Heima er bezt - 01.07.1986, Page 44
að sofa í, ef þú getur gert þér hana að
góðu.“
„Ekki er nú í kot vísað. Oft hef ég
komið í Hjalla, en aldrei séð þessa
stofu fyrr.“
„Það er af því að þú hefur aldrei
komið hingað til að gista fyrr en nú.“
Þessi vistarvera í bænum var kölluð
„húsið“, enda eins og stofa í kaup-
staðarhúsi, þiljuð í hólf og gólf og
blámáluð. Yfir rúminu hékk mynd af
Jesú með hjartað utan á og stóð í
björtu báli. Fjölskyldumyndir á
veggjum, borð og stólar og meira að
segja bókahilla, svo eitthvað væri til
að líta í.
„Góða nótt,“ segir hún og réttir
honum höndina, „ég vona að þú sofir
vel,“ og gekk til dyra. en þá mundi
hún allt í einu eftir lítilræði. „Ég var
næstum því búin að gleyma að spyrja
hvenær þú vildir að ég vekti þig.“
Hann brosti og tók í hönd hennar,
og nú þéttar en áður.
„Ég ætti nú að vera einfær um að
vakna sjálfur, en ég vil helst ekki
vakna seinna en um sexleytið, þakka
þér fyrir.“ Hann hélt hendi hennar
ennþá í lófa sínum stórum og heitum.
„Þá vek ég þig klukkan sex. Þú
þarft ekki að hafa andvara á þér og
getur sofið rólegur, ég kem.“ Þau
héldust ennþá í hendur.
„Góða nótt,“ sagði hún og var far-
in. Hann stóð eftir á gólfinu heitur í
kinnum og höndin ennþá hálfopin,
rétt eins og hönd Sigrúnar lægi þar
ennþá.
Hann tíndi af sér spjarirnar og
háttaði ofan í rúmið, sem var dálítið
kalt í óupphitaðri stofunni. Það setti
að honum hroll og hann skalf meðan
heitur líkami hans vermdi köld rúm-
fötin. Svo fór honum að líða betur og
ró að færast yfir hann. Hann rifjaði
upp daginn og kvöldið og hvað gerst
hafði, og hvað Hjallafólkið hafði sagt.
Einkennilegt hvað honum fannst það
allt merkilegt, einkum það síðasta:
„Þú þarft engan andvara að hafa á
þér, ég kem.“ Teitur fann hvernig
svefninn smá færðist yfir hann, og
hann var alveg að festa blund þegar
hann hrökk upp við að hann nefndi
nafnið hennar stundarhátt. Svo hvarf
hann inn í draumlaust óminnið.
Teitur var vaknaður fyrir æðistund en
lét sem hann svæfi því nú heyrði hann
að Sigrún var að koma til að vekja
hann. Hún gekk hljóðlega um, læddist
á tánum, rétt eins og hún væri hrædd
um að hann vaknaði án hennar til-
verknaðar. Hún átti eftir að kveikja á
lampanum. Að því búnu gekk hún að
rúminu.
„Teitur,“ hvíslaði hún. „Vaknaðu
Teitur,“ en hann rumskaði ekki. Hún
var víst ekki nein vekjaraklukka.
„Teitur.“ sagði hún ofurlítið hærra, en
allt kom fyrir ekki. Þá ýtti hún við
honum en þegar það dugði ekki
heldur, fór hún að hrista hann. að vísu
feimnislega fyrst, en með vaxandi
styrk. Loks fór hann að rámka við sér.
„Vaknaðu klukkan er orðin sex.“
Teitur tók um hönd hennar sem
hvíldi á öxl hans, þrýsti hana og
strauk.
„Komdu svo fram í eldhús, þegar
þú ert búinn að klæða þig. Þú verður
að borða vel áður en þú ferð. Svo tek
ég til nesti handa þér.“ Hún dró að sér
höndina hægt en ákveðið og fór.
