Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1986, Blaðsíða 49

Heima er bezt - 01.07.1986, Blaðsíða 49
ARINBJÖRN ÁRNASON Undir álagadómi III HLUTI Vill hann nú kanna málið og tekur í taum hestsins og ætlar að sveigja Sörla út af götunni en við það missir kiár- inn fótanna og hrasar á nefið, en við það verður Þorbirni á að líta niður um leið og hesturinn reisir sig við á ný. en þá bregður svo við að kýrin er hvergi sjáanleg. Við þetta atvik rifjast það upp fyrir Þorbirni að einhvern tíma þegar hann var lítill þá hafi móðir hans sagt honum sögu um kálf, sem hafi fundist, í tíð afa hans og ömmu og enginn kannast við, var hann tekinn, alinn upp og varð síðar sá mikli gripur sem allar beztu kýr þar í sveit væru komnar út af. □ Þorbjörn hirti ekki meira um það, sem fyrir hann hafði komið. Heldur gaf Sörla lausan tauminn og gæðingurinn, sem neytti þess færis sem gafst við slakt taumhaldið, greip töltið fram göturnar svo að moldin þyrlaðist upp og varð eins og veggur að baki þeirra. Við leitið hjá Bríkarhól, kemur á móti þeim kona ríðandi á jörpum hesti. Þorbjörn þekkti strax, að þar var á ferð Sigríður kona Björns í Skógum. Hafði hún farið inn að Hvammi um daginn, en var nú á heimleið. Er fundum þeirra bar saman, ætluðu þau í fyrstu að talast við á hestbaki. en Sörli gamli vildi ekki samþykkja stansið. heldur snarsnerist. bruddi járnmélin og ýmist frís- aði eða krafsaði, uns þar kom að Þorbjörn sté af baki. Hann hjálpaði einnig Sigríði úr söðli sínum. Sigríður kvaðst vera með skilaboð frá bónda sínum um forföll í fjallleitirnar, sem ákveðið var að leggja af stað í eftir tvo daga. Björn hafði undanfarin haust, sem nú verið fjallkóngur. en nú sagður veikur og ekki geta farið og því boðað forföll. Þorbjörn andvarpaði, þegar hann heyrði skilaboðin. Hann hafði ekki ætlað sér í göngurnar þetta haustið. Enda heimilisástæður hans ekki þannig, þar sem Þuríður hafði svo oft verið ónóg sjálfri sér, ekki síst nú upp á síðkastið. Ennfremur bar hann ekki það hugarþel til Björns í Skóg- um, að hann fýsti að fara í hans stað. En fjallkóng gat hann ekki ráðið svo fyrirvaralaust. Einnig flaug í huga hans, að ef til vill væri ekki allt með felldu, hvað Birni viðkæmi og veikindum hans. Gat það ekki eins verið, að Björn hefði hugmynd um heimilisástæður hans og veikindi Þuríðar og vildi með þessu gera honum erfitt fyrir, og forföll hans ekki þau sem sagt væri. Hann trúði því samt naumast, að Sigríður væri í vitorði um það. Hann þekkti hana kannske betur en aðrir vissu eða hefðu hugmynd um frá æskudögum þeirra. — Þau voru eitt sinn saman á vorprófi. Þá varð milli þeirra eitthvað það, sem aldrei hafði með öllu fallið í gleymsku. Ár og aldur þeirra ófu utan um það dulinn hjúp, þótt fjarlægð og aðstæður hnykluðu ívaf þeirra minninga, ekki síst eftir að hún var orðin húsfreyja að Skógum. Og nú stóð hún fyrir framan hann, konan, sem fyrst hafði lyft honum úr grasi í æsku og leik, er morgunn ungs manns var að rísa og verða til. Minningarnar skipta litum. Nú stóð hún fyrir framan hann, rjóð og hraustleg. Ferskt svipmót hennar bar gleðibros, er lyfti þykkum kinnum hennar í hnykla, spékopparnir voru þeir sömu, brjóstin há og hvelfd, reiðtreyjan féll vel að mittinu og allur klæðnað- urinn bauð af sér góðan þokka. Er Þorbjörn stóð þarna og horfði í augu Sigríðar, blá og kvik og hlustaði á létt og fjörlegt tal hennar, þá bærðust innra með honum ýmsar kenndir. Augnablikið var að verða honum yfirsterkara. Hann fann hjá sér löngun til þess að þrífa þessa voldugu konu sér í fang og bjóða byrg- inn stolti hennar og metnaði. Ef til vill sá hún inn á sál hans í leiftursýn þá baráttu, sem þár var háð. Ef til vill gerði það hana sterkari og meira ögrandi and- spænis honum og lamaði djörfung hans. En samtímis kom mynd Þuríðar í hugskot hans og gaf sjálfsvirðingu hans styrk, leysti hann. Hann ræddi heyskaparlok, veður og gangnaútlit. Hann tjáði henni, að hann sjálfur mundi taka að sér fjallskilastjórn, og sýndi um leið á sér fararsnið, með því að leggja taum á háls Sörla. Sigríður, sem vildi halda hlut sínum. bað hann að herða gjörð á söðli sínum. Við þessa töf kom svolítið fát á Þorbjörn og hann lyfti ósjálfrátt söðullafinu við hlið Sigríðar án þess að ná til gjarðarinnar. Sigríður tók sjálfsagt eftir þessu, því að nú sagði hún með þeirri reisn, sem hann þekkti svo vel: „Auðvitað teymir þú klárinn að bakþúfu fyrir mig.“ Við þetta ávarp varð Þorbjörn hálfkindarlegur og fannst hann hafa tapað í taflinu. Meðan Sigríður snaraði sér í söðulinn, greip hann í söð- ulsveifina, en þó eins og ósjálfrátt. Hún rétti honum hönd- ina, um leið og hún sagði: „Vertu blessaður og sæll. Þor- björn.“ Og var síðan komin á harðasprett út allar götur. Heimaerbezt 293
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.