Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1986, Síða 38

Heima er bezt - 01.07.1986, Síða 38
býlis þess er við feðgar bjuggum í. Þar er komin Sigrún Ólafsdóttir, hús- freyja á Gilsbakka, sem hefur tekið að sér að gera mannamat úr því hráefni sem heim var flutt kvöldinu áður — kindaslátrum. Engri manneskju er betur trúandi til að leysa það starf vel af hendi. Hún er hörkudugleg, katt- þrifin og kunnátta hennar í matargerð óskeikul. Pabbi og hún hafa verið nágrannar í næstum þrjátíu ár og þau eiga einkar létt með að ræða hugðarmál sín, hvort við annað. Hún hamast í slátrunum tvo daga og það er annan hvorn dag- inn sem ég verð áheyrandi að því að Hann hefur líka oft undrast yfir hve ég er tornæmur á þessu sviði — þó að heimur tónanna væri þá þegar eitt mesta hugðarefni mitt. Ég spyr hann hvort hér sé ekki um skynvillu að ræða; hvort ekki geti skeð að árnið- urinn skapi svona ímyndun. Hann hlær að þeirri tilgátu minni og segir mér að þessi söngur, sem hann hefur oft heyrt. sé svo sérkennilegur að honum verði vart réttilega lýst. Hann segir lögin sungin í annarri tóntegund en við eigum að venjast og flutt af frábærlega fögrum röddum. Ég er svo hissa og einnig haldinn þeirri hugsun að hér hljóti um skyn- villu vera að ræða að ég legg mig lítt í framkróka að spyrja pabba um þetta efni. Samt er það fullvissa mín að hann hafi sagt að ætíð væri það efni, sem hann heyrði flutt, andlegs eðlis. Og hann tilgreinir síðasta heyrnarefni sitt, áður en hann reis á fætur. Það var alkunnur sálmur, í þágildandi sálma- bók. undir fögru lagi. Sumarið líður og haustar að og morðverk á þeim lífverum, sem mest var reynt að bjarga á vori eru hafin. Þetta er aðeins venjubundinn gangur lífsins — enn í dag. Þá er einn morgun drepin högg á dyr Ölversgerðis, kot- Hlustað: Ranghalaklettar eru í baksýn. Húsfreyjan á Gils- bakka fór að þeim til að hlusta á tónlist. Sigtryggur er hins vegar í landi Ystagerðis á niyndinni. Mynd: ÓHT. pabbi segir henni frá dulheyrn sinni. Ég verð yfir mig hissa, því að pabbi er ekki vanur því að flíka dulrænni reynslu sinni við aðra. Ég verð allur að augum og eyrum, því að hvað skyldi nú Sigrún á Gilsbakka segja við lok svona sögu? Ég veitti því athygli að Sigrún stendur verklaus, sem er ekki hennar venja, á meðan pabbi þvlur frásögn sína. í fyrstu horfir hún á pabba, en svo er því líkast að hún beini sjón út í bláinn og það myndast bros á vörum hennar. Mér hálfgremst við þessa indælu konu, því að ég held að hún sé að gera grín að pabba, með sjálfri sér, sem er þó ólíkt henni. Það er þó furðuleg heiðríkjubirta í svip hennar og ég verð mér rækilega til skammar, í eigin vitund, þegar pabbi lýkur máli sínu og hún segir örsnöggt: „Ja, Símon! Ég þarf nú ekki að fara nema hérna upp undir Ranghalaklettana til að heyra þetta.“ Til skýringar vil ég geta þess að Ranghalaklettarnir mynda gljúfragil að Skjóldalsánni, Örskotslengd frá Yztagerði, sem er sunnan árinnar, og stuttan spöl frá Gilsbakka, sem er norðan hennar. Og nú upphófst áköf umræða, milli pabba og Sigrúnar, um þetta fyrirbrigði, hvar ég var ekki hlutgengur til máls. En ég man að Sigrún sagði við pabba að það væru nú fleiri en þau, sem hefðu svipaða heyrn og nefndi í því sambandi nafn merkrar konu í Saurbæjarhreppi, sem hún kvaðst hafa heyrt að væri þessarri dulheyrn gædd. Þeim kom ágætlega ásamt um fegurð þessarra hljóma. Skrásett 1980. Grettir heitir þessi einkennilegi steinn, skammt ofan kirkjunnar. 282 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.