Heima er bezt - 01.07.1986, Page 36
gilinu. Ranghíilcikí'éttdr
og ,,Kirkjanl' eru staðir
sem athyglin hefur sér-
staklega heinst að.
Ég var 17 eða 18 ára. Þetta var í maí, á
sauðburðartíma. Nokkrar ær á heim-
ili mínu voru óbornar og þurfti að
hafa vökult auga með þeim, því að
alltítt var að þær reyndu að laumast
burt, er þær fundu fæðingu nálgast.
Þá voru fjárheldar girðingar nær
óþekktar, nema milli heimalanda
bænda og afrétta. Því gat orðið drjúg
leit að á, sem slapp úr gæzlu. Bless-
aðar ærnar höfðu líka nægilegt vit til
að velja sér lítt áberandi staði, til
fjölgunarinnar. Þar voru þurrar,
djúpar lautir ákjósanlegar, svo maður
tali ekki um hlé við stóra steina sem,
ef fleiri voru en einn, gátu myndað
ágætt fylgsni og vörn gegn veðri og
njósnandi augum leitarmanns.
Það er dýrðlegt veður. blæjalogn og
hlýtt. Við pabbi erum búnir að „ganga
innan um“ féð og þar er allt í bezta
lagi. Við erum staddir norður við
Skjóldalsárgil. þegar eftirlitsferð lýk-
ur en pabbi snýr ekki beinustu leið
heim, heldur fer hann niður í gilið og
fetar upp með ánni. Ég er hálfhissa á
þessu tiltæki, en hef þó engin orð um
og fylgi honum eftir. Hann nemur
| fljótt staðar og sezt.
Ég er ekkert hissa þó að hann
þarfnist hvíldar, kominn nær sjötugu
Kirkjan:
Höfundurinn í vettvangsskoðun við
Skjóldalsá ásamt blaðamanni Heima
er bezt í ágúst 1986.
MYND: ÓHT.
SIGTRYGGUR SÍMONARSON
Söngur í gljúfragili
(Ölvesgerði) Yztagerði Ranghalaklettar „Kirkjan“ Gilsbakki Möðrufell Ytrafell Möðrufellshraun
280 Heimaerbezl
og auk þess með eymsli í mjaðmarlið
svo að hann er seinfærari en ella.
Hann kallar þetta gigt, sem sennilega
hefur fremur verið kölkun eða
brjóskeyðing, en þær stallsystur voru
á þeim tíma yfirleitt taldar til gigtar-
ættar. Pabbi hefur litla viðdvöl þarna
og segist ætla að fara örlítið lengra og
leggja sig útaf litla stund. Hann röltir
svo stuttan spöl upp með ánni og
leggst þar útaf á grasbala. Ég verð
eftir, því að ég hef á tilfinningunni að
hann vilji gjarnan vera í einrúmi, þó
að hann hafi ekki sagt það berum
orðum.
Þar sem ég stend gengur allstór
bergbrík fram að ánni og auðgengt
fram á hana, en í vari hennar, undan
straum, var venja við hverja haust-
slátrun að „þvo innan úr“, sem svo var
kallað, en það var skolun á vömbum,
vinstrum og vélindiskeppum þess bú-
penings, sem slátrað var árlega.
Ekki var neinn bæjarlækur á kot-
býlinu til þeirra nota. Einnig var oft á
vetrum skolað þar úr prjónlesi, eftir
að það hafði verið „þvætt“ í sápu-
vatni. En prjónlesið var söluvarning-
ur: sjóvettlingar, heilsokkar og hálf-
sokkar. Sú framleiðsla var, á þeim
tíma, mikilvæg búbót mörgum
sveitaheimilum og mikið kapp lagt í
tóvinnu, framan af vetri, enda oft hið
eina bjargráð er dugði til þess að hægt
væri að kaupa eitthvað smávegis til
jólanna, auk þess að viðskiptareikn-
ingum bænda við kaupfélag og kaup-
menn veittist einkar auðvelt að krefja
inn drjúgar upphæðir. til skuldalúkn-
inga, um hver áramót — að minnsta
kosti hjá smábændum.
