Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1986, Blaðsíða 42

Heima er bezt - 01.07.1986, Blaðsíða 42
ingarskyni. Ég er búinn að ganga fjallið hérna svo oft og lengi. Ég veit að það er gott og mikið veiðiland hjá Sigurði bónda á Hjalla, svo ég var að kalsa það við hann þegar ég kom þangað um daginn að fá að veiða í fjallinu þar í nokkra daga. Hann tók því mjög vel og sagði að ég væri vel- kominn þangað þegar ég vildi.“ „Já, þetta er ágætisfólk, og,“ bætti hann við kíminn, „ekki spillir hún Sigrún dóttir þeirra. Það er ekki í kot vísað þar sem þau eru,“ og gaut aug- unum á son sinn og sá ekki betur en drengurinn roðnaði, eða var það bara ímvndun? Teitur hafði tekið ákvörðun. Hann ætlaði að tala við Júlíus smið á Eyri og reyna að komast að hjá honum eftir áramótin. „Nú, þú kominn í kaupstað, karl- inn,“ sagði sá gamli þegar Teitur vatt sér allt í einu inn á verkstæðið hjá honum. „O. ég hef nú komið í kaupstað fyrr,“ ansaði Teitur kotroskinn og leit ekkert undan þó þessi svipmikli og hranalegi byggingameistari hvessti á hann augun. „í þetta sinn er ég kominn til að finna þig, enda höfum við áður sést og talast við.“ „Og hvað er þér svo á höndum, drengur minn?“ Júlíus var nú ekki lengur hranalegur. Teitur horfði beint í augu hans og sagði: „Mig langar til að læra húsasmíði. Vilt þú kenna mér iðnina?“ „Nú, það var bara ekkert annað. Þú mátt eiga það að þú gengur hreint til verks. Er þér alvara? Langar þig til að læra þessa iðn?“ „Ég væri ekki að falast eftir þessu ef ég meinti ekkert með því, og ég get byrjað strax upp úr áramótunum.“ „Hefurðu nokkurn tíma reynt að smíða um dagana?“ „Ætli það hafi ekki komið á mig það sem hefur þurft að banga heima til viðhalds á koppum og kirnum og amboðum, enda hefur mig einlægt langað til að verða smiður.“ „Það er góðra gjalda vert þegar ungir menn vita hvað þeir vilja. En það má heldur ekki flana að neinu. Komdu heim til mín í kvöld, við skulum súpa úr kaffibolla og ræða málið í næði.“ Þegar Teitur á Hóli flutti foreldrum sínum þau tíðindi að hann væri ráð- inn sem iðnnemi hjá Júlíusi smið sagði móðir hans: „Það er gott að þú ferð ekki lengra, góði minn. Þú ert þá kannski ekki horfinn okkur fyrir fullt og allt, eins og hin systkinin.“ „Engin hætta, mamma. Það er ekki svo langt hérna út á Eyri. Þetta er ekki steinsnar. Nú eru bílar líka farnir að ganga á milli og þeir eru fljótir í för- um. Móðir hans horfði á hann með samblandi af kvíða og feiginleik í svipnum. „Og hvenáer á svo að hefja námið?“ „Það verður ekki fyrr en eftir nýár- ið. Ég sagði Júlíusi að ég færi ekki að heiman fyrr en rjúpnaveiðitíminn væri liðinn, en hann stendur yfir fram undir jól, og á jólunum vil ég vera heima hjá ykkur.“ „Blessaður drengurinn. Hafðu sæll sagt þessi orð.“ Miður október og fyrsti snjórinn fall- inn. Sigurður bóndi á Hjalla er að sinna störfum sínum úti á hlaði, setja tað í poka og bera það inn til konu sinnar, sækja vatn, fara út í hlöðu og fylla nokkra poka af töðu og bera þá inn í fjósið. Einlægt nóg að gera fyrir bóndann og í mörgu að snúast. Hann lítur upp sem snöggvast til að rétta úr bakinu eftir allt bogrið og burðinn. Nú. einhver að koma utan dalinn, ekki ber á öðru. Hver skyldi það nú vera? Það kemur í ljós bráðlega. Eitt- hvað fannst honum hann kannast við nranninn þegar hann kom nær. Var það sem honum sýndist? Það hýrnaði yfir Hjallabóndanum og hann gekk til móts við gestinn og rétti honum höndina glaður í bragði. „Er það sem mér sýnist? Teitur á Hóli í eigin persónu. Komdu ævinlega blessaður og velkominn.“ Sigurður á Hjalla var þekktur fyrir gestrisni og glaðværð og lá aldrei bet- ur á honum en þegar gest bar að garði, einkum ef um góðkunningja og ná- granna var að ræða eins og fólkið á Hóli. Hann tók þéttingsfast í hönd Teits, og hristi hana æðistund. „Nú göngum við I bæinn og tökum hús á kvenfólkinu og reynum að hafa eitthvað gott af því. Þær hanga inni, mæðgur. eins og hlandkönnur og hafast ekkert að. Það verður að láta þær fá eitthvað að gera. Þetta aðgerð- arleysi fer alveg með þær.“ Svona lét hann dæluna ganga meðan þeir fálmuðu sig inn bæjargöngin og alla leið inn í eldhús. „Stúlkur, stúlkur, sjáiði hvað ég fann. Kem ég kannski ekki færandi hendi? Enginn annar en Teitur á Hóli eins og þið sjáið.“ „Nú, það munar ekkert um það. Komdu sæll og blessaður og vertu velkominn,“ sagði Friðný húsfreyja og heilsaði gesti sínum glöð í bragði. Sigurður bóndi: „Sigga, hvað gengur eiginlega að þér? Ætlarðu ekki að heilsa gestinum?“ og bætti svo við með smitandi hláturroku: „Já, nú kemur til Teits og Siggu að takast í hendur.“ Þau hlógu öll að glaðværð og gam- ansemi Sigurðar bónda og unga fólkið heilsaðist óþvingað og brosandi. Teit- ur sleppti ekki hendi Sigrúnar alveg strax og hún lét sér það vel líka. „Jæja, skepnurnar mínar, takið þið nú til höndunum og komið með eitt- hvað gott handa gestinum. Honum veitir ekki af hressingu þreyttur af göngu eins og hann er, búinn að þramma þetta allan daginn undir þungri byrði, og allt í fangið. Og þú, Teitur, fáðu þér sæti og láttu líða úr þér meðan þær mæðgur taka til kaff- ið. Þú getur logið einhverju í mig á meðan.“ Sigurður settist á stólinn andspæn- is Teiti. Hann var einn af þeim sem aldrei gat setið kyrr stundinni lengur, en reri fram í gráðið, strauk höndun- um eftir lærunum endilöngum og klappaði á hnjákollana. „Það var þetta sem ég var að tala um við þig um daginn þegar ég kom 286 Heimaerbezl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.