Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1986, Page 47

Heima er bezt - 01.07.1986, Page 47
„Mamma. ég ætla að þvo upp leir- inn. Maður á það þá ekki eftir í fyrramáiið, svo kem ég,“ sagði Sigrún hljómlausri röddu. Teitur tók til starfa, vafði klút utanum endann á krassanum og renndi hon- um í gegnum byssuhlaupið aftur og aftur, bar svo hlaupið upp að ljósinu og kíkti með öðru auganu í gegnum til að gá hvort það væri orðið hreint. Hann hætti ekki fyrr en það var orðið spegilfagurt að innan. Þá sneri hann sér að lásnum og lét drjúpa smurn- ingsoiíu í hann og hreinsaði bæði bóg og gikk uns allt var orðið hreint og liðugt eins og nýtt. Teiti var þungt niðri fyrir. Átti kvöldið að enda svo að þau Sigrún gætu ekki boðið hvort öðru góða nótt, í einrúmi. „Ég get ekki farið frá henni, vil það ekki, geri það ekki.“ Sem fyrr var sagt, var Teitur maður, sem ekki var hræddur við að taka ákvörðun, jafnvel hættulega. Hann ætlaði sjálfur að hafa hönd í bagga með örlögum sínum og framtíð. Hann ætlaði ekki að gjalda við þögn, þegar lífið kallaði á'hann. Sigrún var ein í eldhúsinu við upp- vaskið eftir að foreldrar hennar voru háttuð. Henni sóttist verkið seint, gekk illa að festa hugann við það. Það var aðeins eitt. sem komst að í huga hennar: Teitur var að fara og þau höfðu ekki ennþá talast við í trúnaði, né sagt þau orð, sem svifu þó á vörum j þeirra, og það var allt henni að kenna. | Hún hafði aldrei gefið honum færi á í að tjá sig, ávallt slitið þráðinn þegar | hann var kominn að því að segja | lausnarorðið. Teitur hafði líka ekki J verið neitt glaður í kvöld fremur en hún, rétt eins og sjálf ógæfan vofði yfir þeim báðum. Allt í einu kvað við skothvellur. hávær og voðalegur. Sigrún varð stjörf, og gat hvorki hrært legg né lið fyrst í stað. Svo kom hún til sjálfrar sín ! og flaug fram dimm göngin og inn til Teits. Hann lá ofan á rúminu í öllum fötum, og það rauk úr byssuhlaupinu við fætur hans. „Teitur, Teitur. Guð almáttugur. hvað hefur komið fyrir?“ æpti hún í fullkomnu stjórnleysi. Hún henti sér vfir hann og faðmaði hann að sér með tárum og þakti andlit hans með koss- um sínum. „Ó, Teitur. Elsku, elsku Teitur minn. Þú mátt ekki deyja frá mér.“ En Teitur var ekkert á því að deyja, ekki núna. Hann reis upp og tók stúlkuna í faðm sinn. í þessu komu foreldrar hennar inn úr dvrunum og Sigurður spurði hvað eiginlega hefði komið fvrir? En unga fólkið mátti ekki vera að því að svara, ekki alveg strax. Friðný hugsaði með sjálfri sér að hún hefði lengi séð að hverju fór með unga fólkið. og bætti við í huganum, dálítið hreykin: „Hann Teitur deyr ekki ráðalaus.“ Hún var alltaf jafn heilbrigð og allsgáð á hverju sem gekk. Sigurður bóndi stiklaði hálf vand- ræðalegur um gólfið, uns hann upp- hófst svo segjandi: „Það verður að athuga þetta. Það blæðir úr fætinum á þér, maður.“ „Já, það hefur víst hlaupið í löppina á mér skotið. Ég hélt satt að segja að það ætti ekki eftir að koma fyrir mig að gleyma skoti í byssunni. Ég var í mesta sakleysi að smyrja lásinn þegar þetta skeði." „Honum lætur ekki að ljúga, bless- uðum drengnum," sagði Friðný við sjálfa sig. Sigrún spratt á fætur, kraup á gólfið og tók skó og sokk af fætinum. „Almáttugur, líttu á tána á þér.“ „Vertu ekki að uppnefna nranninn. Ætli þú farir ekki nærri um hvað hann heitir. Revndu heldurað gera eitthvað af viti. Hana, farðu fram í eldhús og sjóddu vatn og komdu með hreinar umbúðir. Það verður að þvo sárið og binda um það og stöðva blæðinguna fyrir nóttina. Á morgun fer ég svo og næ í lækni. Sigrún gerði eins og pabbi hennar bauð. Þegar hún hafði þvegið sárið og bundið um það með mjúkum en ákveðnum handtökum. þrátt fyrir reynsluleysi, lagði Teitur hönd á öxl hennar og sagði: „Ég held að þú hafir læknishendur. Sigga mín. Nú líður mér betur.“ „Ég vona að henni sé ekki alls varnað, stúlkukindinni, þó aldrei hún sé nema dóttir mín, enda á hún ekki langt að sækja læknisvitið. Það vill nú svo til að hún hefur það úr föðurætt- inni. Afi minn og nafni var kunnur hómopati á sinni tíð og var vel þekkt- ur út fyrir sýslumörkin fyrir lækningar sínar. Hann stóð í sambandi við hómópata í Englandi og fékk hjá þeim meðul við mörgum sjúkdómum. Nú, ég veit ekki betur en faðir minn tæki við af honum og þótti farsæll í starfi, einkum var til þess tekið hvað hann var laginn við að lækna innan- tökur í krökkum og broddskitu í lömbum.“ „Siggi minn, nú skulum við koma og hátta aftur. Það er ekki oft sem ég býð þér tvisvar upp í til mín sama kvöldið. Ég sé ekki betur en Teitur sé í góðum höndum.“ Þau buðu góða nótt og fóru. Sigrún færði Teit úr fötunum og háttaði hann ofan í rúmið og settist framaná hjá honum. Hún þæfði sæng og kodda og hlúði að honum eins og vön hjúkrunarkona. Það eru viss verk, sem konur þurfa ekki að læra. Þær hafa alltaf kunnað þau, það er þeim meðfætt. „Sigga, Sigga mín. Farðu ekki alveg strax frá mér, mér þykir svo vænt um Þ>g“ „Þú varst nú búinn að segja það áður í kvöld, og það á nokkuð eftir- minnilegan hátt. Svona hefur áreið- anlega enginn maður beðið sér stúlku áður á íslandi, enda varstu nærri bú- inn að hræða úr mér líftóruna, svo það var auðveldur eftirleikurinn að fá fávísa stúlkukind til að segja já.“ „Þú varst nú svolítið lík honum pabba þínum núna.“ Hann tók hana til sín og sam- komulagið var endanlega innsiglað. Þau voru bæði átján ára. Daginn eftir kom læknirinn. Þegar hann hafði skoðað sjúklinginn vand- lega og svipbrigðalaust æðistund, kom niðurstaðan: „Mér þykir leitt að segja það. en það verður víst ekki Framhald á bls. 298. Heimaerbezt 291

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.