsafli. Frímann kom hingað tvær ferðir þessara erinda, 1894-95, en talaði fyrir daufum eyrum flestra, og varð aldarfjórðungs bið á að virkjun vatnsfalla hæfist að ráði á íslandi. Vildi Frímann kenna lítinn árangur sinn því að hann stóð einn, fátækur og ættlítill, gegn íhaldssemi landa sinna og hags- munum kolakaupmanna, en einnig er greinilegt af heimild- um að áætlanir hans þóttu jafnvel bjartsýnustu mönnum óraunsæjar. Blandaðist áróður Frímanns og að ósekju inn í hatramma misklíð hér heima um vesturferðirnar og önnur málefni tengd þeim (,,Stóra málið" o.fl.), en deilugirni og skapbrestir Frímanns sjálfs, sem farið var að bera á strax á Heimskringluárunum, bættu ekki úr skák. í meginatriðum hefur Frímann þó eflaust haft rétt fyrir sér, bæði í raf- magnsmálinu og málefnum fjarskipta við ísland. Eftir störf á rannsóknastofum í Bretlandi á hálft þriðja ár kom Frímann slyppur og snauður til Parísar snemmsumars 1897. Þar vann hann síðan fyrirsér með ritstörfum, kennslu, fornbókasölu og byggingavinnu, og naut í því góðrar mála- kunnáttu sinnar. í frístundum grúskaði hann í heimspeki og bókmenntum, og skrifaði bréf til ýmissa íslendinga, sem hann þekkti, mörg þó lítið annað en skammir um þá aðila sem ekki studdu hann 1894 og '95. Til íslands kom hann loks, orðinn heilsulítill, í upphafi ófriðarins 1914 og settist að á Akureyri. Lifði hann þar af einkakennslu og fékk styrki frá Alþingi til rannsókna á jarð- efnum, en hélt áfram að berjast fyrir rafvæðingu og öðrum áhugamálum sínum. Gaf hann út í því augnamiði ritið Fylki, 1916-27, en ritaði einnig sitthvað áöðrum vettvangi. Frímann lést á Akureyri 1936, vonsvikinn einstæðingur, og handrit hans þar glötuðust síðar flestöll í bruna. Frum- kvæði hans hlýtur þó að hafa orðið öðrum hvatning til dáða á sviði rafvæðingar og annarra framfara. Getur enginn sem les rit hans, efast um einlægni hans, heiðarleika, ósérhlífni og jákvæðan áhuga á velferð samlanda sinna. Hér verður sagt nánar frá þremur atriðum í ævi Frímanns, sem ekki hefur nægilega verið haldið á lofti, en sem skipta nokkru máli í sögu íslenskra raunvísinda og tækni. FRÍMANN vanmetinn brautryðjandi NOKKRAR HEIMILDIR UM FRÍMANN B. ARNGRÍMSSON: Heimskringla, Winnipeg, einkum 1886-8. Bréf frá F.B.A. til Hannesar Þorsteinssonar og Jóns á Gautlöndum í Landsbókasafni, Boga Th. Melsteð og Þorvaldar Thoroddsen í Konungsbókhlöðu, dags. 1885-1929. Fylkir 1-10, t.d. ævisögubrot í 5, bls. 143-9 og 8, bls. 31-56. Minningar frá London og París, eftir F.B.A., útg. Geir Jónasson. Edda, Ak. 1938. Saga íslendinga í Vesturheimi I, eftir Þorstein Þ. Þorsteinsson, Þjóðræknisfélag 1940 (sjá og Vestmenn eftir Þ.Þ.Þ.). íslenskar Æviskrár II, eftir Pál E. Ólason, Bókmenntafélagið 1949 (par í skrá um bæklinga F.B.A. um rafmagnsmál o.fl.). Úr bæ í borg, eftir Knud Zimsen, Helgafell 1952. Islendingabók, eftir Gunnar Hall, Leiftur 1958. Minningarbók um Frímann B. Arngrímsson. Fylgirit með ársskýrslu Sambands ísl. rafveitna 1960, ritstj. Eðvarð Árnason, 1961 (sjá og grein í TVFÍ 44, bls. 11, 1959). Tíminn, sunnudagsblað nr. 42, 25. okt. 1964 Vaskir menn, eftir Þorstein Thorarensen, Fjölvi 1971 (m.a. um F.B.A. úr dagbókum Boga Th. Melsteð). einungis til ljósa heldur en til húshitunar og nota fossaaflið og vindaaflið, ekki LEÓ KRISTJÁNSSON jarðeðlisfræðingur Hér segir einn af virtustu raunvísinda- mönnum okkar núna, Leó Kristjánsson, frá þremur atriðum í ævi Frímanns B. Arngrímssonar, sem skipta nokkru máli í sögu tækni og raunvísinda á íslandi, en hafa ekki notið nægrar athygli. Frímann var sennilega einn af mennt- uðustu og raunsæjustu íslendingum síns tíma, en herfilega misskilinn og vanmet- inn. Háskólapróf Frímanns. Skrifstofa Manitoba-háskóla hefur góðfúslega sent mér Ijósrit úr árbók 1885. Kemur fram, að fjögurra ára nám til B.A. prófs var þar í boði í náttúruvísindum, í heimspeki, í sígildum bókmenntum og í stærðfræði. Fyrstu árunum mun Frímann hafa lokið við ýmsa skóla í Ontario, þar með í