Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1986, Page 41

Heima er bezt - 01.07.1986, Page 41
Hann var farið að langa til að hleypa heimdraganum, komast eitthvað í burtu, orðinn seytján ára, bráðum átján. Það var svo einkennilegt að þessi löngun kom yfir hann þegar minnst vonum varði. Hann var allt í einu haldinn einhverju eirðarleysi sem hann skildi ekki. Hann vissi það eitt að hann vildi komast að heiman, rífa sig lausan, ekki hjakka alltaf í sama farinu. Það leið á sumarið og nú var komið fram í ágúst og farið að rökkva á kvöldin og þetta var að verða óþolandi. Honum fannst þetta því óskiljanlegra sem hann vissi betur að hann var efni í karlmenni, var bæði stór og sterkur og hafði aldrei verið hræddur við að taka ákvörðun, jafn- vel djarfa og tvísýna. Dytti honum eitthvað það í hug sem krafðist áræðni og kjarks var hann manna vísastur til að framkvæma það fljótt og hiklaust eins og átti eftir að sýna sig nokkuð svo eftirminnilega. Best að lofa sumrinu að líða, nógur tími til ákvarðanatöku um framtíðina. Eldri systkini hans voru öll flogin úr hreiðrinu. Þau voru ekki náttúruð fyrir búskap og höfðu brotið sér braut og komust vel af á fjarlægum stöðum. og því skyldi hann þá ekki líka gera slíkt hið sama, taka mal sinn og prik og fara eigin leiðir. Hann ákvað að færa þetta í tal við foreldra sína við tækifæri. Best að bíða með það fram yfir sláturtíð þegar færi að hægjast um og sumar- og haustönnum lyki. Þau sitja inni á palli að loknum kvöldskatti, foreldrar hans og hann þegar hann upphefst allt í einu úr eins manns hljóði: „Ég ætla að fara að heiman.“ „Þú líka?“ Þetta kom eins og snöggt sársaukavein áður en hún vissi af. „Hvenær, hvert og hvað að gera?“ spurði faðir hans með raunsæi í röddinni. „Ég veit vel hvað ég vil ef þú skyldir efast um það.“ „Það er vel, drengur minn.“ „Og hvað er það svo sem þú vilt, góði minn?“ spurði móðir hans með áhyggjusvip. „Ég ætla að læra húsasmíði. Það verður áreiðanlega nóg að gera í þeirri iðn í framtíðinni. Nú eru allir hættir að byggja úr torfi og grjóti, jafnvel til sveita. Nú er það sementið og timbrið, enda nýjustu húsakynnin ólík gömlu torfbæjunum, eða hvað finnst ykk- ur?“ „Hvenær hefurðu hugsað þér að fara?“ spurði móðir hans með eftir- væntingu í röddinni. eins og hún ótt- aðist að reiðarslagið riði yfir þegar í stað. „Það er óráðið ennþá,“ ansaði Teitur. „Fyrst er að komast einhvers staðar að í læri. Ég heyrði einhvern ávæning að því hérna um daginn að Júlíus Pálsson á Eyri ætlaði sér að taka lærling. Mér var að detta í hug að tala við hann og vita svona rétt af hvaða átt stæði í bælið hans. Það væri ekki amalegt að komast að hjá karl- inum seinna í vetur ef um semdist.“ Mömmu hans létti. Það var þó al- tént sá fresturinn. Hún stóð upp og gekk til dyra. „Hrædd er ég um að eitthvað verði tómlegt hérna á Hóli eftir að þú ert farinn,“ sagði hún á leið til dyra og var að flýta sér. Teitur varð niðurlútur, eins og þegar hann var lítill, og hafði gert eitthvað af sér. Hann skildi mömmu sína vel, það hafði alltaf ríkt svo mikill og góður skilningur á milli þeirra mæðginanna. „Þú ert frjáls ferða þinna. drengur minn, og gerir eins og þér sýnist. Ekki leggjum við bönd á þig, foreldrarnir. Ég treysti því bara að þú takir þessa ákvörðun að vel yfirlögðu ráði.“ „Vertu óhræddur, pabbi. Ég er bú- inn að ganga með smiðinn í maganum nógu lengi til að vita hvað ég er að gera. Ég fer sjaldan svo í kaupstað að ég líti ekki inn á verkstæðið hjá Júlí- usi. Það er alltaf jafngaman að koma þangað og við erum þegar orðnir málkunnugir. Ég er að hugsa um að skreppa út á Eyri í vikunni og tala við karlinn og reyna að komast að hjá honum eftir áramótin. Ég vil ekki byrja námið meðan rjúpnaveiðin stendur yfir.“ „Ég skil. Þú hefur lengi verið iðinn við að fækka þeim, greyjunum.“ „Svo var mér að detta í hug að það væri kannski ekki svo vitlaust að skipta um veiðistað, svona í tilbreyt- Heimaerbezl 285

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.