Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1986, Page 46

Heima er bezt - 01.07.1986, Page 46
og tók í hönd hennar eins og hann ætlaði að draga hana til sín alla, en hún sá við honum og dró að sér höndina mjúklega en ákveðið. ..Mál að vakna. Maturinn bíður í eldhúsinu,“ sagði hún glaðlega en svolítið móð, orðin rjóð í kinnum. Svo flýtti hún sér fram. Teitur sat eftir með sárt ennið og óró í hverri taug. Hann þráði Sigrúnu ákaft, en hún gaf ekki færi á sér, hlé- dræg og feimin að eðlisfari og skildi ekki sjálfa sig meir en svo núna upp á síðkastið, hvernig svo sem á því stóð. Teitur kemur fram í eldhúsið. Mat- ur á borðum og nestispakkinn á sínum stað, en engin Sigrún. Teitur varð fyrir vonbrigðum. Var hún að flýja hann? Var henni þá alveg sama um hann? Það hvarflaði ekki að honum að kannski væri hún að flýja sjálfa sig og veikleika sinn. Teiti fannst sem Sigrún hefði breyst upp á síðkastið. Hún var ekki eins glaðleg í viðmóti og áður, eitthvað eins og fjarlægari, öryggisleysi í fasi, spurn í uppliti hennar. Um þetta var Teitur að hugsa þegar hann gekk fram fjallshlíðina með byssu í hendi og nestispakka Sigrúnar hangandi utan á sér og skotbeltið spennt um sig miðjan. Þetta var síðasti dagurinn hans á Hjalla, og hann var búinn að segja fólkinu að hann færi heim á morgun. „Þá er það búið, og maður situr einn innanum kvenfólkið og enginn lengur til að klæmast við. Það er ekki lítið sem á mann er lagt.“ „Það væri mátulegt á þig að við Sigga færum báðar með Teiti og skildum þig einan eftir innanum roll- ur og beljur. þá hefðirðu félagsskap við þitt hæfi.“ Sigrún tók ekki þátt í gamanmál- um, heldur grúfði sig yfir saumadótið sitt og lét sem hún vissi ekki af öðru. Teitur sá að hún leit öðru hverju upp en hann hafði það á tilfinningunni að hún sæi ekki það sem hún horfði á heldur eitthvað allt annað, óralangt í burtu. Gagnslaust að sökkva sér niður í svona hugsanir. Teitur herti gönguna. Hann ætlaði að nota vel síðasta dag- inn í Hjalla, ef veður leyfði. Það var farið að hvessa og gekk á með éljum og veðurhljóð í fjallinu. Best að fara ekki langt ef hann skyldi ganga í stór- hríð. Það er óþarfi að láta fólkið undrast um s.ig. Teitur færði sig neðar í fjallið, betra að hafa vaðið fyrir neðan sig. Það var líka kyrrara og snjóléttara hér niðri, og það vissi rjúpan líka, enda hafði hann ekki gengið lengi þegar hann var búinn að fá nokkrar rjúpur í viðbót. Hann hélt sig á svipuðum slóðum fram eftir deginum og varð var, þótt ekki væri veiðin mikil. Það var farið að ganga á með hríð- arbyljum, en dúraði á milli, og Teitur kominn á heimleið. Eitt sinn, þegar slotaði milli bylja sá Teitur hóp af gæsum framundan. Hann hafði snör handtök og tvær lágu. Ekki amalegt að enda daginn með slíkum feng. Hann afhlóð byssu sína og tók stefnu á Hjalla. Þegar hann kom í hlað var skollin á iðulaus stórhríð. Sigurður stóð úti og fagnaði gesti sínum. „Þitt var vitið meira að hætta veiði í tíma og ná heim.“ Svo kom hann auga á veiðina, og þann viðauka sem fylgdi rjúpunum. Hann varð fyrst orðlaus, aldrei slíku vanur. Svo rauk hann að bæjardyrunum og kallaði inn: „Stúlkur, stúlkur, komiðið og sjáið, strax.“ Þær störðu orðlausar á veiðina. „Þarna sérðu, þær verða orðlausar eins og ég, og hélt ég þó að nokkuð þyrfti til að gera kvenfólk klumsa.“ Teitur spretti af sér veiðinni, tók gæsirnar og fékk mæðgunum þær. „Þetta er handa ykkur fyrir alla þjónustuna til borðs og sængur, en þið verðið að gefa honum Sigurði að smakka líka, ef hann verður þægur og góður.“ „O, það gæti allt eins farið svo að þær sprengdu sig á ofáti en ég lægi hungurmorða hérna í hlaðvarpan- um.“ „Þú skalt líka fá að smakka, Siggi minn, ef þú verður góða barnið og hengir upp rjúpurnar hans Teits.“ „Satt var orðið. Svo er ekki seinna vænna að hafa sig inn og slá upp kveðjuhófinu, ef þú ætlar að rjúka strax í fyrramálið.“ Teitur sat fram eftir kvöldi í dýr- legum fagnaði, þar sem tjaldað var öllu því besta sem Friðný húsfreyja gat töfrað fram úr búrkistu og skáp. Aldrei fann Teitur betur en í kvöld hvílík aufúsa Hjallafólkinu var að komu hans, og það gladdi hann, en samt fannst honum eins og einhver skuggi lægi yfir sálinni og meinaði gleðinni aðgang að hjarta hans, þrátt fyrir gamanmál og glens Sigurðar bónda, það tók einhvern veginn ekki heima hjá honum núna. Honum var vel ljóst hvað olli ógleði hans. Hann gat einfaldlega ekki hugsað þá hugsun til enda að skilja svo við Sigrúnu að vita ekkert um tilfinningar hennar. Seint um kvöldið var staðið upp frá borðum. Sigurður bóndi kvaðst ætla að taka á sig náðir. „En í fyrramálið vek ég þig. Ég er að hugsa um að skjóta undir þig truntu og ríða með þér út í Hól og hitta vini mína þar. Þá fyrst hef ég rekið hafurinn úr túninu, og þú ferð ekki með allt vitið úr bæn- um.“ Friðný leit upp við þessi orð bónda síns, einkennileg á svipinn eins og hún vildi segja eitthvað. Hún renndi aug- unum til unga fólksins en lét ósagt. „Þú ætlar ekki að gera það enda- sleppt við mig, en þetta er óþarfi, ég hef gengið annað eins um dagana.“ „En rjúpurnar, maður. Það kynni nú að síga í að bera það allt saman alla leið út í Hól.“ „Ég tek ekki nema helminginn í minn hlut af því sem ég skýt í þínu landi.“ „Illa þekkir þú mig. Teitur góður, ef þú heldur að ég fari að gera mér það að féþúfu þótt þú skjótir nokkrar rjúpur meðan þú dvelur hér, okkur öllum til skemmtunar, að minnsta kosti kvenfólkinu,“ og rak upp hlát- urroku. „Þá gef ég Sigrúnu þinn hlut. Hún á það margfaldlega skilið. svo mikið er hún búin að snúast kringum mig síðan ég kom hingað, og ekki orð um það meir. Nú fer ég fram. Ég þarf að hreinsa byssuna mína og smyrja lás- inn í henni eftir alla notkunina und- anfarið.“ Þau buðu honum góða nótt. 290 Heima er bezl

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.