Kreppuárin höfðu haldið innreið
sína og þungi þeirra hvíldi sem helj-
arbjarg á herðum margra bænda. En
ekki kemur það frásögn minni við.
Ekkert kreppu hugarangur angrar
hug minn, á þessari stundu og ég nýt
þess í ríkum mæli að vera á þessum
slóðum. Bölkotsklappir og Skjóldals-
árgil voru dásamlegustu leikvangar
bernsku minnar. Þar leið mér ætíð vel.
Hér á ég að þekkja hvern blett og ekki
sízt „Kirkjuna“.
Hún er litlum spöl ofar, eða ca.
150-200 metrum, að ágiskun minni.
Þetta er þunn bergbrík, sem snýr frá
austri til vesturs. Framhlið hennar,
vesturhliðin, þverbrött og slétt, stend-
ur fram að straumnum sem gnýr
henni um tá. Hliðar hennar eru bratt-
ar og sléttar, eins og að vestan en að
austanverðu hverfur hún inn í grjót-
mel gilsins, sem hylur skapnað henn-
ar. Um hann getur aðeins ímyndun-
araflið leikið lausum hala. Um það bil
upp af miðju bríkurinnar ris „turn-
inn“, ferstrendur, sem eflaust hefur
ráðið nafngift „Kirkjunnar“.
Bergbríkin er svo þunn að vart gæti
nema einn maður í senn gengið fram
að „turninum“, með góðu móti.
„Turninn“, sem er nær jafnkantaður
er með láréttum sprungum, svo til að
sjá gæti hann virzt hlaðinn af manna-
höndum. En sterkir hefðu þeir karlar
þurft að vera sem hafið hefðu slík
björg á stall og mjög laghentir að fella
þau svo vel saman að engin missmíði
sæjust, nema láréttar sprungurnar.
En nú er nokkur stund liðin síðan
pabbi lagði sig útaf og ég er orðinn
óþreyjufullur og vil fara heim. Ég
geng hljóðlega til hans, því að ekki
ætla ég mér að vekja hann, ef hann
skyldi hafa sofnað. Hann liggur í
sömu stellingu og þegar hann lagði sig
útaf, en mér verður á augabragði ljóst
að hann er glaðvakandi. Því bera
vitni, meðal annars, augnalok hans
sem eru síhvikul. Ég sezt við hlið hans
og gæti þess að nærvera mín ónáði
hann ekki, á nokkurn hátt. Hann hef-
ur valið sér hvíldarstað rétt neðanvert
við þann stað sem allhátt klettagljúfur
gilsins endar, um stund.
Að örstuttri stund liðinni opnar
hann augu og lítur brosandi til mín.
Svipur hans er óvenju heiður og hýr.
„Var þér farið að leiðast, Diddi
minn?“ spyr hann. Svar mitt man ég
ekki, en spyr hvort hann hafi sofnað.
Hann svarar því neitandi og við
höldum heim á leið.
Skyndilega segir hann: „Ég var að
hlusta á söng.“
Ég snarstanza og segi, agndofa af
undrun: „Hlusta á söng?“
„Já,“ segir hann, „ég hefi oft hlust-
að á söng, hérna í gilinu og hvergi
heyrt hann jafn fagran.“
Ég einblíni á föður minn og efalaust
býr mér sú spurn í hug hvort röskun
hafi orðið á sálarástandi hans.
Ekkert ber á því. Hann er í fyllsta
jafnvægi, en óvenjulega opinskár og
segir mér að hann hafi oft orðið þess-
arrar reynslu aðnjótandi. Hann er
sérstaklega tónelskur, leikur snotur-
lega á fiðlu og hefur, jafnve! á gamals
aldri, þýða og bjarta tenorrödd. Hon-
um er jafnvel leikur einn að spila á
fiðlu sína fyrstu rödd í lagi, sem er
honum hugstætt og raula bassann við.
Hraungerði Árbær Finnastaðir Holtssel Grund Hólshús
Heima er bezt