Tor- onto-háskóla 1884. Hinn 6. júní 1885 útskrifaðist hann svo með B.A. gráðu (Class I Honor, Natural Science) og fékk 80 dala styrk vegna góðrar frammistöðu. Námsgreinar til prófs voru eðlisfræði, stjarnfræði, veður- fræði, fjögur efnafræðinámskeið, steina- og kristallafræði, jarðfræði, steingervingafræði, landafræði, grasafræði, dýrafræði, og lífeðlis- og vefjafræði. Ekki kemur fram hverjar þessara greina Frímann lagði stund á í Manitobaháskóla, en hans er sérstaklega getið í árbókinni fyrir góðan árangur í hugsunarfræði (Logic), sem þá hét. Þessar upplýsingar sýna, að Frímann B. Arngrímsson hefur verið einn af fyrstu íslendingunum sem lögðu stund á eðlisfræði saman við ýmis önnur náttúruvísindi, og er m.a. í ísl. Æviskrám sagt frá Runólfi Jónssyni rektor, sem ..sinnti mjög eðlisfræði" í Khöfn á miðri 17. öld. Greinar í erlend rit. Ritstörf Frímanns voru með ólíkindum mikil og dreifð, en ekki virðist vera til listi yfir þau, hvað þá að afrit margra þeirra séu til á íslandi. Sumar greinar hans birtust enda nafnlausar. Er hér allstór akur, sem einhver áhugasamur bókasafnsmaður eða vísindasagnfræðingur mætti taka að sér að plægja. Frímann nefnir sjálfur í Minningum sínum eða Fylki greinar í Medical Reformer og The Torch í London, Chambers Journal í Edinborg, Le Cosmos, American Reg- ister og Daily Mail í París, og Boston Transcript og Den danske Pioner vestanhafs. í bréfi til Hannesar Þorsteins- sonar ritstjóra, sem varðveitt er í Landsbókasafni (Lbs. 4702 4°) telur hann að auki ritgerðir í Winnipeg Free Press, Ottawa Citizen, Boston Commonwealth, Boston Nationalist, Twentieth Century og Popular Science Monthly íNew York, The Christian Reporter, Paris Magazine, Quartier Latin, o.fl. Frímann nefnir þó hvergi um þýðingu sína á handriti bókar- innar ,,The Birds of Greenland" eftir A. Hagerup, en hún kom út hjá þekktu forlagi í Boston 1891. Greinar Frímanns munu hafa fjallað um trúarbrögð, stjórnmál, samgöngur við ísland, raforkumál og margt fleira. Þar eð hann var ætíð mjög áhugasamur um eðlisfræði, er vel hugsanlegt að meðal ritstarfa Frímanns séu einhverjar fyrstu frumsömdu greinar um eðlisfræði eftir íslenskan mann. Sömuleiðis átti hann um tíma skráð einkaleyfi á aðferð til að vinna orku úr straumum jarðsegulsviðsins. Tillögur um verkvísindastofnun í sögu Verkfræðingafélags íslands, sem út kom 1962, er fyrst getið hugmynda um fyrrihlutanám í verkfræði á Islandi 1931. í formála að 3. útgáfu Verkfræðingatals 1981 er sagt, að máliö hafi verið rætt af íslenskum verkfræðingum, „þegar" á árunum 1920-21. Verkfræðingarnir eiga þó engan veginn allan heiður af frumkvæði á þessu sviði. Hinn 20. ágúst 1917 birtist nefni- lega alllöng grein í Vísi: Verkvísindastofnun á íslandi, eftir Frímann B. Arngrímsson. Er þar rökstudd nauðsyn á að stofna sem fyrst verkvísindaskóla, í tengslum við H.í. eða honum óháðan. Gerð er áætlun um kostnað og nemenda- fjölda við slíkan „tekniskan skóla“, og notað tækifærið til að hnýta í stjórnmálamenn. Kennslugreinar vildi Frímann hafa: 1. Stjörnufræði, veðurfræði, athuganir jarðskjálfta og jarðelda og jarðsegulstrauma. 2. Sjómannafræði og siglingar á sæ, einnig í loftförum. 3. Landbúnaður og skógrækt. 4. Námugröftur og steinvinna. 5. Byggingarlist. 6. Verkvélafræði og vélasmíði. 7. Rannsóknir og uppfinningar. 8. Fagrar listir. 9. Landvörn. Sömuleiðis vildi hann (sjá Fylki 1 (3), bls. 33) koma upp sjóði til að styrkja unga menn til verkvísindanáms. Vel fer á að Ijúka þessum skrifum með tilvitnun í Frímann sjálfan, sem sýnir vel bæði bjartsýni hans framan af árum og orðsnilld. Það er erindi úr kvæðinu Vínland, sem birtist í 1. tbl. Heimskringlu, 9. sept. 1886: Jörð af móki myrku vakin magni ítra þjóða lýtur. Byggjast fríðum, frjálsum þjóðum, fögur grund og bjartir lundir. ! (Grein þessi birtist fyrst í Fréttabréfi Eðlisfræðifélags I islands, í mars 1985). og iðju, enþeir gerðu hvorugur mikið úr

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.