Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1986, Blaðsíða 45

Heima er bezt - 01.07.1986, Blaðsíða 45
getað sofnað þegar hún lagði sig hugsaði hann, í staðinn fyrir að hafa ráð Sigurðar í huga. Vonandi verður hún ekkiandvaka. Teitur hélt áfram göngu sinni og hafði augun hjá sér. Það fyrsta sem hann kom auga á var valur í vígahug. Hann flaug hratt með snöggum vængjaburði sem líktist mest höggum. Svo breiddi hann allt í einu úr breið- um vængjunum og sveif, hnitaði hringa og stóð að lokum kyrr í loftinu og steypti sér svo eldsnöggt niður og hvarf fyrir leiti. Það voru fleiri á veið- um en Teitur á Hóli. Nokkru síðar heyrði hann vælið í valnum. Það leyndi sér ekki að hann hafði ekki misst marks. Þjóðtrúin segir að þegar valurinn sé búinn að veiða rjúpuna og kominn með gogginn inn að hjartanu, þá finni hann að hún er systir hans og þess vegna reki hann upp svo ámát- legt væl sem eins geti verið sambland af hlakkandi sigurgleði og hroll- kenndri græðgi eða jafnvel ekkasog- um. Þegar komið var framyfir miðdegi var Teitur búinn að fá álitlega kippu af rjúpum. Hann valdi sér góðan stað í kjarrinu til að neyta netis síns. Þegar hann tók upp þetta góða og vel úti- látna nesti fannst honum sem Sigrún væri komin þar sjálf að bera það á borð fyrir hann. Það var hennar handbragð á þessu öllu. Hann sá hana í huganum þegar hún fór höndum um matinn og gekk frá þessu öllu í snyrtilegum pakka. Hann naut hvers bita og fannst hún vera nær sér en nokkru sinni áður, og hann hlakkaði til að koma heim í kvöld og sjá hana. Bara hana eina. Kossinn frá því um morguninn bjó ennþá í hverri hans taug og honum varð allt í einu ljóst að hann þráði hana, og ekkert annað. Hann lét hugann reika og það lá við að hann væri búinn að gleyma í hvaða erindagjörðum hann var kominn í þetta fjall, eða var það ekki erindið að segja rjúpunni stríð á hendur? Hafði hann kannski haft rjúpnaveiðina að yfirvarpi í sumar þegar hann bað Sig- urð bónda leyfis að ganga í fjallið og skjóta? Hvað sem því leið var hann búinn að gera sér grein fyrir því að hann var ástfanginn, og það meira en lítið. Það var svo aftur annað mál hvað Sigrúnu leið. Að vísu hafði hún kysst hann um morguninn, en ef hann þekkti hana rétt, var hún ekki líkleg til að taka flausturslegar ákvarðanir um það sem gat varðað framtíð hennar og lífshamingju, eða hafði hún ekki sagt honum eftir kossinn að hún ætlaði að fylgja honum til dyra, hann færi víst með nógu mikið af vitinu úr bænum með sér upp í fjall. Sá hún þá eftir öllu saman? Teitur reif sig upp úr þessum hugleiðingum. Hann var búinn með nestið og best að bæta einhverju við veiðina, þetta voru engin ósköp sem hann var búinn að fá. Hann varð að geta sýnt Hjallafólkinu að hann kikn- aði ekki undir því orði sem af honum fór sem ein allra besta skytta sýsl- unnar. Hann vildi koma færandi hendi heim í kvöld, og nóg var af rjúpunni. Honum varð að von sinni og var brátt orðinn svo klyfjaður að hann kærði sig ekki um að þurfa að rogast heim með þyngri byrði. Það var byrjað að bregða birtu og Sigurður bóndi var oft búinn að fara út og gá hvort hann sæi ekki til ferða Teits. „Maðurinn hlýtur að fara að koma.“ „O, hann skilar sér, hann Teitur, vertu viss,“ sagði Friðný. „Hann er ekki þesslegur að aðrir þurfi að hugsa fyrir hann eða hafa áhyggjur af hon- um, ungur og hraustur maðurinn.“ „Hann er nú ekki nema átján ára,“ datt upp úr Sigrúnu. Hún fór fram í bæjardyrnar og gáði til fjalls. „Hann er að koma, hann er að koma,“ kallaði hún inn bæjargöngin. Sigurður kom strax út. „Ójá, ekki ber á öðru, og sér ekki í hann fyrir rjúpum.“ Hann hneggjaði ánægjulega. Teitur gekk í hlað. „Sælt veri fólkið.“ „Naumast þú kemur klyfjaður.“ „Jesús minn, hvað þú hefur veitt mikið,“ sagði Sigrún með aðdáun. „Hana nú. Heitir hann nú allt í einu Jesús,“ sagði Sigurður og lést vera hneykslaður á málfari unga fólksins. „Láttu ekki svona, pabbi,“ sagði Sigrún og fór hjá sér. Sigurður horfði með vandlætingu á Teit, benti á veið- ina og sagði: „Hvað hafa svo þessir vesalings aumingjar til saka unnið?“ Teitur í sama tón: „Hvern and- skotann þurftu þessi fífl að vera að flækjast fyrir byssuna mína?“ Nú var Sigurði dillað. Hann rak upp stóran hlátur og kallaði á konu sína að koma og sjá. „Falleg er nú veiðin, Teitur,“ sagði Friðný. „Þarna sérðu. Þú hefur sigrað bæði fugl og fólk, jafnvel kerlingin horfir aðdáunaraugum á þig, ég spyr nú ekki að þeim sem yngri eru.“ „Pabbi,“ hrópaði Sigrún. „Pabbi, pabbi. Það þýðir lítið að kalla á mig. Reyndu heldur að losa manninn við eitthvað af veiðinni. Þetta sígur í skaltu vita.“ Sigrún fór að bera sig að losa um rjúpurnar, feimin og klaufaleg, kunni það ekki. Teitur kom henni til hjálpar og losaði um kippuna með einu handtaki svo hún datt af honum og lá fyrir fótum þeirra á hlaðinu. „Falleg er nú veiðin,“ sagði Sig- urður og gat nú ekki stillt sig um að segja orð í fullri meiningu. „Teitur, þú kemur inn. Þér veitir ekki af einhverri hressingu eftir dag- inn. Þau geta tekið rjúpurnar til handargagns, feðginin.“ „Þar sagðir þú loksins orð af viti, kona. Sigga, við skulum fara með rjúpurnar inn í skemmu og hengja þær upp á afturfótunum, og láttu nú sjá að þú getir tekið til höndunum.“ Dagarnir liðu, einn af öðrum. Sigrún sá til þess að Teitur svæfi ekki yfir sig, og léku bæði hlutverk sín svo vel að hvorugt grunaði hitt um græsku. Teitur þóttist sofa fast og Sigrún lét sem hún tryði því og lagði sig alla fram um að vekja nú þessa svefn- purku. Þegar ekki dugði að hrista hann nógu lengi og mikið, var það þrautalendingin að strjúka fingrunum upp á móti hári hans þykku. Þá gat hann ekki legið lengur kyrr, hvernig sem á því stóð. Konan ratar alltaf réttu leiðina. Hann reis upp við dogg Heima er bezt 289
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.