Hann gáði til veðurs, kom svo fram
í eldhús fullklæddur, stór og fyrir-
ferðamikill.
„Ég held að þú sért búin að bera á
borð fyrir tíu.“
„Svona stórir menn þurfa mikið til
sín og þú átt eftir að ganga í allan dag
og bera þunga byrði heim í kvöld, ef
að líkum lætur, og,“ bætti hún við og
var nú skilgetin dóttir pabba síns:
„Nú verður ekki gaman að vera rjúpa
í Hjallalandi,“ og hló.
„Ég er ekkert hrædd um að ég fari
snuðferð til ykkar hérna í Hjalla.“
„Það ætla ég að vona að þú gerir
ekki,“ sagði Sigrún af sannfæringu.
Hann tók til matar síns og fór sér að
engu óðslega. Hann naut þess að hafa
Sigrúnu á stjái í kring um sig, og virti
hana fyrir sér meðan hún var að taka
til nestið handa honum. Hún flýtti sér
ekki heldur, en vandaði sig við að
skera álegg, smyrja brauð, stafla
sneiðunum, vefja þær í smjörpappír,
sjóða egg og hella upp á könnuna. Það
var sem hendur hennar gældu við
verkið, og alltaf var það eitthvað sem
hún var að gleyma en mundi svo eftir
á síðustu stundu. Loksins var nestis-
pakkinn tilbúinn. Teitur var staðinn
upp frá borðinu og hún gekk til hans
og fékk honum nestið.
Hann tók hana í faðm sér og
kveðjukossinn kom af sjálfu sér, jafn
undankomulaus og eðlilegur og and-
ardráttur þeirra ör og heitur.
„Ég ætla að fylgja þér til dyra, þú
ferð víst með nógu mikið af vitinu úr
bænum,“ sagði hún og hló næstum
ásakandi.
Frammi í bæjardyrum setti Teitur
byssuna á öxl sér og var ferðbúinn.
„Góði farðu nú varlega, ég er svo
hrædd við þessar voðalegu byssur, og
það hafa orðið svo mörg slysin.“
„Kvíddu engu, þetta er ekki í fyrsta
sinn sem ég handleik byssuna mína.
Hún er nýleg, af góðri tegund og ör-
ugg-“
„Vertu þá blessaður. og góða ferð.“
„Þakka þér fyrir. Það var gott að þú
sagðir ekki „góða veiði“, því það má
aldrei segja við menn, sem eru að fara
á veiðar.“
„Ertu hjátrúarfullur?"
„Já, það vona ég. Bless.“
Svo lagði hann af stað í fyrstu
veiðiferðina í Hjallalandi, en honum
var einhvern veginn ómögulegt að
festa hugann við veiðina sem var þó
aðalástæðan fyrir komu hans hingað,
eða var það ekki? I staðinn fyrir að
leggja nú nógu kænlegar gildrur fyrir
blessaða rjúpuna hvítu, var hann
stöðugt að lifa upp í huganum atburði
morgunsins í einstökum atriðum, allt
frá því að Sigrún var að streitast við að
vekja hann, glaðvakandi manninn.
sem ekkert var nema látalætin og
þóttist sofa, uns kom að kveðjukoss-
inum sem enn brann á vörum hans.
Hann gekk röskum skrefum fram
fjallshlíðina, ekki ennþá kominn í
aðalveiðilandið, enda varla orðið
skotljóst, en það birti óðum og innan
skamms átti hann að geta hafið veið-
ar. Best að líta í kringum sig og vera
við öllu búinn. Fjallið var orðið al-
hvítt og því þyngra göngufæri sem
ofar dró. Sigurður bóndi hafði sagt
honum að ekki væri allt fengið með
því að fara nógu ofarlega í fjallið og
fræddi hann um margt fleira, sem
Teiturvissi miklu betursjálfur af eigin
reynslu. Skyldi Sigrún nokkuð hafa
288 Heimaerbezi